Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Jakob Bjarnar skrifar 9. nóvember 2016 10:43 Árni Sam fagnar sigri Trumps og notar tækifærið og sendir fjölmiðlum og stuðningsfólki Hillary glósur í leiðinni. Árni Samúelsson bíókóngur hjá SAM-bíóunum var meðal stuðningsmanna Trumps og fagnar hann sigri Donald Trumps í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum innilega á síðu sinni. Árni notar tækifærið og sendir fjölmiðlum og stuðningsfólki Hillary Clinton glósur í leiðinni. Árni var staddur úti í Bandaríkjunum meðan kosningarnar stóðu yfir, hann var á kvikmyndahátíð í L.A. þegar Vísir falaðist eftir stuttu viðtali við hann í gær. En, hann hefur fagnað sigri Trumps með nokkrum færslum og myndum á Facebooksíðu sinni.Árni Samúelsson telur vert að setja ofan í við þá sem honum þótti fara offari í kosningunum. Og helst á honum að skilja að niðurstaðan sé makleg.Í einni þeirra segir: „Trump að verða forseti Bandaríkjanna. Hér eru ruglaðir aðdáendur Hillary,“ skrifar Árni og birtir mynd af miður stuðningsmönnum Hillary Clinton sem eru augljóslega í talsverðu uppnámi. Árni bætir við: „Vísir.is hver hjá ykkur gengur með veggjum núna“ og er óvíst hvað hann meinar nákvæmlega með þeim orðum en hann er væntanlega að vísa til umfjöllunar Vísis í gær þess efnis að vandkvæðum sé bundið að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trumps á Íslandi. „Og mbl.is hefði nú ekki verið betra að vera hlutlausir í ykkar fréttaflutningi,“ er jafnframt spurning sem Árni slær fram á Facebookvegg sínum, sigri hrósandi.Guð hjálpi okkur En, þeir eru ekki margir sem eru á línu Árna þó þá megi finna ef að er gáð. En, sé skautað yfir Facebook ríkir þar heilt yfir verulegt uppnám vegna sigurs Donalds Trumps með fáeinum undantekningum. Fólki upp til hópa virðist illa brugðið. Hér eru fáein dæmi af fullkomnu handahófi, en þetta má heita til marks um tóninn í mannskapnum almennt:Tobba tilheyrir miklum meirihluta þeirra sem er illa brugðið: Hvernig í andskotanum gat þetta gerst?vísir/antonTobba Marinósdóttir athafnakona segir: „Ég er á leið til Bandaríkjanna í dag. Ég missti allan áhuga eftir kosningarnar í nótt. Hvernig í andskotanum gat þetta gerst!“ Tobbu er ekki skemmt en sumir reyna að krafla sig í gegnum vonbrigðin með háðskum húmor. Þannig segir Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona: „Er ekki við hæfi að fá sér vodka í morgunmat? Og já, taka aftur upp reykingar.“ Og Felix Bergsson fjölmiðlamaður segir: „Hvað næst? Bobby Ewing kemur úr sturtunni?“ Páll Valsson útgefandi er með böggum hildar: „Frekar fáfróðan rudda og lýðskrumara en hæfustu konuna ...“ og þannig má lengi áfram telja. Lilja Sigurlína Pálmadóttir athafnakona talar á einkennandi nótum þegar hún segir: „Guð hjálpi okkur“. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sigurræða Trump í heild sinni Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York 9. nóvember 2016 07:46 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Íslendingar vakna upp við vondan draum: „Upplifað að standa yfir klósettinu og kúgast vegna niðurstöðu í kosningum“ Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 09:40 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Árni Samúelsson bíókóngur hjá SAM-bíóunum var meðal stuðningsmanna Trumps og fagnar hann sigri Donald Trumps í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum innilega á síðu sinni. Árni notar tækifærið og sendir fjölmiðlum og stuðningsfólki Hillary Clinton glósur í leiðinni. Árni var staddur úti í Bandaríkjunum meðan kosningarnar stóðu yfir, hann var á kvikmyndahátíð í L.A. þegar Vísir falaðist eftir stuttu viðtali við hann í gær. En, hann hefur fagnað sigri Trumps með nokkrum færslum og myndum á Facebooksíðu sinni.Árni Samúelsson telur vert að setja ofan í við þá sem honum þótti fara offari í kosningunum. Og helst á honum að skilja að niðurstaðan sé makleg.Í einni þeirra segir: „Trump að verða forseti Bandaríkjanna. Hér eru ruglaðir aðdáendur Hillary,“ skrifar Árni og birtir mynd af miður stuðningsmönnum Hillary Clinton sem eru augljóslega í talsverðu uppnámi. Árni bætir við: „Vísir.is hver hjá ykkur gengur með veggjum núna“ og er óvíst hvað hann meinar nákvæmlega með þeim orðum en hann er væntanlega að vísa til umfjöllunar Vísis í gær þess efnis að vandkvæðum sé bundið að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trumps á Íslandi. „Og mbl.is hefði nú ekki verið betra að vera hlutlausir í ykkar fréttaflutningi,“ er jafnframt spurning sem Árni slær fram á Facebookvegg sínum, sigri hrósandi.Guð hjálpi okkur En, þeir eru ekki margir sem eru á línu Árna þó þá megi finna ef að er gáð. En, sé skautað yfir Facebook ríkir þar heilt yfir verulegt uppnám vegna sigurs Donalds Trumps með fáeinum undantekningum. Fólki upp til hópa virðist illa brugðið. Hér eru fáein dæmi af fullkomnu handahófi, en þetta má heita til marks um tóninn í mannskapnum almennt:Tobba tilheyrir miklum meirihluta þeirra sem er illa brugðið: Hvernig í andskotanum gat þetta gerst?vísir/antonTobba Marinósdóttir athafnakona segir: „Ég er á leið til Bandaríkjanna í dag. Ég missti allan áhuga eftir kosningarnar í nótt. Hvernig í andskotanum gat þetta gerst!“ Tobbu er ekki skemmt en sumir reyna að krafla sig í gegnum vonbrigðin með háðskum húmor. Þannig segir Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona: „Er ekki við hæfi að fá sér vodka í morgunmat? Og já, taka aftur upp reykingar.“ Og Felix Bergsson fjölmiðlamaður segir: „Hvað næst? Bobby Ewing kemur úr sturtunni?“ Páll Valsson útgefandi er með böggum hildar: „Frekar fáfróðan rudda og lýðskrumara en hæfustu konuna ...“ og þannig má lengi áfram telja. Lilja Sigurlína Pálmadóttir athafnakona talar á einkennandi nótum þegar hún segir: „Guð hjálpi okkur“.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sigurræða Trump í heild sinni Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York 9. nóvember 2016 07:46 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Íslendingar vakna upp við vondan draum: „Upplifað að standa yfir klósettinu og kúgast vegna niðurstöðu í kosningum“ Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 09:40 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Sigurræða Trump í heild sinni Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York 9. nóvember 2016 07:46
Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56
Íslendingar vakna upp við vondan draum: „Upplifað að standa yfir klósettinu og kúgast vegna niðurstöðu í kosningum“ Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 09:40