Innflutningsbann á fersku kjöti samræmist ekki EES-samningnum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2016 12:08 Samkvæmt EES-samningnum ætti að mega flytja inn ferskt kjöt hingað til lands. vísir/getty Innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku kjöti samræmist ekki skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp nú skömmu fyrir hádegi. Í dóminum kemur fram að um vísvitandi og alvarlegt brot íslenska ríkisins sé að ræða. Í febrúar 2014 flutti fyrirtækið Ferskar kjötvörur 83 kg af ferskum nautalundum frá Hollandi til Íslands með viðkomu í Danmörku. Innflutningsleyfi var veitt meðal annars með því skilyrði að kjötið yrði geymt frosið í einn mánuð fyrir. Ferskar kjötvörur mótmæltu þessu skilyrði án árangurs og var kjötinu fargað. Fyrirtækið höfðaði því mál gegn íslenska ríkinu þar sem það krafðist endurgreiðslu á útgjöldum vegna kjötsins. Í tengslum við þann málarekstur var óskað eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins en í niðurstöðu dómstólsins frá því fyrr á þessu ári kom fram að bann á innflutningi á fersku kjöti samræmist ekki skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum.Vísvitandi og alvarlegt brot Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem var kveðinn upp nú skömmu fyrir hádegi var fallist á endurgreiðslukröfu Ferskra kjötvara. Lárus M.K. Ólafsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar- og þjónustu, segir fyrirtækið hafa unnið fullnaðarsigur og að dómur Héraðsdóms taki undir niðurstöðu EFTA-dómstólsins um að bannið samræmist ekki EES-samningnum. „Það sem er merkilegt við þennan dóm er að þarna er bætt í og dómarinn segir að þar sem ríkið hafi ekki brugðist við fyrri ábendingum að þá feli bannið í sér vísvitandi og alvarlegt brot gagnvart skuldbindingum ríkisins,” segir Lárus.Hvaða áhrif kemur þessi dómur til með að hafa að þínu mati? „Að mínu mati að þá mun þessi dómur hafa þau áhrif að þarna er staðfest það sem við höfum haldið fram um að þetta bann er ólögmætt og brýtur gegn okkar skuldbindingum. Þannig að dómurinn sem slíkur nemur ekki bannið úr gildi og til þess þarf aðkomu Alþingis,” segir Lárus.Hlutverk Alþingis að afnema ákvæðið Nú sé það verkefni Alþingis að samræma íslenska löggjöf við skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum. Þó sé erfitt að segja til um hvenær Íslendingar geti keypt ferskt innflutt kjöt í verslunum. „Í fullkomnum heimi myndi ég nú óska þess að það væri strax í dag en það er erfitt að segja til um það. Það þarf að kalla saman Alþingi og það þarf að afnema þetta ákvæði. Allt mun þetta taka sinn tíma en miðað við niðurlag dómsins og alvarleika brotsins að þá væri nauðsynlegt að afnema þetta sem allra fyrst,” segir Lárus. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku kjöti samræmist ekki skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp nú skömmu fyrir hádegi. Í dóminum kemur fram að um vísvitandi og alvarlegt brot íslenska ríkisins sé að ræða. Í febrúar 2014 flutti fyrirtækið Ferskar kjötvörur 83 kg af ferskum nautalundum frá Hollandi til Íslands með viðkomu í Danmörku. Innflutningsleyfi var veitt meðal annars með því skilyrði að kjötið yrði geymt frosið í einn mánuð fyrir. Ferskar kjötvörur mótmæltu þessu skilyrði án árangurs og var kjötinu fargað. Fyrirtækið höfðaði því mál gegn íslenska ríkinu þar sem það krafðist endurgreiðslu á útgjöldum vegna kjötsins. Í tengslum við þann málarekstur var óskað eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins en í niðurstöðu dómstólsins frá því fyrr á þessu ári kom fram að bann á innflutningi á fersku kjöti samræmist ekki skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum.Vísvitandi og alvarlegt brot Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem var kveðinn upp nú skömmu fyrir hádegi var fallist á endurgreiðslukröfu Ferskra kjötvara. Lárus M.K. Ólafsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar- og þjónustu, segir fyrirtækið hafa unnið fullnaðarsigur og að dómur Héraðsdóms taki undir niðurstöðu EFTA-dómstólsins um að bannið samræmist ekki EES-samningnum. „Það sem er merkilegt við þennan dóm er að þarna er bætt í og dómarinn segir að þar sem ríkið hafi ekki brugðist við fyrri ábendingum að þá feli bannið í sér vísvitandi og alvarlegt brot gagnvart skuldbindingum ríkisins,” segir Lárus.Hvaða áhrif kemur þessi dómur til með að hafa að þínu mati? „Að mínu mati að þá mun þessi dómur hafa þau áhrif að þarna er staðfest það sem við höfum haldið fram um að þetta bann er ólögmætt og brýtur gegn okkar skuldbindingum. Þannig að dómurinn sem slíkur nemur ekki bannið úr gildi og til þess þarf aðkomu Alþingis,” segir Lárus.Hlutverk Alþingis að afnema ákvæðið Nú sé það verkefni Alþingis að samræma íslenska löggjöf við skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum. Þó sé erfitt að segja til um hvenær Íslendingar geti keypt ferskt innflutt kjöt í verslunum. „Í fullkomnum heimi myndi ég nú óska þess að það væri strax í dag en það er erfitt að segja til um það. Það þarf að kalla saman Alþingi og það þarf að afnema þetta ákvæði. Allt mun þetta taka sinn tíma en miðað við niðurlag dómsins og alvarleika brotsins að þá væri nauðsynlegt að afnema þetta sem allra fyrst,” segir Lárus.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira