Dularfullt sýndarveruleikafyrirtæki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Skjáskot úr kynningarmyndbandi Magic Leap. Hvalurinn er ekki inni í íþróttasalnum í raun og veru heldur birtist hann þeim sem eru með gleraugu Magic Leap. Mynd/skjáskot Hundrað grunnskólabörn sitja í stúkunni í íþróttasal. Allt í einu stekkur stærðarinnar hvalur upp úr parketlögðu gólfinu og vatn skvettist út um allt. Vígaleg vélmenni eru á víð og dreif um stofugólfið og skjóta úr geislabyssum að unglegum manni. Dvergvaxinn fíll stendur í lófum manns á miðju engi. Sýnir sem þessar hljóma óraunverulegar og eru líka óraunverulegar. En þær blasa við í kynningarmyndbandi sprotafyrirtækisins Magic Leap. Fyrirtækið hyggst ekki gera þessa atburði að veruleika en það ætlar að gera hinum almenna neytanda kleift að sjá þær með nýrri sýndarveruleikatækni. Magic Leap er staðsett í Flórída, fjarri öðrum sprotafyrirtækjum í tæknigeiranum sem flest eru í Kísildal í Kaliforníu. Þrátt fyrir það er fyrirtækið það heitasta í tæknigeiranum og hefur það aflað um 155 milljörðum króna. Frá því greinir Forbes. Á meðal fyrirtækja sem hafa fjárfest í Magic Leap eru Alibaba, Google og JPMorgan. Í viðtali við Forbes segir Rony Abovitz, framkvæmdastjóri og stofnandi Magic Leap, frá því hvernig fyrirtækið hafi haldið sig langt fjarri augum almennings allt frá stofnun þess fyrir fimm árum. Einungis nánir vinir og samstarfsmenn fái að bera tæknina augum. Þrátt fyrir það er fyrirtækið metið á nærri hálfa billjón króna. „Við erum að gera eitthvað sem er virkilega frábrugðið öllu öðru,“ segir Abovitz.Rony Abovitz, stofnandi Magic Leap. Nordicphotos/AFPNý nálgunÁ meðan tæknirisar á borð við Microsoft, Sony, Google, Samsung og Facebook hafa sett sýndarveruleikagleraugu á markað sem eru í raun tveir skjáir sem maður spennir utan um hausinn ætlar Magic Leap að fara aðra leið. Fyrirtækið ætlar að setja á markað linsur sem passa á venjuleg gleraugu og lofar að linsurnar muni ekki takmarka almenna sjón. Linsurnar munu sem sagt ekki varpa myndum sem þú horfir síðan á heldur er markmiðið að varpa ljósinu beint í augað svo það blandist venjulegri sjón. Linsurnar munu einnig skanna umhverfið, hendur notandans og hreyfingar augnanna. Notagildi slíkrar tækni er augljóst fyrir skemmtanaiðnaðinn enda hafa fyrirtæki á borð við Legendary Entertainment, kvikmyndaframleiðandinn á bak við myndir á borð við Jurassic World, Warcraft og Inception, dælt peningum í Magic Leap. Með tækninni væri hægt að færa tölvuleiki inn í raunverulegt umhverfi notandans á hátt sem hamlar ekki almennri sjón og krefst þess ekki að maður líti á síma sinn í sífellu líkt og í snjallsímaleiknum Pokémon Go. Ef tæknin væri notuð fyrir álíka leik og Pokémon Go mætti til að mynda sjá furðuverurnar fela sig undir rúmi notandans í stað þess að standa í stað og vera einungis sýnileg á skjá snjallsímans.Ekki bara fyrir leiki Í viðtali við Forbes segir Abovitz hins vegar að skemmtiefni sé ekki eina notagildi tækninnar. Abovitz sér fyrir sér sýndarverulegan hjálpara, svipaðan og röddina Siri sem iPhone-eigendur þekkja. Munurinn væri sá að hjálpara Abovitz væri hægt að sjá með eigin augum. Þá segir í umfjöllun Wired að þessi nálgun á sýndarveruleika gæti í raun gert sjónvörp óþörf þar sem notandinn gæti varpað upp sínum eigin skjá á vegginn í stofunni. „Þetta snýst ekki bara um skemmtun eða tölvuleiki. Þetta er önnur leið til þess að sjá heiminn. Þetta er ný kynslóð tölva. Ég held þetta verði virkilega, virkilega mikilvægt skref,“ segir Thomas Tull, stofnandi Legendary Entertainment, í samtali við Forbes.Nýr heimurVert er að velta fyrir sér hvernig tækni Magic Leap gæti breytt heiminum ef hún verður að veruleika. Blaðamaður Forbes líkir tækni Magic Leap við snjallsímann og byltingunni sem hann olli. Nú má til dæmis sjá snjallsímaforrit fyrir allt mögulegt. Hvort sem það eru tölvuleikir, heimabanki eða samfélagsmiðlar. Notagildi gleraugna frá Magic Leap gæti hins vegar verið mun meira. Ef Magic Leap afkastar öllu því sem lofað er er ljóst að áhrifin gætu verið mikil fyrir fjölmarga þætti tæknigeirans. Sjónvörp gætu orðið óþörf þar sem hver sem er gæti horft á hvað sem er hvar sem er. Söfn gætu þurft að búa til forrit fyrir gleraugun þar sem hægt væri að sjá safngripi heiman frá sér og bílstjórar þyrftu að passa sig á ungmennum sem hlypu um göturnar, skjótandi vélmenni og vampírur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hundrað grunnskólabörn sitja í stúkunni í íþróttasal. Allt í einu stekkur stærðarinnar hvalur upp úr parketlögðu gólfinu og vatn skvettist út um allt. Vígaleg vélmenni eru á víð og dreif um stofugólfið og skjóta úr geislabyssum að unglegum manni. Dvergvaxinn fíll stendur í lófum manns á miðju engi. Sýnir sem þessar hljóma óraunverulegar og eru líka óraunverulegar. En þær blasa við í kynningarmyndbandi sprotafyrirtækisins Magic Leap. Fyrirtækið hyggst ekki gera þessa atburði að veruleika en það ætlar að gera hinum almenna neytanda kleift að sjá þær með nýrri sýndarveruleikatækni. Magic Leap er staðsett í Flórída, fjarri öðrum sprotafyrirtækjum í tæknigeiranum sem flest eru í Kísildal í Kaliforníu. Þrátt fyrir það er fyrirtækið það heitasta í tæknigeiranum og hefur það aflað um 155 milljörðum króna. Frá því greinir Forbes. Á meðal fyrirtækja sem hafa fjárfest í Magic Leap eru Alibaba, Google og JPMorgan. Í viðtali við Forbes segir Rony Abovitz, framkvæmdastjóri og stofnandi Magic Leap, frá því hvernig fyrirtækið hafi haldið sig langt fjarri augum almennings allt frá stofnun þess fyrir fimm árum. Einungis nánir vinir og samstarfsmenn fái að bera tæknina augum. Þrátt fyrir það er fyrirtækið metið á nærri hálfa billjón króna. „Við erum að gera eitthvað sem er virkilega frábrugðið öllu öðru,“ segir Abovitz.Rony Abovitz, stofnandi Magic Leap. Nordicphotos/AFPNý nálgunÁ meðan tæknirisar á borð við Microsoft, Sony, Google, Samsung og Facebook hafa sett sýndarveruleikagleraugu á markað sem eru í raun tveir skjáir sem maður spennir utan um hausinn ætlar Magic Leap að fara aðra leið. Fyrirtækið ætlar að setja á markað linsur sem passa á venjuleg gleraugu og lofar að linsurnar muni ekki takmarka almenna sjón. Linsurnar munu sem sagt ekki varpa myndum sem þú horfir síðan á heldur er markmiðið að varpa ljósinu beint í augað svo það blandist venjulegri sjón. Linsurnar munu einnig skanna umhverfið, hendur notandans og hreyfingar augnanna. Notagildi slíkrar tækni er augljóst fyrir skemmtanaiðnaðinn enda hafa fyrirtæki á borð við Legendary Entertainment, kvikmyndaframleiðandinn á bak við myndir á borð við Jurassic World, Warcraft og Inception, dælt peningum í Magic Leap. Með tækninni væri hægt að færa tölvuleiki inn í raunverulegt umhverfi notandans á hátt sem hamlar ekki almennri sjón og krefst þess ekki að maður líti á síma sinn í sífellu líkt og í snjallsímaleiknum Pokémon Go. Ef tæknin væri notuð fyrir álíka leik og Pokémon Go mætti til að mynda sjá furðuverurnar fela sig undir rúmi notandans í stað þess að standa í stað og vera einungis sýnileg á skjá snjallsímans.Ekki bara fyrir leiki Í viðtali við Forbes segir Abovitz hins vegar að skemmtiefni sé ekki eina notagildi tækninnar. Abovitz sér fyrir sér sýndarverulegan hjálpara, svipaðan og röddina Siri sem iPhone-eigendur þekkja. Munurinn væri sá að hjálpara Abovitz væri hægt að sjá með eigin augum. Þá segir í umfjöllun Wired að þessi nálgun á sýndarveruleika gæti í raun gert sjónvörp óþörf þar sem notandinn gæti varpað upp sínum eigin skjá á vegginn í stofunni. „Þetta snýst ekki bara um skemmtun eða tölvuleiki. Þetta er önnur leið til þess að sjá heiminn. Þetta er ný kynslóð tölva. Ég held þetta verði virkilega, virkilega mikilvægt skref,“ segir Thomas Tull, stofnandi Legendary Entertainment, í samtali við Forbes.Nýr heimurVert er að velta fyrir sér hvernig tækni Magic Leap gæti breytt heiminum ef hún verður að veruleika. Blaðamaður Forbes líkir tækni Magic Leap við snjallsímann og byltingunni sem hann olli. Nú má til dæmis sjá snjallsímaforrit fyrir allt mögulegt. Hvort sem það eru tölvuleikir, heimabanki eða samfélagsmiðlar. Notagildi gleraugna frá Magic Leap gæti hins vegar verið mun meira. Ef Magic Leap afkastar öllu því sem lofað er er ljóst að áhrifin gætu verið mikil fyrir fjölmarga þætti tæknigeirans. Sjónvörp gætu orðið óþörf þar sem hver sem er gæti horft á hvað sem er hvar sem er. Söfn gætu þurft að búa til forrit fyrir gleraugun þar sem hægt væri að sjá safngripi heiman frá sér og bílstjórar þyrftu að passa sig á ungmennum sem hlypu um göturnar, skjótandi vélmenni og vampírur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tækni Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira