Andri í góðum málum eftir fyrsta hring á Spáni Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. nóvember 2016 12:15 Andri Þór Mynd/Golfsamband Íslands Andri Þór Björnsson, kylfingur úr GR, er á þremur höggum undir pari eftir fyrsta dag á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi en fjórir íslenskir kylfingar taka þátt á öðru stigi á Spáni um þessa helgi. Andri, Þórður Rafn Gissurarson, Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, allir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, taka þátt í öðru stigi en aldrei hafa jafn margir karlkyns kylfingar komist á annað stigið. Andri sem leikur á Las Colinas-vellinum í Alicante fékk örn á annarri holu á fyrsta degi og þrjá fugla á fyrri níu en fékk tvo skolla á fyrstu fjórum holunum. Tókst honum að halda pari á seinni níu með tveimur fuglum og tveimur skollum á lokaholunum en hann deilir fjórtánda sæti ásamt tíu öðrum kylfingum en efstu tuttugu komast á lokastigið. Þórður, Haraldur og Guðmundur náðu sér ekki á strik í gær en þetta er í fyrsta skiptið sem Haraldur og Guðmundur reyna fyrir sér í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina. Þórður sem leikur á velli rétt fyrir utan Valencia lék á fimm höggum yfir pari í gær og er í 77. sæti fyrir annan daginn. Haraldur lék á 76. höggum í gær, fjórum höggum yfir pari og er í 76. sæti. Guðmundur Ágúst lék á 73. höggum og er í 64. sæti á tveimur höggum yfir pari fyrir annan hringinn. Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Andri Þór Björnsson, kylfingur úr GR, er á þremur höggum undir pari eftir fyrsta dag á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi en fjórir íslenskir kylfingar taka þátt á öðru stigi á Spáni um þessa helgi. Andri, Þórður Rafn Gissurarson, Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, allir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, taka þátt í öðru stigi en aldrei hafa jafn margir karlkyns kylfingar komist á annað stigið. Andri sem leikur á Las Colinas-vellinum í Alicante fékk örn á annarri holu á fyrsta degi og þrjá fugla á fyrri níu en fékk tvo skolla á fyrstu fjórum holunum. Tókst honum að halda pari á seinni níu með tveimur fuglum og tveimur skollum á lokaholunum en hann deilir fjórtánda sæti ásamt tíu öðrum kylfingum en efstu tuttugu komast á lokastigið. Þórður, Haraldur og Guðmundur náðu sér ekki á strik í gær en þetta er í fyrsta skiptið sem Haraldur og Guðmundur reyna fyrir sér í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina. Þórður sem leikur á velli rétt fyrir utan Valencia lék á fimm höggum yfir pari í gær og er í 77. sæti fyrir annan daginn. Haraldur lék á 76. höggum í gær, fjórum höggum yfir pari og er í 76. sæti. Guðmundur Ágúst lék á 73. höggum og er í 64. sæti á tveimur höggum yfir pari fyrir annan hringinn.
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira