Nestisbox 2.1 Ívar Halldórsson skrifar 7. nóvember 2016 10:04 Barnakosningarnar yljuðu mér um kosninga-hjartarætur í kosningasjónvarpinu um daginn. Það var frábært að sjá upplýsingaþyrsta krakka rýna í pólitíkina og mynda sér skoðun á því hverjir væru, að þeirra mati, best til þess fallnir að stýra þjóðarskútunni okkar. En betur má ef duga skal. Persónulega hefur mér fundist áhugi og skilningur komandi kynslóðar á stjórnmálum vera af skornum skammti í þjóðfélagi okkar. Meira að segja margt fólk sem komið er á eða yfir tvítugsaldurinn hefur nánast engan skilning á stefnu stjórnmálaflokkanna. Það veldur manni einnig óneitanlega áhyggjum þegar fólk á tvítugsaldri veit ekki hver forsætisráðherra, fjármálaráðherra eða forseti Íslands er. Öxlum er gjarnan yppt og áhuginn í of mörgum tilfellum nánast enginn. Áhuginn kemur auðvitað ekki með aldrinum einum og sér. Það þarf markvisst að fræða unga fólkið um mikilvægi þess að kjósa rétt - að það er ekki sama hverjir fá umboð til að taka stóru ákvarðanirnar fyrir þjóð okkar. Mér þætti skynsamlegt að sjá grunnskólana taka meiri þátt í að styrkja stoðir þjóðfélagslegrar og pólitískrar meðvitundar komandi kynslóða. Hlutverk grunnskóla er að undirbúa einstaklinga undir lífið. Lestur, reikningur, saga og líffræði eru mikilvægir múrsteinar í þekkingarvegginn. En að mínu mati þarf að styrkja þennan vegg enn betur. Skilningur ungs fólks á innlendum stjórnmálum er gífurlega mikilvægur. Um leið og það fær kosningarétt þarf þetta unga fólk að geta kosið með festu þann flokk sem það telur geta mótað besta farveginn fyrir þá þekkingu sem það hefur þegar aflað sér í undirstöðunámi. Grunnskólar þurfa að tryggja börnum okkar gott og fjölbreytt vegarnesti fyrir lífið hér á landi. Klárlega hljóta uppfærð undirstöðuatriði í íslenskum stjórnmálum að vera ómissandi í nestisboxið. Ég er viss um að þátttaka í kosningum yrði betri ef betur væri haldið á spöðunum í þessum efnum. Menntamálaráðuneytið mætti kannski halda fund um hvort tímabært sé að uppfæra nestisbox grunnskólabarna, og menntskælinga, þegar kemur að grunnþekkingu á íslenskum stjórnmálum. Þá er eitt annað sem mætti að mínu mati kenna unga fólkinu okkar í grunnskólum; en það er hvernig á að sækja um starf. Maður verður var við að þverskurður umsækjenda er lítið upplýstur um hvernig á að bera sig að í atvinnuviðtali. Illa útfylltar umsóknir eru afhendar af ungu fólki sem mætir niðurlútt inn á skrifstofu starfsmannastjóra; ógreitt í skítugum fötum og jafnvel með headphone í eyrunum í atvinnuviðtalinu sjálfu. Því miður er það orðið mun sjaldgæfara nú á dögum en áður var að sjá snyrtilegar, vel lyktandi og sjálfsöruggar ungar manneskjur sækja um störf með faglega ferilskrá í farteskinu. Unga fólkið byrjar snemma að taka þátt í atvinnulífinu. Margir ungir einstaklingar fá sér vinnu samhliða námi í grunnskóla eða menntaskóla. En það virðist þó ekki hafa fengið þann stuðning sem það í raun þyrfti til að geta fetað sín fyrstu skref með reisn inn á braut atvinnulífsins. Það er að mínu mati kominn tími til að uppfæra veganestisboxið hjá ungu kynslóðinni og búa arftaka okkar betur undir íslenskt þjóðlíf. Allir þeir sem áttu þátt í að gera barnakosningarnar að veruleika í kosningarsjónvarpinu um daginn eiga svo sannarlega hrós skilið! Þetta er vonandi forsmekkur á frekari farsæld í þessum efnum. Vonandi verður Nestisbox 2.1 kynnt til leiks fljótlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Barnakosningarnar yljuðu mér um kosninga-hjartarætur í kosningasjónvarpinu um daginn. Það var frábært að sjá upplýsingaþyrsta krakka rýna í pólitíkina og mynda sér skoðun á því hverjir væru, að þeirra mati, best til þess fallnir að stýra þjóðarskútunni okkar. En betur má ef duga skal. Persónulega hefur mér fundist áhugi og skilningur komandi kynslóðar á stjórnmálum vera af skornum skammti í þjóðfélagi okkar. Meira að segja margt fólk sem komið er á eða yfir tvítugsaldurinn hefur nánast engan skilning á stefnu stjórnmálaflokkanna. Það veldur manni einnig óneitanlega áhyggjum þegar fólk á tvítugsaldri veit ekki hver forsætisráðherra, fjármálaráðherra eða forseti Íslands er. Öxlum er gjarnan yppt og áhuginn í of mörgum tilfellum nánast enginn. Áhuginn kemur auðvitað ekki með aldrinum einum og sér. Það þarf markvisst að fræða unga fólkið um mikilvægi þess að kjósa rétt - að það er ekki sama hverjir fá umboð til að taka stóru ákvarðanirnar fyrir þjóð okkar. Mér þætti skynsamlegt að sjá grunnskólana taka meiri þátt í að styrkja stoðir þjóðfélagslegrar og pólitískrar meðvitundar komandi kynslóða. Hlutverk grunnskóla er að undirbúa einstaklinga undir lífið. Lestur, reikningur, saga og líffræði eru mikilvægir múrsteinar í þekkingarvegginn. En að mínu mati þarf að styrkja þennan vegg enn betur. Skilningur ungs fólks á innlendum stjórnmálum er gífurlega mikilvægur. Um leið og það fær kosningarétt þarf þetta unga fólk að geta kosið með festu þann flokk sem það telur geta mótað besta farveginn fyrir þá þekkingu sem það hefur þegar aflað sér í undirstöðunámi. Grunnskólar þurfa að tryggja börnum okkar gott og fjölbreytt vegarnesti fyrir lífið hér á landi. Klárlega hljóta uppfærð undirstöðuatriði í íslenskum stjórnmálum að vera ómissandi í nestisboxið. Ég er viss um að þátttaka í kosningum yrði betri ef betur væri haldið á spöðunum í þessum efnum. Menntamálaráðuneytið mætti kannski halda fund um hvort tímabært sé að uppfæra nestisbox grunnskólabarna, og menntskælinga, þegar kemur að grunnþekkingu á íslenskum stjórnmálum. Þá er eitt annað sem mætti að mínu mati kenna unga fólkinu okkar í grunnskólum; en það er hvernig á að sækja um starf. Maður verður var við að þverskurður umsækjenda er lítið upplýstur um hvernig á að bera sig að í atvinnuviðtali. Illa útfylltar umsóknir eru afhendar af ungu fólki sem mætir niðurlútt inn á skrifstofu starfsmannastjóra; ógreitt í skítugum fötum og jafnvel með headphone í eyrunum í atvinnuviðtalinu sjálfu. Því miður er það orðið mun sjaldgæfara nú á dögum en áður var að sjá snyrtilegar, vel lyktandi og sjálfsöruggar ungar manneskjur sækja um störf með faglega ferilskrá í farteskinu. Unga fólkið byrjar snemma að taka þátt í atvinnulífinu. Margir ungir einstaklingar fá sér vinnu samhliða námi í grunnskóla eða menntaskóla. En það virðist þó ekki hafa fengið þann stuðning sem það í raun þyrfti til að geta fetað sín fyrstu skref með reisn inn á braut atvinnulífsins. Það er að mínu mati kominn tími til að uppfæra veganestisboxið hjá ungu kynslóðinni og búa arftaka okkar betur undir íslenskt þjóðlíf. Allir þeir sem áttu þátt í að gera barnakosningarnar að veruleika í kosningarsjónvarpinu um daginn eiga svo sannarlega hrós skilið! Þetta er vonandi forsmekkur á frekari farsæld í þessum efnum. Vonandi verður Nestisbox 2.1 kynnt til leiks fljótlega.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar