Ísland gæti glatað öflugum bandamanni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. nóvember 2016 16:00 Donald Trump hefur meðal annars stungið upp á að aðstoð Bandaríkjanna við NATO ríki yrði skilyrt. Mynd/samsett „Þetta eru náttúrulega alveg ótrúleg úrslit,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólannn á Bifröst. “Heimurinn á náttúrulega alveg eftir að bíta úr nálinni með það. En það er hinsvegar augljóst að andúðin gagnvart hefðbundnum stjórnmálum og vantrúin á hefðbundnum stjórnmálamönnum birtist í þessari niðurstöðu,“ segir hann. Hann segir niðurstöður kosninganna ekki hafa endurspeglað skoðanakannanir. „Við sjáum að skoðanakannanir eru í auknu mæli að verða ónákvæmari. Við sáum þetta í Bretlandi í Brexit kosningunni, í skosku sjálfstæðiskosningunni og í bresku þingkosningunum. Við höfum séð þetta víða og nú gerist það enn og aftur að þetta tæki virðist orðið ansi ónákvæmt við að mæla stefnur og strauma.“Eiríkur Bergmann segir Bandaríkin hafa verið helsta bandamann Íslands.VÍSIR/SKJÁSKOTTrump boðaði breytingar í utanríkisstefnu Bandaríkjanna í kosningabaráttunni. Þar á meðal hefur hann lýst yfir efasemdum með Atlantshafsbandalagið og framlagi aðildarríkjanna til samstarfsins. Eiríkur telur kjör Trump geta haft mikil áhrif hér á landi. „Þessi niðurstaða gæti haft mjög afgerandi áhrif á okkur Íslendinga,“ segir hann. „Við höfum átt í afar nánu samstarfi við Bandaríkin og það er leitun að ríki sem hefur átt í nánara samstarfi við Bandaríkin. Trump boðaði það að minnsta kosti í kosningabaráttunni að Bandaríkin færu í algert afturhvarf til einangrunarstefnu í utanríkismálum. Í raun að spóla utanríkismálum aftur fyrir seinni heimsstyrjöld,“ segir Eiríkur. „Þetta er maður sem boðar mjög stífa verndarstefnu í viðskiptum og öðru slíku og það kann að vera að við Íslendingar glötum öflugum bandamanni sem Bandaríkin hafa verið fyrir Ísland á alheimsvettvangi.“Myndbandið hér að neðan skýrir í grófum dráttum hugmyndir Trump um Atlantshafsbandalagið. Þess ber að geta að VOX er frjálslyndur miðill sem hefur verið gagnrýninn á framboð Trump. Brexit Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
„Þetta eru náttúrulega alveg ótrúleg úrslit,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólannn á Bifröst. “Heimurinn á náttúrulega alveg eftir að bíta úr nálinni með það. En það er hinsvegar augljóst að andúðin gagnvart hefðbundnum stjórnmálum og vantrúin á hefðbundnum stjórnmálamönnum birtist í þessari niðurstöðu,“ segir hann. Hann segir niðurstöður kosninganna ekki hafa endurspeglað skoðanakannanir. „Við sjáum að skoðanakannanir eru í auknu mæli að verða ónákvæmari. Við sáum þetta í Bretlandi í Brexit kosningunni, í skosku sjálfstæðiskosningunni og í bresku þingkosningunum. Við höfum séð þetta víða og nú gerist það enn og aftur að þetta tæki virðist orðið ansi ónákvæmt við að mæla stefnur og strauma.“Eiríkur Bergmann segir Bandaríkin hafa verið helsta bandamann Íslands.VÍSIR/SKJÁSKOTTrump boðaði breytingar í utanríkisstefnu Bandaríkjanna í kosningabaráttunni. Þar á meðal hefur hann lýst yfir efasemdum með Atlantshafsbandalagið og framlagi aðildarríkjanna til samstarfsins. Eiríkur telur kjör Trump geta haft mikil áhrif hér á landi. „Þessi niðurstaða gæti haft mjög afgerandi áhrif á okkur Íslendinga,“ segir hann. „Við höfum átt í afar nánu samstarfi við Bandaríkin og það er leitun að ríki sem hefur átt í nánara samstarfi við Bandaríkin. Trump boðaði það að minnsta kosti í kosningabaráttunni að Bandaríkin færu í algert afturhvarf til einangrunarstefnu í utanríkismálum. Í raun að spóla utanríkismálum aftur fyrir seinni heimsstyrjöld,“ segir Eiríkur. „Þetta er maður sem boðar mjög stífa verndarstefnu í viðskiptum og öðru slíku og það kann að vera að við Íslendingar glötum öflugum bandamanni sem Bandaríkin hafa verið fyrir Ísland á alheimsvettvangi.“Myndbandið hér að neðan skýrir í grófum dráttum hugmyndir Trump um Atlantshafsbandalagið. Þess ber að geta að VOX er frjálslyndur miðill sem hefur verið gagnrýninn á framboð Trump.
Brexit Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira