Haukar og Valur sendu Grindavíkurstelpur niður í botnsætið | Úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2016 21:02 Haukar og Valur komust bæði upp fyrir Grindavík eftir heimasigra í áttundu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, kom við á leik Stjörnunnar og Keflavíkur annarsvegar og leik Vals og Njarðvíkur hinsvegar. Það má sjá myndirnar hans hér fyrir ofan. Haukar og Valur voru í tveimur neðstu sætunum fyrir umferðina en komust bæði upp fyrir Grindavík sem er nú í neðsta sæti deildarinnar. Haukakonur unnu sjö stiga sigur á Grindavík, 65-58, á Ásvöllum. Grindavík var tveimur stigum yfir í hálfleik en Haukar tóku frumkvæðið með því að vinna þriðja leikhlutann 15-8. Bjarni Magnússon stýrði Grindavík þarna í fyrsta sinn í deildinni en varð að sætta sig við tap á móti sínu gamla liði. Bjarni þjálfaði Haukaliðið í nokkur ár. Michelle Nicole Mitchell var með 23 stig og 13 fráköst hjá Haukum og Rósa Björk Pétursdóttir bætti við 13 stigum, 8 stoðsendingum og 6 fráköstum. Ashley Grimes var yfirburðarleikmaður í liði Grindavíkur með 27 stig og 10 fráköst. Haukaliðið hefur nú unnið tvo heimaleiki í röð og þrjá af fjóra heimaleikjum liðsins í deildinni í vetur. Valskonur unnu á sama tíma 19 stiga heimasigur á Njarðvík, 74-55, á heimavelli sínum en Njarðvíkurliðið lék án Carmen Tyson-Thomas í leiknum og munaði mikið um það. var með 26 stig og 17 fráköst fyrir Val, Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 14 stig og Dagbjörg Samúelsdóttir var með 12 stig. Björk Gunnarsdóttir var stigahæst hjá Njarðvík með 15 stig. Keflavíkurkonur komust upp að hlið Snæfelli á toppnum eftir sannfærandi fimmtán stiga sigur á Stjörnunni í Garðabæ, 72-57. Dominique Hudson skoraði 20 stig fyrir Keflavíkurliðið, Erna Hákonardóttir skoraði 12 stig og hin sextán ára Birna Valgerður Benónýsdóttir var með 11 stig. Danielle Victoria Rodriguez var atkvæðamest hjá Stjörnunni með 21 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar og 9 stolna bolta. Bríet Sif Hinriksdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoruðu báðar 10 stig.Úrslitin og stigaskor úr öllum leikjum Domino´s deildarinnar í kvöld:Haukar-Grindavík 65-58 (11-13, 21-21, 15-8, 18-16)Haukar: Michelle Nicole Mitchell 23/13 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 13/6 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Sólrún Inga Gísladóttir 9, Magdalena Gísladóttir 8/7 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 7/5 stolnir, Anna Lóa Óskarsdóttir 5.Grindavík: Ashley Grimes 27/10 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 8, María Ben Erlingsdóttir 8/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 5/4 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Íris Sverrisdóttir 2/8 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 1.Stjarnan-Keflavík 57-72 (14-15, 14-23, 13-20, 16-14)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 21/14 fráköst/5 stoðsendingar/9 stolnir/4 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10/6 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10, María Lind Sigurðardóttir 6/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 4, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 4, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 2.Keflavík: Dominique Hudson 20/9 fráköst, Erna Hákonardóttir 12, Birna Valgerður Benónýsdóttir 11, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 9/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 6/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5.Snæfell-Skallagrímur 72-57 (18-10, 20-23, 15-16, 19-8)Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 34/10 fráköst/7 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 18/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/4 fráköst/8 stolnir, Andrea Björt Ólafsdóttir 4, Bryndís Guðmundsdóttir 2, María Björnsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 1/5 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 24/7 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/13 fráköst/5 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 8, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/6 fráköst.Valur-Njarðvík 74-55 (13-12, 26-16, 16-18, 19-9)Valur: Mia Loyd 26/17 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 14/8 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 12/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 10, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 5/5 stoðsendingar, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Elfa Falsdóttir 2.Njarðvík: Björk Gunnarsdóttir 15, Soffía Rún Skúladóttir 11, Árnína Lena Rúnarsdóttir 6, María Jónsdóttir 4/9 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 4, Svala Sigurðadóttir 4, Júlía Scheving Steindórsdóttir 4/8 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 3, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Erna Freydís Traustadóttir 2.Njarðvíkingurinn María Jónsdóttir í leiknum á Hlíðarenda í kvöld.Vísir/Eyþór Dominos-deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Haukar og Valur komust bæði upp fyrir Grindavík eftir heimasigra í áttundu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, kom við á leik Stjörnunnar og Keflavíkur annarsvegar og leik Vals og Njarðvíkur hinsvegar. Það má sjá myndirnar hans hér fyrir ofan. Haukar og Valur voru í tveimur neðstu sætunum fyrir umferðina en komust bæði upp fyrir Grindavík sem er nú í neðsta sæti deildarinnar. Haukakonur unnu sjö stiga sigur á Grindavík, 65-58, á Ásvöllum. Grindavík var tveimur stigum yfir í hálfleik en Haukar tóku frumkvæðið með því að vinna þriðja leikhlutann 15-8. Bjarni Magnússon stýrði Grindavík þarna í fyrsta sinn í deildinni en varð að sætta sig við tap á móti sínu gamla liði. Bjarni þjálfaði Haukaliðið í nokkur ár. Michelle Nicole Mitchell var með 23 stig og 13 fráköst hjá Haukum og Rósa Björk Pétursdóttir bætti við 13 stigum, 8 stoðsendingum og 6 fráköstum. Ashley Grimes var yfirburðarleikmaður í liði Grindavíkur með 27 stig og 10 fráköst. Haukaliðið hefur nú unnið tvo heimaleiki í röð og þrjá af fjóra heimaleikjum liðsins í deildinni í vetur. Valskonur unnu á sama tíma 19 stiga heimasigur á Njarðvík, 74-55, á heimavelli sínum en Njarðvíkurliðið lék án Carmen Tyson-Thomas í leiknum og munaði mikið um það. var með 26 stig og 17 fráköst fyrir Val, Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 14 stig og Dagbjörg Samúelsdóttir var með 12 stig. Björk Gunnarsdóttir var stigahæst hjá Njarðvík með 15 stig. Keflavíkurkonur komust upp að hlið Snæfelli á toppnum eftir sannfærandi fimmtán stiga sigur á Stjörnunni í Garðabæ, 72-57. Dominique Hudson skoraði 20 stig fyrir Keflavíkurliðið, Erna Hákonardóttir skoraði 12 stig og hin sextán ára Birna Valgerður Benónýsdóttir var með 11 stig. Danielle Victoria Rodriguez var atkvæðamest hjá Stjörnunni með 21 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar og 9 stolna bolta. Bríet Sif Hinriksdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoruðu báðar 10 stig.Úrslitin og stigaskor úr öllum leikjum Domino´s deildarinnar í kvöld:Haukar-Grindavík 65-58 (11-13, 21-21, 15-8, 18-16)Haukar: Michelle Nicole Mitchell 23/13 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 13/6 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Sólrún Inga Gísladóttir 9, Magdalena Gísladóttir 8/7 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 7/5 stolnir, Anna Lóa Óskarsdóttir 5.Grindavík: Ashley Grimes 27/10 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 8, María Ben Erlingsdóttir 8/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 5/4 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Íris Sverrisdóttir 2/8 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 1.Stjarnan-Keflavík 57-72 (14-15, 14-23, 13-20, 16-14)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 21/14 fráköst/5 stoðsendingar/9 stolnir/4 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10/6 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10, María Lind Sigurðardóttir 6/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 4, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 4, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 2.Keflavík: Dominique Hudson 20/9 fráköst, Erna Hákonardóttir 12, Birna Valgerður Benónýsdóttir 11, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 9/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 6/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5.Snæfell-Skallagrímur 72-57 (18-10, 20-23, 15-16, 19-8)Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 34/10 fráköst/7 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 18/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/4 fráköst/8 stolnir, Andrea Björt Ólafsdóttir 4, Bryndís Guðmundsdóttir 2, María Björnsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 1/5 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 24/7 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/13 fráköst/5 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 8, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/6 fráköst.Valur-Njarðvík 74-55 (13-12, 26-16, 16-18, 19-9)Valur: Mia Loyd 26/17 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 14/8 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 12/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 10, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 5/5 stoðsendingar, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Elfa Falsdóttir 2.Njarðvík: Björk Gunnarsdóttir 15, Soffía Rún Skúladóttir 11, Árnína Lena Rúnarsdóttir 6, María Jónsdóttir 4/9 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 4, Svala Sigurðadóttir 4, Júlía Scheving Steindórsdóttir 4/8 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 3, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Erna Freydís Traustadóttir 2.Njarðvíkingurinn María Jónsdóttir í leiknum á Hlíðarenda í kvöld.Vísir/Eyþór
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira