Ef það virkar fyrir fisk virkar það fyrir ferðamenn Lars Christensen skrifar 30. nóvember 2016 09:00 Stóran hluta efnahagsbatans á Íslandi síðan 2008 má eigna gríðarlegri fjölgun ferðamanna til landsins. Í síðustu viku birti Isavia nýjustu spá sína um fjölda ferðamanna til landsins með flugi árið 2017. Isavia spáir því að hin mikla fjölgun ferðamanna haldi áfram á næsta ári. Undanfarin ár hefur komum ferðamanna til Íslands fjölgað um 30% á ári. Árið 2017 býst Isavia við að 5,7 milljónir ferðamanna komi til Íslands (í gegnum Keflavíkurflugvöll). Velgengni íslensku ferðaþjónustunnar hefur sannarlega verið góð frétt og það er vissulega mjög góð ástæða til að fagna henni. Hins vegar láta æ fleiri Íslendingar í ljós áhyggjur af hugsanlegum neikvæðum umhverfisáhrifum af þessari sprengingu í ferðamennsku. Ég er vissulega enginn sérfræðingur í umhverfismálum og ég hef mjög litla þekkingu á því hver sé umhverfislega sjálfbær fjöldi ferðamanna sem Ísland getur tekið við, en það er ljóst að það eru takmörk. Mörkin fara auðvitað eftir því um hvers konar ferðamennsku er að ræða og almennum innviðum á Íslandi, en það er ekki erfitt að færa rök fyrir því að það gæti haft (of) neikvæð áhrif á umhverfið ef ferðamenn flæða yfir allt Ísland. Þetta er auðvitað það sem hagfræðingar kalla úthrif. Yfirleitt hafa stjórnvöld reynt að fást við úthrif með tilskipunum og stjórnun. En hagfræðingar kjósa fremur að nota hvatningu til að takast á við úthrifavandamál. Einfaldasta leiðin er að skattleggja það sem veldur úthrifunum. Ef við vildum hemja fjölda ferðamanna til Íslands gætum við þannig einfaldlega skattlagt ferðamennsku. Ísland hefur að vissu leyti slíkan skatt nú þegar. Það er gistináttagjaldið. Ég held hins vegar að það sé til betri leið.Framseljanleg flugsætiMín tillaga er að líkja eftir best heppnaða og hagkvæmasta umhverfisverndarkerfi Íslands – framseljanlega fiskveiðikvótanum. Ég legg til að við tökum upp „framseljanleg flugsæti“, það er að segja að til dæmis einu sinni á ári verði tiltekinn fjöldi leyfa til að koma til Íslands með flugi boðinn upp. Fjöldi leyfa sem seldur er skal ákveðinn af sjálfstæðum hópi sérfræðinga á grunni mismunandi raunhæfra kennistærða eins og ástands innviða, loftmengunar, átroðnings á helstu ferðamannastöðum o.s.frv. Þetta myndi þýða að flugfélögin myndu bjóða í þann „sætakvóta“ sem þau þyrftu fyrir tiltekið tímabil. Verðið á kvótanum færi eftir framboði og eftirspurn. Þetta hefði ótvíræða kosti umfram „ferðamannaskatt“. Segjum, til dæmis, að hægja myndi á hinu hnattræna hagkerfi og „eftirspurnin“ eftir ferðum til Íslands minnkaði þá myndi verðið á sætakvótanum lækka. Auk þess myndi kvótakerfi tryggja að skilvirkustu flugfélögin og þeir ferðamenn sem hefðu mesta löngun til að koma til Íslands væru þeir sem borguðu. Það væri rökrétt að losa sig við gistináttagjaldið ef slíkt kerfi væri tekið upp. Ég hef áður lagt til að stofnaður yrði náttúruauðlindasjóður á Íslandi. Eðlilegt væri að setja tekjurnar af sölu ferðamannakvóta í þennan sjóð. Hugsanlega væri líka hægt að eyrnamerkja hluta af tekjunum fyrir fjárfestingar í innviðum. Ferðamennskan á Íslandi er gríðarlega mikilvæg fyrir íslenska hagkerfið en henni fylgja nokkur úthrif. Það er mjög mikilvægt að allar tilraunir til að stjórna fjölda ferðamanna séu framkvæmdar þannig að þær skemmi ekki ferðaþjónustuna og verndi um leið umhverfið á Íslandi. Framseljanlegir ferðamannakvótar munu tryggja að þessum viðskiptum sé stjórnað á sem skilvirkastan hátt öllum Íslendingum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Lars Christensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Stóran hluta efnahagsbatans á Íslandi síðan 2008 má eigna gríðarlegri fjölgun ferðamanna til landsins. Í síðustu viku birti Isavia nýjustu spá sína um fjölda ferðamanna til landsins með flugi árið 2017. Isavia spáir því að hin mikla fjölgun ferðamanna haldi áfram á næsta ári. Undanfarin ár hefur komum ferðamanna til Íslands fjölgað um 30% á ári. Árið 2017 býst Isavia við að 5,7 milljónir ferðamanna komi til Íslands (í gegnum Keflavíkurflugvöll). Velgengni íslensku ferðaþjónustunnar hefur sannarlega verið góð frétt og það er vissulega mjög góð ástæða til að fagna henni. Hins vegar láta æ fleiri Íslendingar í ljós áhyggjur af hugsanlegum neikvæðum umhverfisáhrifum af þessari sprengingu í ferðamennsku. Ég er vissulega enginn sérfræðingur í umhverfismálum og ég hef mjög litla þekkingu á því hver sé umhverfislega sjálfbær fjöldi ferðamanna sem Ísland getur tekið við, en það er ljóst að það eru takmörk. Mörkin fara auðvitað eftir því um hvers konar ferðamennsku er að ræða og almennum innviðum á Íslandi, en það er ekki erfitt að færa rök fyrir því að það gæti haft (of) neikvæð áhrif á umhverfið ef ferðamenn flæða yfir allt Ísland. Þetta er auðvitað það sem hagfræðingar kalla úthrif. Yfirleitt hafa stjórnvöld reynt að fást við úthrif með tilskipunum og stjórnun. En hagfræðingar kjósa fremur að nota hvatningu til að takast á við úthrifavandamál. Einfaldasta leiðin er að skattleggja það sem veldur úthrifunum. Ef við vildum hemja fjölda ferðamanna til Íslands gætum við þannig einfaldlega skattlagt ferðamennsku. Ísland hefur að vissu leyti slíkan skatt nú þegar. Það er gistináttagjaldið. Ég held hins vegar að það sé til betri leið.Framseljanleg flugsætiMín tillaga er að líkja eftir best heppnaða og hagkvæmasta umhverfisverndarkerfi Íslands – framseljanlega fiskveiðikvótanum. Ég legg til að við tökum upp „framseljanleg flugsæti“, það er að segja að til dæmis einu sinni á ári verði tiltekinn fjöldi leyfa til að koma til Íslands með flugi boðinn upp. Fjöldi leyfa sem seldur er skal ákveðinn af sjálfstæðum hópi sérfræðinga á grunni mismunandi raunhæfra kennistærða eins og ástands innviða, loftmengunar, átroðnings á helstu ferðamannastöðum o.s.frv. Þetta myndi þýða að flugfélögin myndu bjóða í þann „sætakvóta“ sem þau þyrftu fyrir tiltekið tímabil. Verðið á kvótanum færi eftir framboði og eftirspurn. Þetta hefði ótvíræða kosti umfram „ferðamannaskatt“. Segjum, til dæmis, að hægja myndi á hinu hnattræna hagkerfi og „eftirspurnin“ eftir ferðum til Íslands minnkaði þá myndi verðið á sætakvótanum lækka. Auk þess myndi kvótakerfi tryggja að skilvirkustu flugfélögin og þeir ferðamenn sem hefðu mesta löngun til að koma til Íslands væru þeir sem borguðu. Það væri rökrétt að losa sig við gistináttagjaldið ef slíkt kerfi væri tekið upp. Ég hef áður lagt til að stofnaður yrði náttúruauðlindasjóður á Íslandi. Eðlilegt væri að setja tekjurnar af sölu ferðamannakvóta í þennan sjóð. Hugsanlega væri líka hægt að eyrnamerkja hluta af tekjunum fyrir fjárfestingar í innviðum. Ferðamennskan á Íslandi er gríðarlega mikilvæg fyrir íslenska hagkerfið en henni fylgja nokkur úthrif. Það er mjög mikilvægt að allar tilraunir til að stjórna fjölda ferðamanna séu framkvæmdar þannig að þær skemmi ekki ferðaþjónustuna og verndi um leið umhverfið á Íslandi. Framseljanlegir ferðamannakvótar munu tryggja að þessum viðskiptum sé stjórnað á sem skilvirkastan hátt öllum Íslendingum til hagsbóta.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun