Gull hafsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. nóvember 2016 11:00 „Þá velmegun og uppbyggingu sem Íslendingar nutu á seinni hluta síðustu aldar má fyrst og fremst rekja til auðlinda hafsins,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ávarpi sínu á sjávarútvegsráðstefnunni síðastliðinn fimmtudag. Forsetinn benti réttilega á að hlutfall sjávarafla í útflutningstekjum Íslendinga hefur minnkað til muna vegna vaxtar ferðaþjónustunnar en sjávarútvegur er ennþá grunnatvinnuvegur á Íslandi. „Um fyrirsjáanlega framtíð verða fiskveiðar og vinnsla einn okkar mikilvægustu atvinnuvega. Gild rök má líka að leiða að því að forsvarsmenn útvegsins séu í fararbroddi tækninýjunga, vöruþróunar, markaðssetningar og umhverfisverndar,“ sagði forsetinn. Þetta er rétt hjá forsetanum. Það eru heldur engin geimvísindi að þeir sem eru fremstir í sínum atvinnugreinum eru þar því þeir hafa tileinkað sér tækninýjungar, náð árangri í markaðssetningu og aðlagað sig breytingum. Þetta hafa íslensk útgerðarfyrirtæki gert frábærlega vel. Tveir flokkar sem eru í lykilaðstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar vilja innleiða svokallaða uppboðsleið. Viðræður Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar strönduðu í fyrstu atrennu því síðarnefndu flokkarnir gerðu kröfu um að ríkið myndi setja 3-4 prósent aflahlutdeilda á markað árlega í sérstöku uppboði. Um er að ræða kerfisbreytingu þar sem horfið er frá veiðigjaldakerfi. Viðreisn lét reikna út að þetta gæti árlega skilað 15 milljörðum króna til ríkisins. Það er hærri fjárhæð en veiðigjöld á uppsjávarfisk og bolfisk skila til samans. Það er hins vegar líka hugsanlegt að þetta skili lægri fjárhæð en það veltur á framkvæmd uppboðsins og þátttöku í því. Ekki var stuðningur fyrir kerfisbreytingu af þessu tagi í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Formaður Sjálfstæðisflokksins taldi sig ekki eiga annan kost en að slíta viðræðum flokkanna meðal annars af þessari ástæðu. Spyrja má, er slík kerfisbreyting til þess fallin að veikja sjávarútveginn og draga úr verðmætasköpun atvinnugreinarinnar? Við höfum engin svör við þessu enda hefur þetta aldrei verið reynt hér. Það er samt mjög erfitt að sjá hvers vegna þetta ætti að veikja atvinnugreinina. Það leiðir af eðli máls að fyrirtæki með sérþekkingu á þessu sviði myndu kaupa þessar aflaheimildir og skapa verðmæti úr þeim. Rétt eins og útvegsfyrirtækin hafa gert á grundvelli úthlutunar í áranna rás. Lög um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri setja síðan miklar takmarkanir á eignarhald útlendinga á útvegsfyrirtækjum. Þakið er við 25 prósentin svo fæðuöryggissjónarmiðin halda vart vatni. Uppboðsleiðin er bara ein aðferð af mörgum við að rukka fyrir afnot af auðlindum íslenska ríkisins innan 200 mílna efnahagslögsögunnar. Að þessu sögðu samt er mikilvægt að muna að sjávarútvegurinn hefur skapað mikil verðmæti og störf fyrir þjóðarbúið. Menn þurfa að hafa fast land undir fótum þegar breytingar á þessari atvinnugrein eru annars vegar. Við eigum ekki að fara í tilraunastarfsemi að nauðsynjalausu með eitt af fjöreggjum þjóðarinnar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
„Þá velmegun og uppbyggingu sem Íslendingar nutu á seinni hluta síðustu aldar má fyrst og fremst rekja til auðlinda hafsins,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ávarpi sínu á sjávarútvegsráðstefnunni síðastliðinn fimmtudag. Forsetinn benti réttilega á að hlutfall sjávarafla í útflutningstekjum Íslendinga hefur minnkað til muna vegna vaxtar ferðaþjónustunnar en sjávarútvegur er ennþá grunnatvinnuvegur á Íslandi. „Um fyrirsjáanlega framtíð verða fiskveiðar og vinnsla einn okkar mikilvægustu atvinnuvega. Gild rök má líka að leiða að því að forsvarsmenn útvegsins séu í fararbroddi tækninýjunga, vöruþróunar, markaðssetningar og umhverfisverndar,“ sagði forsetinn. Þetta er rétt hjá forsetanum. Það eru heldur engin geimvísindi að þeir sem eru fremstir í sínum atvinnugreinum eru þar því þeir hafa tileinkað sér tækninýjungar, náð árangri í markaðssetningu og aðlagað sig breytingum. Þetta hafa íslensk útgerðarfyrirtæki gert frábærlega vel. Tveir flokkar sem eru í lykilaðstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar vilja innleiða svokallaða uppboðsleið. Viðræður Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar strönduðu í fyrstu atrennu því síðarnefndu flokkarnir gerðu kröfu um að ríkið myndi setja 3-4 prósent aflahlutdeilda á markað árlega í sérstöku uppboði. Um er að ræða kerfisbreytingu þar sem horfið er frá veiðigjaldakerfi. Viðreisn lét reikna út að þetta gæti árlega skilað 15 milljörðum króna til ríkisins. Það er hærri fjárhæð en veiðigjöld á uppsjávarfisk og bolfisk skila til samans. Það er hins vegar líka hugsanlegt að þetta skili lægri fjárhæð en það veltur á framkvæmd uppboðsins og þátttöku í því. Ekki var stuðningur fyrir kerfisbreytingu af þessu tagi í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Formaður Sjálfstæðisflokksins taldi sig ekki eiga annan kost en að slíta viðræðum flokkanna meðal annars af þessari ástæðu. Spyrja má, er slík kerfisbreyting til þess fallin að veikja sjávarútveginn og draga úr verðmætasköpun atvinnugreinarinnar? Við höfum engin svör við þessu enda hefur þetta aldrei verið reynt hér. Það er samt mjög erfitt að sjá hvers vegna þetta ætti að veikja atvinnugreinina. Það leiðir af eðli máls að fyrirtæki með sérþekkingu á þessu sviði myndu kaupa þessar aflaheimildir og skapa verðmæti úr þeim. Rétt eins og útvegsfyrirtækin hafa gert á grundvelli úthlutunar í áranna rás. Lög um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri setja síðan miklar takmarkanir á eignarhald útlendinga á útvegsfyrirtækjum. Þakið er við 25 prósentin svo fæðuöryggissjónarmiðin halda vart vatni. Uppboðsleiðin er bara ein aðferð af mörgum við að rukka fyrir afnot af auðlindum íslenska ríkisins innan 200 mílna efnahagslögsögunnar. Að þessu sögðu samt er mikilvægt að muna að sjávarútvegurinn hefur skapað mikil verðmæti og störf fyrir þjóðarbúið. Menn þurfa að hafa fast land undir fótum þegar breytingar á þessari atvinnugrein eru annars vegar. Við eigum ekki að fara í tilraunastarfsemi að nauðsynjalausu með eitt af fjöreggjum þjóðarinnar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun