Telur Íslandsbanka tilbúinn til sölu Sæunn Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2016 06:30 Birna Einarsdóttir hefur starfað hjá Íslandsbanka og forverum hans frá 1987. Hún er nú bankastjóri bankans. vísir/gva „Það er enginn að kvarta undan samkeppni, en hún þarf að vera sanngjörn,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Hún bendir á að bankinn sé enn þá að greiða hærri tekjuskatt en flest önnur fyrirtæki landsins og jafnframt bankaskattinn. „Það má segja að við höfum verið með loforð um að bankaskatturinn væri tímabundinn og ætti að falla út. Við leggjum mikla áherslu á það núna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir ríkið, og þegar verið er að gera fimm ára áætlun, að þessi skattur fari út. Hann var hugsaður til að styðja við aðgerðir ríkisstjórnarinnar varðandi lækkun húsnæðislána þangað til samningar höfðu tekist við kröfuhafa. Núna hefur það gengið eftir og þá finnst mér sanngjarnt að þessi skattur verði endurskoðaður,“ segir Birna. Í síðustu viku birtist uppgjör Íslandsbanka fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta á þriðja ársfjórðungi nam 2,5 milljörðum króna og lækkaði úr tæpum sex milljörðum króna fyrir sama fjórðung í fyrra. Það sem af er ári er hagnaðurinn hins vegar 15,6 milljarðar króna, samanborið við 16,7 milljarða á sama tímabili árið 2015. „Það einmitt sýnir sig núna hver hin raunverulega staða bankakerfisins er. Við erum komin út úr þessum einskiptisliðum og komin í það að grunnreksturinn þurfi að standa undir þeirri kröfu um arðsemi sem eigendurnir gera. Þá er vert að hafa í huga skattlagningu bankans,“ segir Birna. Hún segir þetta jafnframt mikilvægt varðandi samkeppni. „Sem dæmi geta þeir sem borga ekki þennan skatt lánað með verðtryggða vexti í 3,6 prósentum, en þessi skattlagning hefur þau áhrif að okkar vextir eru á sama tíma fjögur prósent. Þetta er ójafn leikur sem ríkið verður að horfa til. Við viljum vera ábyrg og borga okkar skatta, en við viljum að það sé sanngirni í samkeppni.“vísir/gvaBirna segist almennt vera ánægð með uppgjörið. „Hagnaðurinn er á svipuðu róli og við vorum með á sama tíma í fyrra, en auðvitað eru inni í þessum 16 milljörðum þessir sex milljarðar sem komu frá Borgun út af Visa. Við erum mjög meðvituð um það þegar við erum að skoða þessi uppgjör, hvað komi frá grunnrekstrinum og sé sjálfbært annars vegar, og hins vegar hvað séu einskiptistekjur og gjöld. Þegar við horfum á grunnreksturinn miðað við eðlilegra eigið fé, vegna þess að við erum með mjög hátt eigið fé, þá er arðsemin af fyrirtækinu af þessu tímabili milli 10 og 11 prósent sem er mjög ásættanlegt.“ Birna hefur sinnt núverandi starfi sínu frá haustinu 2008. Hún segir að stærstu breytingarnar í starfi hafi átt sér stað strax eftir hrunið. „Við vorum í svo svakalegum stormsjó og við breyttum bankanum svo mikið: hvernig við vinnum, fyrirkomulagi við ákvörðunartöku, og hvernig við vinnum saman og nálgumst viðskiptavini. Þetta er algjörlega breyttur banki frá því fyrir 2008. Ég held að allar breytingarnar hafi verið í jákvæða átt. Við þurfum alltaf að minna okkur á hvaðan við erum að koma og hver staðan var,“ segir Birna. Um þessar mundir standa yfir nokkur stór verkefni hjá bankanum, en eitt þeirra eru flutningar höfuðstöðvanna úr Kirkjusandi í Norðurturninn í Kópavogi. Samhliða flutningum á hagræðing sér stað og sameinast til að mynda þrjú útibú í eitt í því húsnæði. Útibú bankans á Kirkjusandi flytur síðan í upphafi árs og sameinast útibúi bankans á Suðurlandsbraut. „Við byrjum flutninga í Norðurturn í lok mánaðarins. Höfuðstöðvaeiningarnar verða farnar af Kirkjusandi fyrir áramót, en útibúið niðri færist fljótlega eftir áramót. Einingarnar sem eru ekki í húsinu færast einnig í byrjun næsta árs,“ segir Birna. Um mikla breytingu er að ræða en bankinn færir sig úr 14 þúsund fermetrum í tæplega níu þúsund fermetra. „Við erum einnig að fara í nýjar vinnuaðferðir, og við erum að stefna að því að verða pappírslaus. Það er því mikill undirbúningur og spenna,“ segir Birna. Bankinn hefur unnið í opnum rýmum síðustu tvo áratugi en vinnuumhverfið breytist töluvert núna þar sem fæstir starfsmenn verða með ákveðið vinnusvæði. „Það verður ekki ákveðið pláss fyrir alla sem vinna á hæðinni, því innan við sextíu prósent af starfsmönnum sitja í sínu sæti á hverjum tíma. Starfsmenn geta þá ýmist valið um að vinna í einbeitingarrýmum til að fá algjört næði, í hóprýmum eða fundarherbergjum,“ segir Birna. „Þetta er vissulega ákveðin hagræðing en aðalatriðið er að í svona vinnuumhverfi skapast meiri samvinna starfsmanna. Með þessu fær starfsfólk líka frelsi til að vinna þau verkefni sem það er í og hentar því best.“ Enn er óljóst hvað verður um húsnæðið á Kirkjusandi. „Þegar allir eru farnir ætlum við að gera betri skoðun á því og þá kemur í ljós hversu miklar rakaskemmdirnar eru og út frá því verða teknar ákvarðanir um framhaldið,“ segir Birna.Íslandsbanki hefur fækkað útibúum töluvert á síðustu árum í takt við aukna rafvæðingu bankakerfisins. „Við erum að fara niður í fjórtán útibú, en fyrir rúmum tíu árum vorum við með hátt í fjörutíu útibú, ef við tökum með útibú Byrs. Við erum búin að hagræða mikið í þessa átt, en það er held ég í takt við breyttar venjur viðskiptavina. Þetta hefur verið algjörlega í takt við þær breytingar sem við sjáum á Skandinavíu. Við erum að fjárfesta mikið í þessari stafrænu þjónustu sem verður að aukast samhliða breytingum á útibúum,“ segir Birna. Hún bendir á að Íslandsbanki hafi alltaf verið mjög framarlega í tæknimálum. „Við vorum fyrsti íslenski bankinn til að fara með heimabankann á netið, og vorum númer átta í heiminum í því á sínum tíma.“ Sala íslensku viðskiptabankanna var mikið í umræðunni á fyrrihluta árs. En eignarhald Íslandsbanka fór einmitt yfir til ríkisins fyrr á árinu. Birna segir að litlar breytingar hafi orðið hjá bankanum við nýtt eignarhald. „Ég er ekki viss um að viðskiptavinir séu mjög uppteknir af því, starfsfólkið er auðvitað aðeins uppteknara af því. En auðvitað vildum við tryggja það að viðskiptavinir upplifðu ekki röskun.“ Birna segir engu að síður að áherslur hafi breyst varðandi söluferli bankans þegar breyting varð á eignarhaldi. „Ég hef lagt áherslu á það að mikilvægt sé að halda áfram því starfi sem búið var að vinna varðandi sölumálin. Við erum með tilbúið gagnaherbergi og erum klár í slaginn þegar eigandinn vill skoða þessi mál. Auðvitað verðum við að skoða hvað eigendur vilja gera í því. Mitt mat er þó að bankinn sé tilbúinn til sölu.“ Hún telur erlent eignarhald raunhæfan möguleika. „Ég held að það sé raunhæft að skoða þann möguleika að erlendur aðili eignist bankann að hluta, eða að hann verði skráður hér og erlendis.“ Annað mál sem hefur verið í umræðunni er stærð bankakerfisins hér á landi, og hvort það sé einfaldlega orðið of stórt. Í þeirri umræðu segir Birna mikilvægt að hugsa hvernig bankakerfið eftir 2008 var búið til. „Við tókum yfir innlánin og það þurfti að taka útlán til þess að við gætum verið ábyrg fyrir þeim, það réð stærðinni á bankakerfinu þegar það var endurhannað. Oft er verið að segja að bankakerfið sé of stórt ef þú ert að tala um eigið fé sem í því situr. Kannski má rekja þetta til þess hvernig eignarhaldið hefur verið. Í okkar tilfelli lá Glitni, sem átti stóran hluta í bankanum, ekki á að fá greitt í íslenskum krónum umfram eigið fé. Það er kannski ástæðan fyrir því að við sitjum enn á svona miklu eigin fé. Auðvitað vitum við meira núna hvaða kröfur verða gerðar til okkar og þá verður skoðað hvernig strúktúrinn verður.“ Mikið hefur verið rætt um uppskiptingu viðskipta- og fjárfestingabanka. Birna telur að umræðan sé að einhverju leyti á villigötum, þar sem oft sé mistúlkað hvað sé talið undir fjárfestingastarfsemi. „Við höfum nokkuð góða mynd af því hvað tilheyri fjárfestingabankastarfsemi og hvaða áhættur við erum að taka. Í dag er efnahagsreikningur bankanna 1.000 milljarðar, og þrjú prósent starfseminnar mætti flokka undir fjárfestingabankastarfsemi. Þegar við erum að tala um að skipta þessu upp þá erum við að tala um að aðgreina þessi þrjú prósent. Það væri auðvitað mjög óhagkvæm eining. Ég skil áhyggjur ráðamanna og almennings varðandi þetta. En það sem ég hef lagt áherslu á og hef rætt við ráðamenn er að yfirvöld ættu að skoða það að setja ákveðinn ramma í kringum þetta. Að þetta ætti ekki vera hærra en ákveðinn hluti af efnahagsreikningnum. Það þyrfti að skipta þessu upp ef þessi hluti færi til dæmis yfir 10 til 15 prósent. Ég held að þetta sé leiðin til að setja þessa umræðu í einhvern skynsamlegan farveg,“ segir Birna. „Ég held að það séu ekki margir sem átta sig á því hvað þetta er lítill hluti af starfseminni. Það er mjög mikilvægur punktur að skoða hvað á að falla þarna undir, hvernig eigi að skilgreina þetta og skoða svo stærðirnar, áður en talað er um uppskiptingu.“ Þrátt fyrir langan starfsaldur hjá Íslandsbanka, en Birna hóf fyrst störf hjá forverum hans árið 1987, segist hún ekki vera að hugsa sér til hreyfings eins og staðan er nú. „ Mér finnst afskaplega gaman í vinnunni, hér er skemmtilegt fólk sem er gott að vinna með. Ég er ekki að hugsa um að hætta núna, en enginn veit sína ævi fyrr en öll er,“ segir Birna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Það er enginn að kvarta undan samkeppni, en hún þarf að vera sanngjörn,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Hún bendir á að bankinn sé enn þá að greiða hærri tekjuskatt en flest önnur fyrirtæki landsins og jafnframt bankaskattinn. „Það má segja að við höfum verið með loforð um að bankaskatturinn væri tímabundinn og ætti að falla út. Við leggjum mikla áherslu á það núna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir ríkið, og þegar verið er að gera fimm ára áætlun, að þessi skattur fari út. Hann var hugsaður til að styðja við aðgerðir ríkisstjórnarinnar varðandi lækkun húsnæðislána þangað til samningar höfðu tekist við kröfuhafa. Núna hefur það gengið eftir og þá finnst mér sanngjarnt að þessi skattur verði endurskoðaður,“ segir Birna. Í síðustu viku birtist uppgjör Íslandsbanka fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta á þriðja ársfjórðungi nam 2,5 milljörðum króna og lækkaði úr tæpum sex milljörðum króna fyrir sama fjórðung í fyrra. Það sem af er ári er hagnaðurinn hins vegar 15,6 milljarðar króna, samanborið við 16,7 milljarða á sama tímabili árið 2015. „Það einmitt sýnir sig núna hver hin raunverulega staða bankakerfisins er. Við erum komin út úr þessum einskiptisliðum og komin í það að grunnreksturinn þurfi að standa undir þeirri kröfu um arðsemi sem eigendurnir gera. Þá er vert að hafa í huga skattlagningu bankans,“ segir Birna. Hún segir þetta jafnframt mikilvægt varðandi samkeppni. „Sem dæmi geta þeir sem borga ekki þennan skatt lánað með verðtryggða vexti í 3,6 prósentum, en þessi skattlagning hefur þau áhrif að okkar vextir eru á sama tíma fjögur prósent. Þetta er ójafn leikur sem ríkið verður að horfa til. Við viljum vera ábyrg og borga okkar skatta, en við viljum að það sé sanngirni í samkeppni.“vísir/gvaBirna segist almennt vera ánægð með uppgjörið. „Hagnaðurinn er á svipuðu róli og við vorum með á sama tíma í fyrra, en auðvitað eru inni í þessum 16 milljörðum þessir sex milljarðar sem komu frá Borgun út af Visa. Við erum mjög meðvituð um það þegar við erum að skoða þessi uppgjör, hvað komi frá grunnrekstrinum og sé sjálfbært annars vegar, og hins vegar hvað séu einskiptistekjur og gjöld. Þegar við horfum á grunnreksturinn miðað við eðlilegra eigið fé, vegna þess að við erum með mjög hátt eigið fé, þá er arðsemin af fyrirtækinu af þessu tímabili milli 10 og 11 prósent sem er mjög ásættanlegt.“ Birna hefur sinnt núverandi starfi sínu frá haustinu 2008. Hún segir að stærstu breytingarnar í starfi hafi átt sér stað strax eftir hrunið. „Við vorum í svo svakalegum stormsjó og við breyttum bankanum svo mikið: hvernig við vinnum, fyrirkomulagi við ákvörðunartöku, og hvernig við vinnum saman og nálgumst viðskiptavini. Þetta er algjörlega breyttur banki frá því fyrir 2008. Ég held að allar breytingarnar hafi verið í jákvæða átt. Við þurfum alltaf að minna okkur á hvaðan við erum að koma og hver staðan var,“ segir Birna. Um þessar mundir standa yfir nokkur stór verkefni hjá bankanum, en eitt þeirra eru flutningar höfuðstöðvanna úr Kirkjusandi í Norðurturninn í Kópavogi. Samhliða flutningum á hagræðing sér stað og sameinast til að mynda þrjú útibú í eitt í því húsnæði. Útibú bankans á Kirkjusandi flytur síðan í upphafi árs og sameinast útibúi bankans á Suðurlandsbraut. „Við byrjum flutninga í Norðurturn í lok mánaðarins. Höfuðstöðvaeiningarnar verða farnar af Kirkjusandi fyrir áramót, en útibúið niðri færist fljótlega eftir áramót. Einingarnar sem eru ekki í húsinu færast einnig í byrjun næsta árs,“ segir Birna. Um mikla breytingu er að ræða en bankinn færir sig úr 14 þúsund fermetrum í tæplega níu þúsund fermetra. „Við erum einnig að fara í nýjar vinnuaðferðir, og við erum að stefna að því að verða pappírslaus. Það er því mikill undirbúningur og spenna,“ segir Birna. Bankinn hefur unnið í opnum rýmum síðustu tvo áratugi en vinnuumhverfið breytist töluvert núna þar sem fæstir starfsmenn verða með ákveðið vinnusvæði. „Það verður ekki ákveðið pláss fyrir alla sem vinna á hæðinni, því innan við sextíu prósent af starfsmönnum sitja í sínu sæti á hverjum tíma. Starfsmenn geta þá ýmist valið um að vinna í einbeitingarrýmum til að fá algjört næði, í hóprýmum eða fundarherbergjum,“ segir Birna. „Þetta er vissulega ákveðin hagræðing en aðalatriðið er að í svona vinnuumhverfi skapast meiri samvinna starfsmanna. Með þessu fær starfsfólk líka frelsi til að vinna þau verkefni sem það er í og hentar því best.“ Enn er óljóst hvað verður um húsnæðið á Kirkjusandi. „Þegar allir eru farnir ætlum við að gera betri skoðun á því og þá kemur í ljós hversu miklar rakaskemmdirnar eru og út frá því verða teknar ákvarðanir um framhaldið,“ segir Birna.Íslandsbanki hefur fækkað útibúum töluvert á síðustu árum í takt við aukna rafvæðingu bankakerfisins. „Við erum að fara niður í fjórtán útibú, en fyrir rúmum tíu árum vorum við með hátt í fjörutíu útibú, ef við tökum með útibú Byrs. Við erum búin að hagræða mikið í þessa átt, en það er held ég í takt við breyttar venjur viðskiptavina. Þetta hefur verið algjörlega í takt við þær breytingar sem við sjáum á Skandinavíu. Við erum að fjárfesta mikið í þessari stafrænu þjónustu sem verður að aukast samhliða breytingum á útibúum,“ segir Birna. Hún bendir á að Íslandsbanki hafi alltaf verið mjög framarlega í tæknimálum. „Við vorum fyrsti íslenski bankinn til að fara með heimabankann á netið, og vorum númer átta í heiminum í því á sínum tíma.“ Sala íslensku viðskiptabankanna var mikið í umræðunni á fyrrihluta árs. En eignarhald Íslandsbanka fór einmitt yfir til ríkisins fyrr á árinu. Birna segir að litlar breytingar hafi orðið hjá bankanum við nýtt eignarhald. „Ég er ekki viss um að viðskiptavinir séu mjög uppteknir af því, starfsfólkið er auðvitað aðeins uppteknara af því. En auðvitað vildum við tryggja það að viðskiptavinir upplifðu ekki röskun.“ Birna segir engu að síður að áherslur hafi breyst varðandi söluferli bankans þegar breyting varð á eignarhaldi. „Ég hef lagt áherslu á það að mikilvægt sé að halda áfram því starfi sem búið var að vinna varðandi sölumálin. Við erum með tilbúið gagnaherbergi og erum klár í slaginn þegar eigandinn vill skoða þessi mál. Auðvitað verðum við að skoða hvað eigendur vilja gera í því. Mitt mat er þó að bankinn sé tilbúinn til sölu.“ Hún telur erlent eignarhald raunhæfan möguleika. „Ég held að það sé raunhæft að skoða þann möguleika að erlendur aðili eignist bankann að hluta, eða að hann verði skráður hér og erlendis.“ Annað mál sem hefur verið í umræðunni er stærð bankakerfisins hér á landi, og hvort það sé einfaldlega orðið of stórt. Í þeirri umræðu segir Birna mikilvægt að hugsa hvernig bankakerfið eftir 2008 var búið til. „Við tókum yfir innlánin og það þurfti að taka útlán til þess að við gætum verið ábyrg fyrir þeim, það réð stærðinni á bankakerfinu þegar það var endurhannað. Oft er verið að segja að bankakerfið sé of stórt ef þú ert að tala um eigið fé sem í því situr. Kannski má rekja þetta til þess hvernig eignarhaldið hefur verið. Í okkar tilfelli lá Glitni, sem átti stóran hluta í bankanum, ekki á að fá greitt í íslenskum krónum umfram eigið fé. Það er kannski ástæðan fyrir því að við sitjum enn á svona miklu eigin fé. Auðvitað vitum við meira núna hvaða kröfur verða gerðar til okkar og þá verður skoðað hvernig strúktúrinn verður.“ Mikið hefur verið rætt um uppskiptingu viðskipta- og fjárfestingabanka. Birna telur að umræðan sé að einhverju leyti á villigötum, þar sem oft sé mistúlkað hvað sé talið undir fjárfestingastarfsemi. „Við höfum nokkuð góða mynd af því hvað tilheyri fjárfestingabankastarfsemi og hvaða áhættur við erum að taka. Í dag er efnahagsreikningur bankanna 1.000 milljarðar, og þrjú prósent starfseminnar mætti flokka undir fjárfestingabankastarfsemi. Þegar við erum að tala um að skipta þessu upp þá erum við að tala um að aðgreina þessi þrjú prósent. Það væri auðvitað mjög óhagkvæm eining. Ég skil áhyggjur ráðamanna og almennings varðandi þetta. En það sem ég hef lagt áherslu á og hef rætt við ráðamenn er að yfirvöld ættu að skoða það að setja ákveðinn ramma í kringum þetta. Að þetta ætti ekki vera hærra en ákveðinn hluti af efnahagsreikningnum. Það þyrfti að skipta þessu upp ef þessi hluti færi til dæmis yfir 10 til 15 prósent. Ég held að þetta sé leiðin til að setja þessa umræðu í einhvern skynsamlegan farveg,“ segir Birna. „Ég held að það séu ekki margir sem átta sig á því hvað þetta er lítill hluti af starfseminni. Það er mjög mikilvægur punktur að skoða hvað á að falla þarna undir, hvernig eigi að skilgreina þetta og skoða svo stærðirnar, áður en talað er um uppskiptingu.“ Þrátt fyrir langan starfsaldur hjá Íslandsbanka, en Birna hóf fyrst störf hjá forverum hans árið 1987, segist hún ekki vera að hugsa sér til hreyfings eins og staðan er nú. „ Mér finnst afskaplega gaman í vinnunni, hér er skemmtilegt fólk sem er gott að vinna með. Ég er ekki að hugsa um að hætta núna, en enginn veit sína ævi fyrr en öll er,“ segir Birna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira