Sigur trúðsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Verstra martröð margra varð að veruleika í gær þegar Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Kjör hans er ekkert minna en harmleikur fyrir bandarísku þjóðina eins og hún leggur sig og alla þá sem vilja standa vörð um mannréttindi, sanngirni og mannúð í samfélögum manna víða um heim. Hvers vegna sigraði fordómafullur trúður í forsetakosningunum vestanhafs? Við því eru ekki einföld svör en ástæður vinsælda Trumps eiga ekki síst rætur í miklum ójöfnuði sem hefur fengið að grafa um sig í Bandaríkjunum. Mikill auður hefur safnast saman í borgunum á austur- og vesturströndinni meðan millistéttin hefur þurrkast út í mið- og suðurríkjum Bandaríkjanna. Stórir hópar bandarískra kjósenda eru líka búnir að fá nóg af sérfræðingum úr röðum hagfræðinga, lögfræðinga og fjölmiðlafólks úr fínum háskólum sem telja sig vita betur og telja sig fallna til að hafa vit fyrir öðrum. Í þessu sambandi voru nákvæmlega sömu kraftar að verki vestanhafs og í Brexit-atkvæðagreiðslunni í Bretlandi í júní, þegar meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði kaus Bretland út úr Evrópusambandinu. Venjulegt fólk vildi senda skilaboð: „Við treystum ykkur ekki. Þið vitið ekki betur.“ Þetta fólk upplifir sig svikið og útundan í samfélaginu. Það treystir betur samtölum við móður sína og eigin brjóstviti en áliti sérfræðinga og dómsdagsspám þeirra. Það sem er sorglegast er að bandaríska þjóðin hefur kosið mann sem virðist hvorki hafa skaphöfn né hæfileika til að gegna forsetaembættinu. Það er líka áhyggjuefni fyrir lýðræðið að svo virðist sem menn geti komist upp með að segja tóma vitleysu svo lengi sem hún hljómar vel í eyrum kjósenda. Trump fór stöðugt með fleipur í baráttunni og afvegaleiddi fólk. Fjölmiðlar vestanhafs bera mikla ábyrgð. Frá fyrsta degi fékk Trump að vaða uppi með glannalegum yfirlýsingum og fékk þannig ókeypis útsendingartíma hjá sjónvarpsstöðvum sem eru uppteknari af áhorfstölum en því hlutverki að segja sannar, réttar fréttir og vera varðhundar almennings í lýðræðisþjóðfélagi. Ljóst er að kjör Trumps mun hafa í för með sér stórtækar breytingar ef hann stendur við yfirlýsingar sínar úr kosningabaráttunni. Hann er á móti fríverslunarsamningi Kyrrahafsþjóða (TPP) og vill endurskoða NAFTA, fríverslunarsamning Bandaríkjanna við Kanada og Mexíkó. Hann vill endurskoða samkomulag við Íran um kjarnorkuvopn, hefur efasemdir um samstarf Bandaríkjanna við aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, sem hann telur ekki borga nóg til samstarfsins og hefur gefið í skyn að hann vilji nánara samband Bandaríkjanna og Rússlands. Á sama tíma virðist þekking hans á öllum þessum málum vera yfirborðsleg, lítil eða engin. Þá hefur hann sagt að hlýnun jarðar sé blekking, fyrirbæri fundið upp af Kínverjum til að gera bandarísk fyrirtæki minna samkeppnishæf. Þá veit enginn hvaða áhrif áform hans um múr á landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og yfirlýsingar hans um brottvísun 11 milljóna ólöglegra innflytjenda frá Bandaríkjunum munu hafa. Að þessu sögðu er raunveruleg ástæða til að hafa áhyggjur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Donald Trump Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Verstra martröð margra varð að veruleika í gær þegar Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Kjör hans er ekkert minna en harmleikur fyrir bandarísku þjóðina eins og hún leggur sig og alla þá sem vilja standa vörð um mannréttindi, sanngirni og mannúð í samfélögum manna víða um heim. Hvers vegna sigraði fordómafullur trúður í forsetakosningunum vestanhafs? Við því eru ekki einföld svör en ástæður vinsælda Trumps eiga ekki síst rætur í miklum ójöfnuði sem hefur fengið að grafa um sig í Bandaríkjunum. Mikill auður hefur safnast saman í borgunum á austur- og vesturströndinni meðan millistéttin hefur þurrkast út í mið- og suðurríkjum Bandaríkjanna. Stórir hópar bandarískra kjósenda eru líka búnir að fá nóg af sérfræðingum úr röðum hagfræðinga, lögfræðinga og fjölmiðlafólks úr fínum háskólum sem telja sig vita betur og telja sig fallna til að hafa vit fyrir öðrum. Í þessu sambandi voru nákvæmlega sömu kraftar að verki vestanhafs og í Brexit-atkvæðagreiðslunni í Bretlandi í júní, þegar meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði kaus Bretland út úr Evrópusambandinu. Venjulegt fólk vildi senda skilaboð: „Við treystum ykkur ekki. Þið vitið ekki betur.“ Þetta fólk upplifir sig svikið og útundan í samfélaginu. Það treystir betur samtölum við móður sína og eigin brjóstviti en áliti sérfræðinga og dómsdagsspám þeirra. Það sem er sorglegast er að bandaríska þjóðin hefur kosið mann sem virðist hvorki hafa skaphöfn né hæfileika til að gegna forsetaembættinu. Það er líka áhyggjuefni fyrir lýðræðið að svo virðist sem menn geti komist upp með að segja tóma vitleysu svo lengi sem hún hljómar vel í eyrum kjósenda. Trump fór stöðugt með fleipur í baráttunni og afvegaleiddi fólk. Fjölmiðlar vestanhafs bera mikla ábyrgð. Frá fyrsta degi fékk Trump að vaða uppi með glannalegum yfirlýsingum og fékk þannig ókeypis útsendingartíma hjá sjónvarpsstöðvum sem eru uppteknari af áhorfstölum en því hlutverki að segja sannar, réttar fréttir og vera varðhundar almennings í lýðræðisþjóðfélagi. Ljóst er að kjör Trumps mun hafa í för með sér stórtækar breytingar ef hann stendur við yfirlýsingar sínar úr kosningabaráttunni. Hann er á móti fríverslunarsamningi Kyrrahafsþjóða (TPP) og vill endurskoða NAFTA, fríverslunarsamning Bandaríkjanna við Kanada og Mexíkó. Hann vill endurskoða samkomulag við Íran um kjarnorkuvopn, hefur efasemdir um samstarf Bandaríkjanna við aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, sem hann telur ekki borga nóg til samstarfsins og hefur gefið í skyn að hann vilji nánara samband Bandaríkjanna og Rússlands. Á sama tíma virðist þekking hans á öllum þessum málum vera yfirborðsleg, lítil eða engin. Þá hefur hann sagt að hlýnun jarðar sé blekking, fyrirbæri fundið upp af Kínverjum til að gera bandarísk fyrirtæki minna samkeppnishæf. Þá veit enginn hvaða áhrif áform hans um múr á landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og yfirlýsingar hans um brottvísun 11 milljóna ólöglegra innflytjenda frá Bandaríkjunum munu hafa. Að þessu sögðu er raunveruleg ástæða til að hafa áhyggjur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun