Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2016 11:38 "Landsbankinn er sammála því að selja eigi eignir í opnu söluferli og vinnur eftir þeirri meginreglu, enda hefur bankinn gert það nema í örfáum tilfellum.“ Fréttablaðið/Vilhelm Landsbankinn tekur niðurstöðum og ábendingum skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölu Landsbankans á árunum 2010 til 2016 alvarlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum vegna skýrslunnar sem kom út í morgun. Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. „Landsbankinn er sammála því að selja eigi eignir í opnu söluferli og vinnur eftir þeirri meginreglu, enda hefur bankinn gert það nema í örfáum tilfellum. Undantekningar frá reglunni um opið söluferli skulu samþykktar af bankaráði og ákvarðanir rökstuddar og skráðar. Landsbankinn tekur ákvarðanir með hagsmuni bankans að leiðarljósi og fer eftir þeim lögum og reglum sem gilda á hverjum tíma,“ segir í tilkynningu bankans. Þá er haft eftir Helgu Björk Eiríksdóttur, formanni bankaráðs Landsbankans, að bankinn takis niðurstöðum og ábendingum skýrslunnar alvarlega. „Við fengum drög að skýrslunni til skoðunar og í henni koma fram okkar viðbrögð við ábendingum Ríkisendurskoðunar. Á síðustu misserum hefur verið bætt úr mörgu af því sem Ríkisendurskoðun gagnrýnir en það er okkar markmið að læra af reynslunni og gera ávallt betur. Í því ljósi munum við kynna okkur efni endanlegrar skýrslu ítarlega og meta hvort frekari aðgerða er þörf,“ segir Helga Björk. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að bankinn muni ekki tjá sig frekar um sölu á hlut sínum í Borgun þar sem bankinn undirbúi málsókn vegna sölunnar en í tilkynningunni segir: „Landsbankinn er gagnrýndur fyrir að hafa ekki, við sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun árið 2014, séð fyrir að Borgun ætti rétt á verðmætum í tengslum við yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Eins og áður hefur komið fram telur bankinn að Borgun hefði átt að upplýsa um þetta í söluferlinu, enda höfðu stjórnendur félagsins skuldbundið sig til að greina frá öllu sem gæti haft áhrif á verðmæti þess. Landsbankinn hefur undanfarna mánuði undirbúið málsókn vegna þess að hann telur sig hafa farið á mis við verðmæti í viðskiptunum. Vegna fyrirhugaðrar málsóknar mun bankinn, að svo stöddu, ekki tjá sig frekar um sölu á hlut bankans í Borgun.“ Borgunarmálið Tengdar fréttir Endanleg skýrsla um Borgun er væntanleg Von er á endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Borgunarmálið öðrum hvorum megin við helgina. Verið er að leggja lokahönd á skýrsluna og venja er að málsaðilar fái einn til tvo daga til að lesa slíkar skýrslur yfir áður en þær eru birtar opinberlega. 17. nóvember 2016 07:00 Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08 Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Landsbankinn tekur niðurstöðum og ábendingum skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölu Landsbankans á árunum 2010 til 2016 alvarlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum vegna skýrslunnar sem kom út í morgun. Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. „Landsbankinn er sammála því að selja eigi eignir í opnu söluferli og vinnur eftir þeirri meginreglu, enda hefur bankinn gert það nema í örfáum tilfellum. Undantekningar frá reglunni um opið söluferli skulu samþykktar af bankaráði og ákvarðanir rökstuddar og skráðar. Landsbankinn tekur ákvarðanir með hagsmuni bankans að leiðarljósi og fer eftir þeim lögum og reglum sem gilda á hverjum tíma,“ segir í tilkynningu bankans. Þá er haft eftir Helgu Björk Eiríksdóttur, formanni bankaráðs Landsbankans, að bankinn takis niðurstöðum og ábendingum skýrslunnar alvarlega. „Við fengum drög að skýrslunni til skoðunar og í henni koma fram okkar viðbrögð við ábendingum Ríkisendurskoðunar. Á síðustu misserum hefur verið bætt úr mörgu af því sem Ríkisendurskoðun gagnrýnir en það er okkar markmið að læra af reynslunni og gera ávallt betur. Í því ljósi munum við kynna okkur efni endanlegrar skýrslu ítarlega og meta hvort frekari aðgerða er þörf,“ segir Helga Björk. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að bankinn muni ekki tjá sig frekar um sölu á hlut sínum í Borgun þar sem bankinn undirbúi málsókn vegna sölunnar en í tilkynningunni segir: „Landsbankinn er gagnrýndur fyrir að hafa ekki, við sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun árið 2014, séð fyrir að Borgun ætti rétt á verðmætum í tengslum við yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Eins og áður hefur komið fram telur bankinn að Borgun hefði átt að upplýsa um þetta í söluferlinu, enda höfðu stjórnendur félagsins skuldbundið sig til að greina frá öllu sem gæti haft áhrif á verðmæti þess. Landsbankinn hefur undanfarna mánuði undirbúið málsókn vegna þess að hann telur sig hafa farið á mis við verðmæti í viðskiptunum. Vegna fyrirhugaðrar málsóknar mun bankinn, að svo stöddu, ekki tjá sig frekar um sölu á hlut bankans í Borgun.“
Borgunarmálið Tengdar fréttir Endanleg skýrsla um Borgun er væntanleg Von er á endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Borgunarmálið öðrum hvorum megin við helgina. Verið er að leggja lokahönd á skýrsluna og venja er að málsaðilar fái einn til tvo daga til að lesa slíkar skýrslur yfir áður en þær eru birtar opinberlega. 17. nóvember 2016 07:00 Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08 Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Endanleg skýrsla um Borgun er væntanleg Von er á endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Borgunarmálið öðrum hvorum megin við helgina. Verið er að leggja lokahönd á skýrsluna og venja er að málsaðilar fái einn til tvo daga til að lesa slíkar skýrslur yfir áður en þær eru birtar opinberlega. 17. nóvember 2016 07:00
Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08
Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22