„Nú eru fyrstu laufblöðin að koma“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2016 15:00 Stefán Gunnarsson og Arelíus Arelíusarson. Nú um helgina kom saman hópur Íslendinga og útlendinga sem hafa verið að spila svokallaða alpha-útgáfu af leiknum Starborne: Sovereign Space, sem gerður er af íslenska fyrirtækinu Solid Clouds. Til stendur að gera samkomu þessa árlega og byggja upp sterkt samfélag spilara í kringum leikinn. „Þetta er leikur sem að verður með mjög sterkt samfélag spilara,“ segir Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri Solid Clouds. „Þetta var gaman að sjá. Við vorum búnir að gróðursetja fræjum og nú eru fyrstu litlu laufblöðin að koma. En við viljum auðvitað fá skóg út úr þessu.“ Hann segir samfélagssköpun vera einn af þeim hlutum sem að CCP hafi gert mjög vel, samanber EVE Fanfest, sem haldið er á hverju ári. „Það skiptir svo miklu máli að reyna að skera sig aðeins úr,“ segir Stefán. Þegar mest var voru á milli 40 og 50 manns í samkvæminu og sett var upp bein útsending á netinu þar sem áhugasamir gátu fylgst með. Nýjar breytingar á leiknum voru kynntar fyrir áhorfendum og tóku forsvarsmenn Solid Clouds við spurningum úr sal og af netinu. Stefán segir útlendingana hafa skemmt sér konunglega hér á landi. Hópurinn hafi verið mjög breiður og þar á milli hafi verið efnaður maður frá Dubai sem og 19 ára strákur frá Sviss. Stefán er einn fjögurra samstofnenda en hann segir hugmyndina hafa verið í loftinu í um tuttugu ár. Hún hafi fyrst myndast innan hóps sem spilaði reglulega borðspilið Empires in Arms. Nú eru þeir í raun að búa til sitt fullkomna borðspil – með tækni sem varla er hægt að bera saman við það sem fyrir er á markaðnum. Leikurinn svipar í raun til borðspils fyrir fimm til tuttugu þúsund spilara, sem berjast um yfirráð á gríðarlega stóru korti. Nú stendur yfir prufukeyrsla þar sem yfir 600 spilarar eru að berjast og geta áhugasamir skráð sig á www.starborne.com og tekið þátt í framhaldi af því.Sjá einnig: Verður næsti leikjarisinn íslenskur? Areliíus Arelíusarson, samfélagsstjóri Solid Clodus, segir það heilla spilara að fá að koma að þróun leiksins. „Þeir eru mjög duglegir og hafa gaman af því að fá að vera með í hönnuninni. Þeir fylgjast vel með og koma með uppástungur,“ segir Arelíus. Stefán segir að þrátt fyrir að Starborne sé á frumstigi sé fyrirtækið að ganga í gegnum virkilega skemmtilega tíma. Arelíus er sammála því og segir mörg jákvæð teikn á lofti. Leikjavísir Tengdar fréttir Íslensk tæknifyrirtæki á Slush Asia í Japan Japanar horfa til Norðurlanda sem fyrirmyndar hvað sprotafyrirtæki varðar. 14. maí 2016 07:00 Verður næsti leikjarisinn íslenskur? Solid Clouds vekur athygli á Slush Play. 8. maí 2015 13:30 Leikjaiðnaðurinn blómstrar á Íslandi Grasrótin í tölvuleikjaiðnaðinum hér á landi er mjög öflug og hafa nokkur fyrirtæki sprottið upp úr verkefnum úr háskólum landsins á undanförnum árum. 8. apríl 2016 09:00 Nýr íslenskur tölvuleikur í alfaprófunum Spilarar eru byrjaðir að etja kappi í umfangsmiklum herkænskuleik. 21. desember 2015 15:00 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Nú um helgina kom saman hópur Íslendinga og útlendinga sem hafa verið að spila svokallaða alpha-útgáfu af leiknum Starborne: Sovereign Space, sem gerður er af íslenska fyrirtækinu Solid Clouds. Til stendur að gera samkomu þessa árlega og byggja upp sterkt samfélag spilara í kringum leikinn. „Þetta er leikur sem að verður með mjög sterkt samfélag spilara,“ segir Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri Solid Clouds. „Þetta var gaman að sjá. Við vorum búnir að gróðursetja fræjum og nú eru fyrstu litlu laufblöðin að koma. En við viljum auðvitað fá skóg út úr þessu.“ Hann segir samfélagssköpun vera einn af þeim hlutum sem að CCP hafi gert mjög vel, samanber EVE Fanfest, sem haldið er á hverju ári. „Það skiptir svo miklu máli að reyna að skera sig aðeins úr,“ segir Stefán. Þegar mest var voru á milli 40 og 50 manns í samkvæminu og sett var upp bein útsending á netinu þar sem áhugasamir gátu fylgst með. Nýjar breytingar á leiknum voru kynntar fyrir áhorfendum og tóku forsvarsmenn Solid Clouds við spurningum úr sal og af netinu. Stefán segir útlendingana hafa skemmt sér konunglega hér á landi. Hópurinn hafi verið mjög breiður og þar á milli hafi verið efnaður maður frá Dubai sem og 19 ára strákur frá Sviss. Stefán er einn fjögurra samstofnenda en hann segir hugmyndina hafa verið í loftinu í um tuttugu ár. Hún hafi fyrst myndast innan hóps sem spilaði reglulega borðspilið Empires in Arms. Nú eru þeir í raun að búa til sitt fullkomna borðspil – með tækni sem varla er hægt að bera saman við það sem fyrir er á markaðnum. Leikurinn svipar í raun til borðspils fyrir fimm til tuttugu þúsund spilara, sem berjast um yfirráð á gríðarlega stóru korti. Nú stendur yfir prufukeyrsla þar sem yfir 600 spilarar eru að berjast og geta áhugasamir skráð sig á www.starborne.com og tekið þátt í framhaldi af því.Sjá einnig: Verður næsti leikjarisinn íslenskur? Areliíus Arelíusarson, samfélagsstjóri Solid Clodus, segir það heilla spilara að fá að koma að þróun leiksins. „Þeir eru mjög duglegir og hafa gaman af því að fá að vera með í hönnuninni. Þeir fylgjast vel með og koma með uppástungur,“ segir Arelíus. Stefán segir að þrátt fyrir að Starborne sé á frumstigi sé fyrirtækið að ganga í gegnum virkilega skemmtilega tíma. Arelíus er sammála því og segir mörg jákvæð teikn á lofti.
Leikjavísir Tengdar fréttir Íslensk tæknifyrirtæki á Slush Asia í Japan Japanar horfa til Norðurlanda sem fyrirmyndar hvað sprotafyrirtæki varðar. 14. maí 2016 07:00 Verður næsti leikjarisinn íslenskur? Solid Clouds vekur athygli á Slush Play. 8. maí 2015 13:30 Leikjaiðnaðurinn blómstrar á Íslandi Grasrótin í tölvuleikjaiðnaðinum hér á landi er mjög öflug og hafa nokkur fyrirtæki sprottið upp úr verkefnum úr háskólum landsins á undanförnum árum. 8. apríl 2016 09:00 Nýr íslenskur tölvuleikur í alfaprófunum Spilarar eru byrjaðir að etja kappi í umfangsmiklum herkænskuleik. 21. desember 2015 15:00 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Íslensk tæknifyrirtæki á Slush Asia í Japan Japanar horfa til Norðurlanda sem fyrirmyndar hvað sprotafyrirtæki varðar. 14. maí 2016 07:00
Leikjaiðnaðurinn blómstrar á Íslandi Grasrótin í tölvuleikjaiðnaðinum hér á landi er mjög öflug og hafa nokkur fyrirtæki sprottið upp úr verkefnum úr háskólum landsins á undanförnum árum. 8. apríl 2016 09:00
Nýr íslenskur tölvuleikur í alfaprófunum Spilarar eru byrjaðir að etja kappi í umfangsmiklum herkænskuleik. 21. desember 2015 15:00