Eigandi húðflúrstofunnar í Hafnarfirði: „Ég hef lifað í hræðslu í eitt og hálft ár“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. nóvember 2016 14:42 Ólafía Kristjánsdóttir. Vísir/Vilhelm „Ég vil ekki lifa í ótta og hef ekki gert neitt rangt,“ segir Ólafía Kristjánsdóttir, eigandi húðflúrstofunnar Immortal Arts, á Facebook. Húðflúrstofan er í Dalshrauni í Hafnarfirði en hún rataði í fréttirnar í síðustu viku þegar hún stórskemmdist í bruna eftir íkveikju daginn sem hún var opnuð. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglu á málinu í síðustu viku, 3 karlar og ein kona, en þau voru öll látin laus síðastliðinn mánudag eftir að Hæstiréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness. Taldi Hæstiréttur að lögreglunni hefði ekki tekist að leiða í ljós rökstuddan grun gegn fjórmenningunum til að réttlæta gæsluvarðhald yfir þeim.Tívolísprengju kastað inn Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kom fram í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að rannsókn málsins varðaði hótanir og eignaspjöll gagnvart Ólafíu sem starfaði áður á húðflúrstofu tveggja einstaklinga sem voru hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins. Lögreglan segir að við skoðun á vettvangi og á þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu megi sjá tvo aðila koma á mótorhjóli að húsnæðinu, brjóta rúðu, kasta inn sprengju og aka svo í burtu. Í ljós hafi komið að um var að ræða sýningarbombu, tívolísprengju, sem sprakk inni í húsnæðinu. Samkvæmt greinargerðinni hætti Ólafía á húðflúrstofu þeirra í desember síðastliðnum og þurfti eftir það að sögn lögreglu að þola ítrekaðar hótanir.„Reyna allt sem þeir geta“ Ólafía segist vilja greina frá sinni hlið á Facebook í ljósi nýliðinna atburða og segist til að mynda aldrei hafa skrifað undir samninga eða verið samningsbundinn í sínu lífi sem listamaður. „Ákveðnir aðilar eru að reyna allt sem þeir geta til að gera mér lífið leitt og hræða mig,“ segir Ólafía. „Mér hefur verið hótað líkamsmeiðingum. Meðal annars hefur verið sagt „Brjóta á mér hendurnar, stinga mig í andlitið og láta mig lenda í sjúkrabíl.“ Sagt við mig að ég væri „lítil og ljót sveitastelpa sem væri ekkert án þeirra.“,“ skrifar Ólafía.Tók ákvörðun um að fara erlendis Hún segist hafa ákveðið í samráði við sálfræðing, fjölskyldu og vini að fjarlægja sig frá þessu fólki. „Eftir að ég tók það skref og fór á önnur mið byrjuði hótanir á þá aðila sem reyndust mér góðir og var þeim hótað með íkveikju á vinnustað. Eftir það var brotist inn hjá mér og íbúðin mín eyðilögð. Dyrabjallan byrjaði að hringja seint um kvöld og enginn sást í dyrasíma. Mánuði þar á eftir var svefnherbergisglugginn minn sprengdur inn um nótt með þeim afleiðingum að karmur og rúða tættust yfir allt herbergið og rúmið mitt. Þarna var ég orðin verulega hrædd og leið mjög illa. Flutti ég út þar sem ég þorði ekki að vera heima hjá mér og í kjölfarið seldi ég íbúðina mína. Ég taldi það vera best fyrir mig að komast sem lengst í burtu og fór erlendis,“ skrifar Ólafía.Kom heim 9 mánuðum síðar Hún segist hafa ákveðið níu mánuðum síðar í samráði við manninn sinn að koma aftur heim til Íslands og halda áfram með líf sitt. „Við vorum að fara að opna fallegu stofuna okkar morguninn 1. nóvember en það fór ekki þannig eins og þið öll vitið. Sprengjuárás númer 2 var staðreynd,“ segir Ólafía.Vill ekki lifa í ótta Hún segist ekki vilja lifa í ótta og að hún hafi ekki gert neitt rangt. Hún segist hafa heyrt sögur um sig á síðustu mánuðum sem hún segir alfarið rangar. „Ég er ekki þjófur og hef aldrei stolið neinu. Ég skulda engum neitt. Það hefur enginn keypt neitt fyrir mig. Allt sem ég á er það sem ég hef unnið mér inn fyrir sjálf. Eins og allir sem þekkja mig vita hef ég aldrei reykt sígarettur, drukkið áfengi né neitt eiturlyfja á ævi minni og því er fáránlegt að heyra það að ég eigi útistandandi dópskuldir,“ segir Ólafía.Sögurnar ekki sannar Hún segir að reynt hafi verið að koma mjög ljótum sögum um hana og manninn hennar af stað en ekkert af því sé satt. „Ég er listamaður. Það eina sem ég vil er að geta skapað mína list í rólegu umhverfi. Mér finnst mjög leiðinleg þessi umfjöllun sem er í umræðunni núna. Hún gefur neikvæða mynd af minni starfsstétt þar sem flest allir kollegar mínir hérlendis eru ljúfasta fólk sem vilja það sama og ég, að fá að skapa list í ró og næði,“ segir Ólafía. Hún segir ekkert „tattoo-stríð“ í gangi og að hún muni halda áfram að gera það sem hún elskar og lætur ekkert stoppa sig. Hafnarfjörður Húðflúr Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32 Íkveikja á húðflúrstofu í Hafnarfirði: Fjórir leystir úr haldi eftir dóm Hæstaréttar Málið er sagt varða hótanir og eignaspjöll gagnvart konu sem ákvað að opna húðflúrstofuna í Dalshrauni. 7. nóvember 2016 16:46 Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
„Ég vil ekki lifa í ótta og hef ekki gert neitt rangt,“ segir Ólafía Kristjánsdóttir, eigandi húðflúrstofunnar Immortal Arts, á Facebook. Húðflúrstofan er í Dalshrauni í Hafnarfirði en hún rataði í fréttirnar í síðustu viku þegar hún stórskemmdist í bruna eftir íkveikju daginn sem hún var opnuð. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglu á málinu í síðustu viku, 3 karlar og ein kona, en þau voru öll látin laus síðastliðinn mánudag eftir að Hæstiréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness. Taldi Hæstiréttur að lögreglunni hefði ekki tekist að leiða í ljós rökstuddan grun gegn fjórmenningunum til að réttlæta gæsluvarðhald yfir þeim.Tívolísprengju kastað inn Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kom fram í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að rannsókn málsins varðaði hótanir og eignaspjöll gagnvart Ólafíu sem starfaði áður á húðflúrstofu tveggja einstaklinga sem voru hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins. Lögreglan segir að við skoðun á vettvangi og á þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu megi sjá tvo aðila koma á mótorhjóli að húsnæðinu, brjóta rúðu, kasta inn sprengju og aka svo í burtu. Í ljós hafi komið að um var að ræða sýningarbombu, tívolísprengju, sem sprakk inni í húsnæðinu. Samkvæmt greinargerðinni hætti Ólafía á húðflúrstofu þeirra í desember síðastliðnum og þurfti eftir það að sögn lögreglu að þola ítrekaðar hótanir.„Reyna allt sem þeir geta“ Ólafía segist vilja greina frá sinni hlið á Facebook í ljósi nýliðinna atburða og segist til að mynda aldrei hafa skrifað undir samninga eða verið samningsbundinn í sínu lífi sem listamaður. „Ákveðnir aðilar eru að reyna allt sem þeir geta til að gera mér lífið leitt og hræða mig,“ segir Ólafía. „Mér hefur verið hótað líkamsmeiðingum. Meðal annars hefur verið sagt „Brjóta á mér hendurnar, stinga mig í andlitið og láta mig lenda í sjúkrabíl.“ Sagt við mig að ég væri „lítil og ljót sveitastelpa sem væri ekkert án þeirra.“,“ skrifar Ólafía.Tók ákvörðun um að fara erlendis Hún segist hafa ákveðið í samráði við sálfræðing, fjölskyldu og vini að fjarlægja sig frá þessu fólki. „Eftir að ég tók það skref og fór á önnur mið byrjuði hótanir á þá aðila sem reyndust mér góðir og var þeim hótað með íkveikju á vinnustað. Eftir það var brotist inn hjá mér og íbúðin mín eyðilögð. Dyrabjallan byrjaði að hringja seint um kvöld og enginn sást í dyrasíma. Mánuði þar á eftir var svefnherbergisglugginn minn sprengdur inn um nótt með þeim afleiðingum að karmur og rúða tættust yfir allt herbergið og rúmið mitt. Þarna var ég orðin verulega hrædd og leið mjög illa. Flutti ég út þar sem ég þorði ekki að vera heima hjá mér og í kjölfarið seldi ég íbúðina mína. Ég taldi það vera best fyrir mig að komast sem lengst í burtu og fór erlendis,“ skrifar Ólafía.Kom heim 9 mánuðum síðar Hún segist hafa ákveðið níu mánuðum síðar í samráði við manninn sinn að koma aftur heim til Íslands og halda áfram með líf sitt. „Við vorum að fara að opna fallegu stofuna okkar morguninn 1. nóvember en það fór ekki þannig eins og þið öll vitið. Sprengjuárás númer 2 var staðreynd,“ segir Ólafía.Vill ekki lifa í ótta Hún segist ekki vilja lifa í ótta og að hún hafi ekki gert neitt rangt. Hún segist hafa heyrt sögur um sig á síðustu mánuðum sem hún segir alfarið rangar. „Ég er ekki þjófur og hef aldrei stolið neinu. Ég skulda engum neitt. Það hefur enginn keypt neitt fyrir mig. Allt sem ég á er það sem ég hef unnið mér inn fyrir sjálf. Eins og allir sem þekkja mig vita hef ég aldrei reykt sígarettur, drukkið áfengi né neitt eiturlyfja á ævi minni og því er fáránlegt að heyra það að ég eigi útistandandi dópskuldir,“ segir Ólafía.Sögurnar ekki sannar Hún segir að reynt hafi verið að koma mjög ljótum sögum um hana og manninn hennar af stað en ekkert af því sé satt. „Ég er listamaður. Það eina sem ég vil er að geta skapað mína list í rólegu umhverfi. Mér finnst mjög leiðinleg þessi umfjöllun sem er í umræðunni núna. Hún gefur neikvæða mynd af minni starfsstétt þar sem flest allir kollegar mínir hérlendis eru ljúfasta fólk sem vilja það sama og ég, að fá að skapa list í ró og næði,“ segir Ólafía. Hún segir ekkert „tattoo-stríð“ í gangi og að hún muni halda áfram að gera það sem hún elskar og lætur ekkert stoppa sig.
Hafnarfjörður Húðflúr Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32 Íkveikja á húðflúrstofu í Hafnarfirði: Fjórir leystir úr haldi eftir dóm Hæstaréttar Málið er sagt varða hótanir og eignaspjöll gagnvart konu sem ákvað að opna húðflúrstofuna í Dalshrauni. 7. nóvember 2016 16:46 Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32
Íkveikja á húðflúrstofu í Hafnarfirði: Fjórir leystir úr haldi eftir dóm Hæstaréttar Málið er sagt varða hótanir og eignaspjöll gagnvart konu sem ákvað að opna húðflúrstofuna í Dalshrauni. 7. nóvember 2016 16:46
Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48