Ólafía fjórum höggum frá toppsætinu fyrir lokadaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2016 13:15 GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í fimmta sæti eftir þrjá fyrstu keppnisdagana á Fatima Bint Mubarak mótinu á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí. Ólafía náði ekki alveg að fylgja eftir frábærri frammistöðu sinni á fyrstu tveimur dögunum en hún er samt ekki alveg út úr myndinni. Tveir fuglar í röð um miðjan hring halda Ólafíu inn í þessu fyrir lokadaginn á morgun en það þarf samt mikið að gerast til að hún endurheimti toppsætið. Ólafía fékk alls fjóra skolla á þriðja hringnum og kom inn á tveimur höggum yfir pari. Hún er þar með á ellefu höggum undir pari eftir 54 holur af 72. Það var dýrt að tapa tvisvar höggi á par fimm holu. Ólafía Þórunn er fjórum höggum á eftir efstu konu fyrir lokadaginn. Englendingurinn Georgia Hall er í forystu, einu höggi á undan Ástralanum Söruh Kemp. Ólafía Þórunn deilir fimmta sætinu með Mineu Blomqvist frá Finnlandi. Ólafía Þórunn var með þriggja högga forskot eftir tvo fyrstu hringina en það forskot fór strax eftir að hún byrja þriðja hringinn mjög illa. Ólafía tapaði þremur höggum á fyrstu níu holunum dagsins eftir að hafa fengið skolla á fyrstu tveimur holunum og svo einn til viðbótar á holu sex. Ólafía rétt missti púttið fyrir parinu á sjöttu holunni. Ólafía Þórunn náði tveimur fuglum í röð í upphafi seinni hlutans og hélt sér inni í toppslagnum. Hún náði því miður ekki að byggja ofan á það og tapaði aftur höggi á fimmtándu holu. Það voru fuglamöguleikar hjá Ólafíu á lokaholunum en enginn þeirra datt og því endaði Ólafía hringinn á tveimur höggum yfir pari. Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í fimmta sæti eftir þrjá fyrstu keppnisdagana á Fatima Bint Mubarak mótinu á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí. Ólafía náði ekki alveg að fylgja eftir frábærri frammistöðu sinni á fyrstu tveimur dögunum en hún er samt ekki alveg út úr myndinni. Tveir fuglar í röð um miðjan hring halda Ólafíu inn í þessu fyrir lokadaginn á morgun en það þarf samt mikið að gerast til að hún endurheimti toppsætið. Ólafía fékk alls fjóra skolla á þriðja hringnum og kom inn á tveimur höggum yfir pari. Hún er þar með á ellefu höggum undir pari eftir 54 holur af 72. Það var dýrt að tapa tvisvar höggi á par fimm holu. Ólafía Þórunn er fjórum höggum á eftir efstu konu fyrir lokadaginn. Englendingurinn Georgia Hall er í forystu, einu höggi á undan Ástralanum Söruh Kemp. Ólafía Þórunn deilir fimmta sætinu með Mineu Blomqvist frá Finnlandi. Ólafía Þórunn var með þriggja högga forskot eftir tvo fyrstu hringina en það forskot fór strax eftir að hún byrja þriðja hringinn mjög illa. Ólafía tapaði þremur höggum á fyrstu níu holunum dagsins eftir að hafa fengið skolla á fyrstu tveimur holunum og svo einn til viðbótar á holu sex. Ólafía rétt missti púttið fyrir parinu á sjöttu holunni. Ólafía Þórunn náði tveimur fuglum í röð í upphafi seinni hlutans og hélt sér inni í toppslagnum. Hún náði því miður ekki að byggja ofan á það og tapaði aftur höggi á fimmtándu holu. Það voru fuglamöguleikar hjá Ólafíu á lokaholunum en enginn þeirra datt og því endaði Ólafía hringinn á tveimur höggum yfir pari.
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira