Gunnhildur fer með til Slóvakíu | Ívar valdi bæði Emelíu Ósk og Thelmu Dís Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2016 13:30 Gunnhildur Gunnarsdóttir. Vísir/Ernir Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið þá tólf leikmenn sem fara til Slóvakíu í fyrramálið og mæta heimastúlkum í undankeppni EM á laugardaginn. Tveir nýliðar eru í hópnum en Keflvíkingarnir Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir munu þar með spila sinn fyrsta A-landsleik út í Slóvakíu. Gunnhildur Gunnarsdóttir, sem missti af síðasta leik Snæfells vegna höfuðmeiðsla, fer út með íslenska liðinu en hún og systir hennar Berglind Gunnarsdóttir eru báðar í hópnum. Gunnhildur tók við fyrirliðabandinu af Helenu Sverrisdóttir í síðasta verkefni liðsins og er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir íslenska landsliðið. Emelía Ósk og Thelma Dís, sem eru báðar átján ára gamlar, hafa staðið sig frábærlega með spútnikliði Keflavíkur í vetur en Keflavíkurliðið situr nú við hlið Íslandsmeistara Snæfells á toppi Domino´s deildar kvenna. Hallveig Jónsdóttir er í hópnum og mun þannig spila sinn fyrsta landsleik í þrjú og hálft ár eða síðan á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg árið 2013. Sandra Lind Þrastardóttir er eini leikmaður íslenska liðsins sem spilar ekki í Domino´s deildinni en hún spilar í vetur með danska félaginu Horsholms 79’ers. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er leikreyndasti leikmaður liðsins en hún á að baki 43 landsleiki. Pálína María Gunnlaugsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir hafa báðar spilað 35 landsleiki. Átta af tólf leikmönnum íslenska liðsins eru annaðhvort uppaldar í Keflavík, leikmenn Keflavíkur í dag eða hafa spilað með Keflavíkurliðinu einhvern tímann á ferlinum. Ívar valdi fimmtán manna æfingahóp en þær Birna Valgerður Benónýsdóttir, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir og Ragnheiður Benónísdóttir verða eftir heima en koma mögulega inn í hópinn í leiknum á móti Portúgal í næstu viku.Hópurinn í leiknum á móti Slóvakíu á laugardaginn: Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell · 6 landsleikir Emelía Ósk Gunnarsdóttir - Keflavík · Nýliði Gunnhildur Gunnarsdóttir - Snæfell · 25 landsleikir Hallveig Jónsdóttir - Valur · 3 landsleikir Ingibjörg Jakobsdóttir - Grindavík · 14 landsleikir Ingunn Embla Kristínardóttir - Grindavík · 7 landsleikir Pálína María Gunnlaugsdóttir - Snæfell · 35 landsleikir Ragna Margrét Brynjarsdóttir - Stjarnan · 35 landsleikir Salbjörg Ragna Sævarsdóttir - Keflavík · 1 landsleikur Sandra Lind Þrastardóttir - Horsholms 79’ers, Danmörku · 9 landsleikir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir - Skallagrímur · 42 landsleikir Thelma Dís Ágústsdóttir - Keflavík · NýliðiAðrir leikmenn í æfingahóp sem mögulega koma inn fyrir Portúgalsleikinn hér heima: Birna Valgerður Benónýsdóttir - Keflavík · Nýliði Elín Sóley Hrafnkelsdóttir - Valur · 2 landsleikir Ragnheiður Benónísdóttir - Skallagrímur · Nýliði Dominos-deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið þá tólf leikmenn sem fara til Slóvakíu í fyrramálið og mæta heimastúlkum í undankeppni EM á laugardaginn. Tveir nýliðar eru í hópnum en Keflvíkingarnir Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir munu þar með spila sinn fyrsta A-landsleik út í Slóvakíu. Gunnhildur Gunnarsdóttir, sem missti af síðasta leik Snæfells vegna höfuðmeiðsla, fer út með íslenska liðinu en hún og systir hennar Berglind Gunnarsdóttir eru báðar í hópnum. Gunnhildur tók við fyrirliðabandinu af Helenu Sverrisdóttir í síðasta verkefni liðsins og er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir íslenska landsliðið. Emelía Ósk og Thelma Dís, sem eru báðar átján ára gamlar, hafa staðið sig frábærlega með spútnikliði Keflavíkur í vetur en Keflavíkurliðið situr nú við hlið Íslandsmeistara Snæfells á toppi Domino´s deildar kvenna. Hallveig Jónsdóttir er í hópnum og mun þannig spila sinn fyrsta landsleik í þrjú og hálft ár eða síðan á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg árið 2013. Sandra Lind Þrastardóttir er eini leikmaður íslenska liðsins sem spilar ekki í Domino´s deildinni en hún spilar í vetur með danska félaginu Horsholms 79’ers. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er leikreyndasti leikmaður liðsins en hún á að baki 43 landsleiki. Pálína María Gunnlaugsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir hafa báðar spilað 35 landsleiki. Átta af tólf leikmönnum íslenska liðsins eru annaðhvort uppaldar í Keflavík, leikmenn Keflavíkur í dag eða hafa spilað með Keflavíkurliðinu einhvern tímann á ferlinum. Ívar valdi fimmtán manna æfingahóp en þær Birna Valgerður Benónýsdóttir, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir og Ragnheiður Benónísdóttir verða eftir heima en koma mögulega inn í hópinn í leiknum á móti Portúgal í næstu viku.Hópurinn í leiknum á móti Slóvakíu á laugardaginn: Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell · 6 landsleikir Emelía Ósk Gunnarsdóttir - Keflavík · Nýliði Gunnhildur Gunnarsdóttir - Snæfell · 25 landsleikir Hallveig Jónsdóttir - Valur · 3 landsleikir Ingibjörg Jakobsdóttir - Grindavík · 14 landsleikir Ingunn Embla Kristínardóttir - Grindavík · 7 landsleikir Pálína María Gunnlaugsdóttir - Snæfell · 35 landsleikir Ragna Margrét Brynjarsdóttir - Stjarnan · 35 landsleikir Salbjörg Ragna Sævarsdóttir - Keflavík · 1 landsleikur Sandra Lind Þrastardóttir - Horsholms 79’ers, Danmörku · 9 landsleikir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir - Skallagrímur · 42 landsleikir Thelma Dís Ágústsdóttir - Keflavík · NýliðiAðrir leikmenn í æfingahóp sem mögulega koma inn fyrir Portúgalsleikinn hér heima: Birna Valgerður Benónýsdóttir - Keflavík · Nýliði Elín Sóley Hrafnkelsdóttir - Valur · 2 landsleikir Ragnheiður Benónísdóttir - Skallagrímur · Nýliði
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira