Kjörmannakerfið á rætur sínar að rekja til þrælahalds í Suðurríkjum Bandaríkjanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2016 22:15 Teikning frá 19. öld af þrælum á bómullarakri í Louisiana. vísir/getty Yfirgnæfandi líkur eru á því að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, muni fá fleiri atkvæði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í ár heldur en andstæðingur hennar Donald Trump, frambjóðandi Repúblikana, en hann var í liðinni viku kjörinn forseti. Ástæða þess að hann sigraði liggur í bandaríska kjörmannakerfinu en það veldur því að vægi atkvæða er ekki jafnt, það er einn maður jafngildir ekki einu atkvæði. Ýmsum þykir þetta ólýðræðislegt og flókið en sá frambjóðandi sem nær 270 kjörmönnum eða meira nær kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Kjörmennirnir staðfesta svo forsetakjörið en þeir eru valdir af flokkunum í hverju ríki fyrir sig. Þar sem Trump hlaut fleiri kjörmenn en Clinton munu það því vera kjörmenn Repúblikana sem koma til með að staðfesta kjör hans þann 19. desember næstkomandi.Þrælar höfðu ekki kosningarétt en voru engu að síður taldir með í vægi atkvæða En hvers vegna ráðast úrslitinu á fjölda kjörmanna en ekki bara á því hver fær flest atkvæði frá almenningi? Fjallað er um málið á vef Vox og rætt við Akhil Reed Amar, prófessor í lögum og stjórnmálafræði við Yale-háskóla. Að hans sögn hafa ýmsar ástæður verið nefndar fyrir þessu en að mati hans er kjörmannakerfið afleiðing þrælahalds í Suðurríkjum Bandaríkjanna. „Í beinu kosningakerfi þá hefðu Suðurríkin alltaf tapað þar sem afar hátt hlutfall íbúanna voru þrælar og þeir höfðu ekki kosningarétt. En kjörmannakerfið gerði ríkjum mögulegt að telja þrælana með,“ segir Amar í viðtali við Vox. Þessi málamiðlun vegna þrælahaldsins var ekki öllum ljós þegar stjórnarskrá Bandaríkjanna var samin en hún varð öllum ljós eftir kosningarnar 1796 annars vegar og kosningarnar árið 1800 hins vegar.Ekki það besta sem komið hefur frá höfundum bandarísku stjórnarskrárinnar John Adams vann síðarnefndu kosningarnar vegna aukakjörmannanna sem komu til út af þrælahaldi en þrettán aukakjörmenn féllu með Adams sem hefði ekki unnið kosningarnar án þeirra. Stjórnarskránni hefur síðan verið breytt en kjörmannakerfið er enn í fullu gildi en hvers vegna? „Aðgerðaleysi er ein ástæðan. Þetta er kerfið sem við höfum. Það er mjög erfitt að breyta stjórnarskránni og í skólum læra börn ekki um að ástæðuna megi rekja til þrælahalds, heldur að kjörmannakerfið megi meðal annars rekja til sambandsstjórnarstefnu. [...] Nemendum er ekki sagt að kjörmannakerfi sé ef til ekki það besta sem komið hefur frá höfundum stjórnarskrárinnar,“ segir Amar.Ítarlegt viðtal við Amar má lesa hér á vef Vox. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir The Simpsons bregðast við Trump spádómnum: „Ömurlegt að hafa rétt fyrir sér“ Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Trump í þætti árið 2000. 14. nóvember 2016 13:45 Trump skerpir línurnar í ítarlegu viðtali Ræddi við Lesie Stahl úr 60 mínútum í 40 mínútur og var komið víða við. 14. nóvember 2016 11:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á því að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, muni fá fleiri atkvæði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í ár heldur en andstæðingur hennar Donald Trump, frambjóðandi Repúblikana, en hann var í liðinni viku kjörinn forseti. Ástæða þess að hann sigraði liggur í bandaríska kjörmannakerfinu en það veldur því að vægi atkvæða er ekki jafnt, það er einn maður jafngildir ekki einu atkvæði. Ýmsum þykir þetta ólýðræðislegt og flókið en sá frambjóðandi sem nær 270 kjörmönnum eða meira nær kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Kjörmennirnir staðfesta svo forsetakjörið en þeir eru valdir af flokkunum í hverju ríki fyrir sig. Þar sem Trump hlaut fleiri kjörmenn en Clinton munu það því vera kjörmenn Repúblikana sem koma til með að staðfesta kjör hans þann 19. desember næstkomandi.Þrælar höfðu ekki kosningarétt en voru engu að síður taldir með í vægi atkvæða En hvers vegna ráðast úrslitinu á fjölda kjörmanna en ekki bara á því hver fær flest atkvæði frá almenningi? Fjallað er um málið á vef Vox og rætt við Akhil Reed Amar, prófessor í lögum og stjórnmálafræði við Yale-háskóla. Að hans sögn hafa ýmsar ástæður verið nefndar fyrir þessu en að mati hans er kjörmannakerfið afleiðing þrælahalds í Suðurríkjum Bandaríkjanna. „Í beinu kosningakerfi þá hefðu Suðurríkin alltaf tapað þar sem afar hátt hlutfall íbúanna voru þrælar og þeir höfðu ekki kosningarétt. En kjörmannakerfið gerði ríkjum mögulegt að telja þrælana með,“ segir Amar í viðtali við Vox. Þessi málamiðlun vegna þrælahaldsins var ekki öllum ljós þegar stjórnarskrá Bandaríkjanna var samin en hún varð öllum ljós eftir kosningarnar 1796 annars vegar og kosningarnar árið 1800 hins vegar.Ekki það besta sem komið hefur frá höfundum bandarísku stjórnarskrárinnar John Adams vann síðarnefndu kosningarnar vegna aukakjörmannanna sem komu til út af þrælahaldi en þrettán aukakjörmenn féllu með Adams sem hefði ekki unnið kosningarnar án þeirra. Stjórnarskránni hefur síðan verið breytt en kjörmannakerfið er enn í fullu gildi en hvers vegna? „Aðgerðaleysi er ein ástæðan. Þetta er kerfið sem við höfum. Það er mjög erfitt að breyta stjórnarskránni og í skólum læra börn ekki um að ástæðuna megi rekja til þrælahalds, heldur að kjörmannakerfið megi meðal annars rekja til sambandsstjórnarstefnu. [...] Nemendum er ekki sagt að kjörmannakerfi sé ef til ekki það besta sem komið hefur frá höfundum stjórnarskrárinnar,“ segir Amar.Ítarlegt viðtal við Amar má lesa hér á vef Vox.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir The Simpsons bregðast við Trump spádómnum: „Ömurlegt að hafa rétt fyrir sér“ Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Trump í þætti árið 2000. 14. nóvember 2016 13:45 Trump skerpir línurnar í ítarlegu viðtali Ræddi við Lesie Stahl úr 60 mínútum í 40 mínútur og var komið víða við. 14. nóvember 2016 11:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
The Simpsons bregðast við Trump spádómnum: „Ömurlegt að hafa rétt fyrir sér“ Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Trump í þætti árið 2000. 14. nóvember 2016 13:45
Trump skerpir línurnar í ítarlegu viðtali Ræddi við Lesie Stahl úr 60 mínútum í 40 mínútur og var komið víða við. 14. nóvember 2016 11:15