List hins sögulega Guðmundur Andri Thorsson skrifar 21. nóvember 2016 11:15 Óneitanlega er ögn farið að fenna yfir minningar manns af bókum Enidar Blyton – og þó. Voru þetta ekki Finnur og Dísa og Jonni og Anna, Georg og Gunnar lögregluþjónn, Eyrnastór, Doddi og Kidda keila … Og Kíkí og einhver hundur?Fimm fræknu Maður man ekkert hver var hvar enda hétu þau meira og minna sömu nöfnum. Man þó að minnsta kosti að í Fimm-bókunum voru fjórir krakkar og einn hundur; í Dularfullu bókunum var Finnur alltaf að fara í dulargervi og plata Gunnar lögregluþjón; en yfir Ævintýrabókunum grúfði einhver illskilgreinanleg ógn. Í öllum þessum bókum var mikið borðað – samlokur með glóaldinmauki, ef ég man rétt – maður varð gjarnan mjög svangur af að lesa þetta og fór fram í eldhús í leit að hinum lokkandi glóaldinmauki, en gallinn var bara sá að maður vissi ekki alveg hvað það var, enda marmelaði ekki nándar nærri jafn girnilegt orð. Sum sé – Fimm fræknu. Veit ekki hvað við eigum að ganga langt með líkinguna þegar við hugleiðum núverandi stjórnarmyndunarviðræður … hver væri Jonni og hver Anna og umfram allt: hver tæki að sér að vera hundurinn? Við skulum ekki dvelja um of við það heldur hafa hugann við hitt: þau leysa málin – þau vinna saman – þau eru ósigrandi. Hvert þeirra með sín einkenni og sitt næmi á aðstæður, öll njóta þau sín, enda gæta þau þess að fá sér reglulega samloku með glóaldinmauki að ógleymdu hinu dularfulla fleski. Litla samfélagið þeirra er umsetið af bófum og ræningjum, smyglurum og loddurum sem villa á sér heimildir og færa verðmæti sem samfélaginu ber burt til framandi eyja eins og Tortóla og grafa þar í jörðu, en hin ráðsnjöllu og fræknu fimm finna leiðir til að fletta ofan af þessum skúrkum og koma þeim undir manna hendur. Ekkert þeirra myndi nokkru sinni fara í ríkisstjórn með þeim.Samhljómur Eigum við kannski að hætta að tala um rykfallnar barnabækur? Tölum heldur um tónlist. Hún endurspeglar lögmál tilverunnar. Tvíund er ekki hreint tónbil og hljómar ekki vel – tónarnir liggja of mikið saman; þannig var með Sjálfstæðisflokk og Framsókn: þeir draga fram það versta hvor í öðrum, og kannski má líka segja hið sama um stjórn Samfylkingar og Vg, sem varð smám saman eins og símalínusuð. Þríundin er sæt og fagurhljómandi en átakalítil til lengdar, en fimmund er hins vegar tilkomumesta tónbilið, þar ríkir rétta spennan – þegar vel tekst til þá titrar allt þegar hún ómar um glugga og þil en sé söngfólkið ekki með allt sitt á hreinu – algjörlega einbeitt – getur orðið til minnkuð fimmund, sem er afar ómstríð, getur vissulega verið skemmtileg, en var af kirkjunni gefið nafnið „diabolus in musica“ eða tónskratti. Forlátið þessar langdregnu og óljósu líkingar: þetta er sem sé allt spurning um harmoníu, jafnvægi, samhljóm; og við sem höfum sungið í kór höfum lært að syngja inn í hljóminn, afsala okkur eigin prívatrödd til að verða hluti af einhverju sem er miklu stærra en maður sjálfur. Fimmundarstjórnin hefur alla burði til að svo megi verða: Katrín óumdeildur leiðtogi sem nýtur virðingar hvarvetna í þjóðlífinu – og á að verða forsætisráðherra, hvað sem líður meintum ófrávíkjanlegum píratakröfum um utanþingsráðherra, sem við lesum um í miðlum Sjálfsóknarflokksins. Kjósendur úr öllum flokkum vilja Katrínu. Eru þetta annars fimm flokkar? Eru þetta kannski Vg og splundruð Samfylking? Þetta er að minnstra kosti allt hluti af einum og sama þjóðlífsstraumnum. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr samvinnu vinstri manna við frjálslynda flóttamenn úr Sjálfstæðisflokknum; frjálslyndi er ein mikilsverð arfleifð vinstri manna allt frá 19. öld. Samstarf vinstri flokkanna við Framsókn var oft ansi dýru verði keypt – heil Orkuveita handa Alfreð að leika sér með í R-lista og frjálst framsal kvóta kom út úr síðustu fimmflokkastjórn vinstri manna og Framsóknar (að ógleymdum Þórshafnararmi Framsóknar sem fékk heilan togara). Hver étur nú upp eftir öðrum að stjórnmál séu „list hins mögulega“. Mikil ósköp. En það er einhver lítilþægni í þessu máltæki, rétt eins og í hinni ömurlegu speki um að auðvelt sé að vera vitur eftirá. Ríkisstjórnir verða að hugsa um það sem þær fá áorkað þegar þær leggja af stað í förina, hver verður minnisvarðinn, fyrir hvað þeirra verður minnst – hvernig þær bættu líf landsmanna. Og stundum verða stjórnmál einmitt list hins ómögulega þegar þarf að sigrast á margvíslegum hindrunum og komast gegnum hagsmunaþykknið á nýjar lendur betra mannlífs. Þá getur eitthvað stórkostlegt gerst. Stjórnmál eru list hins sögulega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Óneitanlega er ögn farið að fenna yfir minningar manns af bókum Enidar Blyton – og þó. Voru þetta ekki Finnur og Dísa og Jonni og Anna, Georg og Gunnar lögregluþjónn, Eyrnastór, Doddi og Kidda keila … Og Kíkí og einhver hundur?Fimm fræknu Maður man ekkert hver var hvar enda hétu þau meira og minna sömu nöfnum. Man þó að minnsta kosti að í Fimm-bókunum voru fjórir krakkar og einn hundur; í Dularfullu bókunum var Finnur alltaf að fara í dulargervi og plata Gunnar lögregluþjón; en yfir Ævintýrabókunum grúfði einhver illskilgreinanleg ógn. Í öllum þessum bókum var mikið borðað – samlokur með glóaldinmauki, ef ég man rétt – maður varð gjarnan mjög svangur af að lesa þetta og fór fram í eldhús í leit að hinum lokkandi glóaldinmauki, en gallinn var bara sá að maður vissi ekki alveg hvað það var, enda marmelaði ekki nándar nærri jafn girnilegt orð. Sum sé – Fimm fræknu. Veit ekki hvað við eigum að ganga langt með líkinguna þegar við hugleiðum núverandi stjórnarmyndunarviðræður … hver væri Jonni og hver Anna og umfram allt: hver tæki að sér að vera hundurinn? Við skulum ekki dvelja um of við það heldur hafa hugann við hitt: þau leysa málin – þau vinna saman – þau eru ósigrandi. Hvert þeirra með sín einkenni og sitt næmi á aðstæður, öll njóta þau sín, enda gæta þau þess að fá sér reglulega samloku með glóaldinmauki að ógleymdu hinu dularfulla fleski. Litla samfélagið þeirra er umsetið af bófum og ræningjum, smyglurum og loddurum sem villa á sér heimildir og færa verðmæti sem samfélaginu ber burt til framandi eyja eins og Tortóla og grafa þar í jörðu, en hin ráðsnjöllu og fræknu fimm finna leiðir til að fletta ofan af þessum skúrkum og koma þeim undir manna hendur. Ekkert þeirra myndi nokkru sinni fara í ríkisstjórn með þeim.Samhljómur Eigum við kannski að hætta að tala um rykfallnar barnabækur? Tölum heldur um tónlist. Hún endurspeglar lögmál tilverunnar. Tvíund er ekki hreint tónbil og hljómar ekki vel – tónarnir liggja of mikið saman; þannig var með Sjálfstæðisflokk og Framsókn: þeir draga fram það versta hvor í öðrum, og kannski má líka segja hið sama um stjórn Samfylkingar og Vg, sem varð smám saman eins og símalínusuð. Þríundin er sæt og fagurhljómandi en átakalítil til lengdar, en fimmund er hins vegar tilkomumesta tónbilið, þar ríkir rétta spennan – þegar vel tekst til þá titrar allt þegar hún ómar um glugga og þil en sé söngfólkið ekki með allt sitt á hreinu – algjörlega einbeitt – getur orðið til minnkuð fimmund, sem er afar ómstríð, getur vissulega verið skemmtileg, en var af kirkjunni gefið nafnið „diabolus in musica“ eða tónskratti. Forlátið þessar langdregnu og óljósu líkingar: þetta er sem sé allt spurning um harmoníu, jafnvægi, samhljóm; og við sem höfum sungið í kór höfum lært að syngja inn í hljóminn, afsala okkur eigin prívatrödd til að verða hluti af einhverju sem er miklu stærra en maður sjálfur. Fimmundarstjórnin hefur alla burði til að svo megi verða: Katrín óumdeildur leiðtogi sem nýtur virðingar hvarvetna í þjóðlífinu – og á að verða forsætisráðherra, hvað sem líður meintum ófrávíkjanlegum píratakröfum um utanþingsráðherra, sem við lesum um í miðlum Sjálfsóknarflokksins. Kjósendur úr öllum flokkum vilja Katrínu. Eru þetta annars fimm flokkar? Eru þetta kannski Vg og splundruð Samfylking? Þetta er að minnstra kosti allt hluti af einum og sama þjóðlífsstraumnum. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr samvinnu vinstri manna við frjálslynda flóttamenn úr Sjálfstæðisflokknum; frjálslyndi er ein mikilsverð arfleifð vinstri manna allt frá 19. öld. Samstarf vinstri flokkanna við Framsókn var oft ansi dýru verði keypt – heil Orkuveita handa Alfreð að leika sér með í R-lista og frjálst framsal kvóta kom út úr síðustu fimmflokkastjórn vinstri manna og Framsóknar (að ógleymdum Þórshafnararmi Framsóknar sem fékk heilan togara). Hver étur nú upp eftir öðrum að stjórnmál séu „list hins mögulega“. Mikil ósköp. En það er einhver lítilþægni í þessu máltæki, rétt eins og í hinni ömurlegu speki um að auðvelt sé að vera vitur eftirá. Ríkisstjórnir verða að hugsa um það sem þær fá áorkað þegar þær leggja af stað í förina, hver verður minnisvarðinn, fyrir hvað þeirra verður minnst – hvernig þær bættu líf landsmanna. Og stundum verða stjórnmál einmitt list hins ómögulega þegar þarf að sigrast á margvíslegum hindrunum og komast gegnum hagsmunaþykknið á nýjar lendur betra mannlífs. Þá getur eitthvað stórkostlegt gerst. Stjórnmál eru list hins sögulega.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun