Kolbrún Sara gerir upp upprunaleitina: „Ég er moldrík kona í dag“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. nóvember 2016 11:15 Magnað ferðalag. „Vil þakka ykkur hverjum og einum fyrir stuðning í máli, myndum og símtölum. Ég er aftur orðlaus yfir viðtökunum,“ segir Kolbrún Sara Larsen í færslu á Facebook en undanfarnar þrjár vikur hefur verið fjallað um leit Kolbrúnar að foreldrum sínum í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. Ferðalag hennar var ótrúlegt og eignaðist hún meðal annars 11 systkini í leiðinni. „Hvern hefði grunað að ég kæmi heim frá Tyrklandi með bakpokann fullan af upplýsingum, auka ári (hóst) og þakklæti? Tja ekki mér,“ segir hún en í þáttunum kom meðal annars í ljós að Kolbrún er fædd árið 1979, ekki 1980 eins og hún hélt alltaf. „Ég fór út í þessa ferð grunlaus um hvað myndi gerast og hvað myndi koma uppá yfirborðið. Það var auðvitað skrýtið að taka myndatökumann og reynslubolta og mjög svo fróðleiksfúsa konu með sér. Ég er þó þakklát þeim í dag því nú á ég allt saman samansett á fallega hátt sem fyllir heila bíómynd.“Fór út með nokkur vopn á hendi Kolbrúns segir að saga hennar minni á Grimmsævintýri og hefði hana aldrei órað fyrir hversu marga lykkjur ævintýrið tók á alltof stuttum tíma. „Ég fór út með nokkur vopn í hendi. Ég ákvað að leita ekki uppi neinar upplýsingar, þ.e.a.s um landið og þjóð, áður en lagt yrði af stað. Engin krafa var gerð á einn eða neinn hvorki sjálfa mig, ferðafélagana mína né fjölskyldumeðlimi mína, heima og ytra. Ég gerði mér engar vonir né væntingar. Ákvað að taka á móti og vera opin fyrir ólíkri menningu og hugsunarhætti. Það var það eina sem ég gat gert.“ Hún segist hafa tekið ákvörðun að fara ein af stað með ókunnugu fólki. „Í stað þess að taka maka eða börn með. Þetta átti algjörlega að vera mín upplifun á mínum grundvelli. Nú tala ég mikið um mig, en ég hugsaði að ef ég hefði ekki farið með þann hugsunarhátt þá hefði ég líka ekki haft tíma til að njóta, njóta hvers augnabliks og hverrar stundar. Skilningarvitin voru fullnýtt.“ Kolbrún segist hafa fundið móður sína Yeter og föður sinn Husseyin, þeirra maka og stjúpbörn og auka eiginkonu.Eignaðist ellefu systkini „Eignaðist 11 ný systkini, 4 alsystur og 7 hálfsystkini. 10 uppeldissystkini sem voru hluti af mér og dekruðu mig fyrstu 2 árin og frænku sem dáði mig. Ég var alltaf hluti af risastórri fjölskyldu og myndin er heil. Komst að því að þau leituðu öll sem eitt logandi ljósi að mér í mörg ár. Komst að því að þau sæju alltaf eftir því að hafa gefið mig frá sér. Sambland af neyð, skorti á upplýsingum og umhverfisaðstæðum gerðu það að verkum að ég endaði á Íslandi.“ Hún segist hafa fundið fólkið sitt, sem sumt sé uppfullt af sektarkennd og eftirsjá. „Þau dæma sig hart og ég finn svo mikið til með þeim. Ég gerði eins og ég gat að hughreysta þau og styrkja þau í þeirri trú að ég hafi haft það gott og beri engan kala til þeirra. Þvert á móti stækkaði hjartað mitt margfalt og eru þau komin til að vera í mínum huga. Reyni allt sem ég get til þess áfram. Það sem kom mér kannski allra mest á óvart ef burt er séð frá því að hafa fundið þau öll. Er að hugsunarhátturinn, hláturinn, skapgerðin, hendurnar, vaxtarlagið, göngulagið, nefið, hárið, hlýjan, forvitnin, húmorinn og brosið, þekkti ég sjálf og upplifði inn að beini. Í fyrsta skiptið á ævinni get ég samsamað mig öðrum.“ Kolbrúnu langar að aðstoða aðra í sömu stöðu. „Veit ekki hvernig ég fer að því. Er alltaf til í að spjalla og miðla af reynslu. Ekkert er mér heilagt, svona eins og mamma Yeter komst einnig að orði. Næsta skref er algjörlega í lausu lofti, mér finnst ég samt ekki geta hætt núna. Þessi ótrúlega saga þarf að komast á prent á einn eða annan hátt. Eitt er þó víst að ég er moldrík kona í dag.“ Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Leitin að upprunanum: Hitti systur sínar og föður í fyrsta skipti "Augnablikið sem ég er búin að bíða eftir í meira en 30 ár var bara áðan og er allt í einu búið,“ sagði Kolbrún Sara Larsen í fjórða þætti af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gær en í þættinum hitti hún fjórar eldri systur sínar og föður í fyrsta skipti síðan hún var ættleidd frá Tyrklandi til Íslands tveggja ára gömul. 14. nóvember 2016 13:47 Kolbrún Sara missir sjálf af lokaþættinum: „Vona svo sannarlega að þið njótið og dæmið ekki“ "Ekki það að ég þurfi að minna á en langaði bara að láta ykkur vita að síðasti þátturinn af ferðalagi mínu í leitinni minni að upprunanum er í kvöld. Sjálf er ég að vinna og þar af leiðandi fæ ég ekki að horfa á sama tíma og þið,“ segir Kolbrún Sara Larsen í stöðufærslu á Facebook. 20. nóvember 2016 16:30 Kolbrún hélt að hún væri fyrsta barn foreldra sinna Ef þú horfðir ekki á Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi skaltu hætta að lesa, því hér á eftir fylgja upplýsingar um það sem fram kom í þættinum. 7. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
„Vil þakka ykkur hverjum og einum fyrir stuðning í máli, myndum og símtölum. Ég er aftur orðlaus yfir viðtökunum,“ segir Kolbrún Sara Larsen í færslu á Facebook en undanfarnar þrjár vikur hefur verið fjallað um leit Kolbrúnar að foreldrum sínum í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. Ferðalag hennar var ótrúlegt og eignaðist hún meðal annars 11 systkini í leiðinni. „Hvern hefði grunað að ég kæmi heim frá Tyrklandi með bakpokann fullan af upplýsingum, auka ári (hóst) og þakklæti? Tja ekki mér,“ segir hún en í þáttunum kom meðal annars í ljós að Kolbrún er fædd árið 1979, ekki 1980 eins og hún hélt alltaf. „Ég fór út í þessa ferð grunlaus um hvað myndi gerast og hvað myndi koma uppá yfirborðið. Það var auðvitað skrýtið að taka myndatökumann og reynslubolta og mjög svo fróðleiksfúsa konu með sér. Ég er þó þakklát þeim í dag því nú á ég allt saman samansett á fallega hátt sem fyllir heila bíómynd.“Fór út með nokkur vopn á hendi Kolbrúns segir að saga hennar minni á Grimmsævintýri og hefði hana aldrei órað fyrir hversu marga lykkjur ævintýrið tók á alltof stuttum tíma. „Ég fór út með nokkur vopn í hendi. Ég ákvað að leita ekki uppi neinar upplýsingar, þ.e.a.s um landið og þjóð, áður en lagt yrði af stað. Engin krafa var gerð á einn eða neinn hvorki sjálfa mig, ferðafélagana mína né fjölskyldumeðlimi mína, heima og ytra. Ég gerði mér engar vonir né væntingar. Ákvað að taka á móti og vera opin fyrir ólíkri menningu og hugsunarhætti. Það var það eina sem ég gat gert.“ Hún segist hafa tekið ákvörðun að fara ein af stað með ókunnugu fólki. „Í stað þess að taka maka eða börn með. Þetta átti algjörlega að vera mín upplifun á mínum grundvelli. Nú tala ég mikið um mig, en ég hugsaði að ef ég hefði ekki farið með þann hugsunarhátt þá hefði ég líka ekki haft tíma til að njóta, njóta hvers augnabliks og hverrar stundar. Skilningarvitin voru fullnýtt.“ Kolbrún segist hafa fundið móður sína Yeter og föður sinn Husseyin, þeirra maka og stjúpbörn og auka eiginkonu.Eignaðist ellefu systkini „Eignaðist 11 ný systkini, 4 alsystur og 7 hálfsystkini. 10 uppeldissystkini sem voru hluti af mér og dekruðu mig fyrstu 2 árin og frænku sem dáði mig. Ég var alltaf hluti af risastórri fjölskyldu og myndin er heil. Komst að því að þau leituðu öll sem eitt logandi ljósi að mér í mörg ár. Komst að því að þau sæju alltaf eftir því að hafa gefið mig frá sér. Sambland af neyð, skorti á upplýsingum og umhverfisaðstæðum gerðu það að verkum að ég endaði á Íslandi.“ Hún segist hafa fundið fólkið sitt, sem sumt sé uppfullt af sektarkennd og eftirsjá. „Þau dæma sig hart og ég finn svo mikið til með þeim. Ég gerði eins og ég gat að hughreysta þau og styrkja þau í þeirri trú að ég hafi haft það gott og beri engan kala til þeirra. Þvert á móti stækkaði hjartað mitt margfalt og eru þau komin til að vera í mínum huga. Reyni allt sem ég get til þess áfram. Það sem kom mér kannski allra mest á óvart ef burt er séð frá því að hafa fundið þau öll. Er að hugsunarhátturinn, hláturinn, skapgerðin, hendurnar, vaxtarlagið, göngulagið, nefið, hárið, hlýjan, forvitnin, húmorinn og brosið, þekkti ég sjálf og upplifði inn að beini. Í fyrsta skiptið á ævinni get ég samsamað mig öðrum.“ Kolbrúnu langar að aðstoða aðra í sömu stöðu. „Veit ekki hvernig ég fer að því. Er alltaf til í að spjalla og miðla af reynslu. Ekkert er mér heilagt, svona eins og mamma Yeter komst einnig að orði. Næsta skref er algjörlega í lausu lofti, mér finnst ég samt ekki geta hætt núna. Þessi ótrúlega saga þarf að komast á prent á einn eða annan hátt. Eitt er þó víst að ég er moldrík kona í dag.“
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Leitin að upprunanum: Hitti systur sínar og föður í fyrsta skipti "Augnablikið sem ég er búin að bíða eftir í meira en 30 ár var bara áðan og er allt í einu búið,“ sagði Kolbrún Sara Larsen í fjórða þætti af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gær en í þættinum hitti hún fjórar eldri systur sínar og föður í fyrsta skipti síðan hún var ættleidd frá Tyrklandi til Íslands tveggja ára gömul. 14. nóvember 2016 13:47 Kolbrún Sara missir sjálf af lokaþættinum: „Vona svo sannarlega að þið njótið og dæmið ekki“ "Ekki það að ég þurfi að minna á en langaði bara að láta ykkur vita að síðasti þátturinn af ferðalagi mínu í leitinni minni að upprunanum er í kvöld. Sjálf er ég að vinna og þar af leiðandi fæ ég ekki að horfa á sama tíma og þið,“ segir Kolbrún Sara Larsen í stöðufærslu á Facebook. 20. nóvember 2016 16:30 Kolbrún hélt að hún væri fyrsta barn foreldra sinna Ef þú horfðir ekki á Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi skaltu hætta að lesa, því hér á eftir fylgja upplýsingar um það sem fram kom í þættinum. 7. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Leitin að upprunanum: Hitti systur sínar og föður í fyrsta skipti "Augnablikið sem ég er búin að bíða eftir í meira en 30 ár var bara áðan og er allt í einu búið,“ sagði Kolbrún Sara Larsen í fjórða þætti af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gær en í þættinum hitti hún fjórar eldri systur sínar og föður í fyrsta skipti síðan hún var ættleidd frá Tyrklandi til Íslands tveggja ára gömul. 14. nóvember 2016 13:47
Kolbrún Sara missir sjálf af lokaþættinum: „Vona svo sannarlega að þið njótið og dæmið ekki“ "Ekki það að ég þurfi að minna á en langaði bara að láta ykkur vita að síðasti þátturinn af ferðalagi mínu í leitinni minni að upprunanum er í kvöld. Sjálf er ég að vinna og þar af leiðandi fæ ég ekki að horfa á sama tíma og þið,“ segir Kolbrún Sara Larsen í stöðufærslu á Facebook. 20. nóvember 2016 16:30
Kolbrún hélt að hún væri fyrsta barn foreldra sinna Ef þú horfðir ekki á Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi skaltu hætta að lesa, því hér á eftir fylgja upplýsingar um það sem fram kom í þættinum. 7. nóvember 2016 10:30