Liðsfélagar Kára féllu á „Hafnarfjarðar-prófinu“ | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2016 22:30 Kári Jónsson og „Hafnarfjörður“. Mynd/@DrexelMBB Kári Jónsson, fyrrum leikmaður Hauka í Domino´s deildinni og lykilmaður í íslenska 18 ára landsliðinu, hefur heldur betur slegið í gegn á fyrsta mánuði sínum í bandaríska háskólaboltanum. Kári skoraði sjö þriggja stiga körfur í sigri Drexel-háskólans á High Point um síðustu helgi og var í kjölfarið kosinn íþróttamaður vikunnar í skólanum. Frammistaða Kára hefur kallað á meiri athygli á honum sjálfum og hvaðan hann er. Kári er stoltur Hafnfirðingur og liðsfélagar hans fengu það verkefni að bera nafn íslenska bæjarins fram. Myndbandið með tilraunum liðfélaga Kára var sett inn á Twitter-síðu körfuboltaliðsins og það er fróðlegt að sjá strákana reyna að bera fram „Hafnarfjörður“ Í stuttu máli má segja að þeir hafi allir fallið á „Hafnarfjarðar-prófinu“ en það er hægt að sjá þetta skemmtilega myndband hér fyrir neðan. Kári var kominn í risastórt hlutverk í Haukaliðinu á síðasta tímabili þegar Haukarnir fóru alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Íslenskir körfuboltaáhugamenn vita því alveg hvað strákurinn getur en það er gaman að sjá hann finna fjölina sína strax með Drexel-liðinu.They weren't even close pic.twitter.com/Ztr9yT2bde— Drexel Dragons MBB (@DrexelMBB) December 9, 2016 Through eight games, our leading scorers include a couple of freshmen and a senior big man #GoDragons pic.twitter.com/uuoVneqD1I— Drexel Dragons MBB (@DrexelMBB) December 8, 2016 EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Kári með þrjá þrista í fyrsta leiknum fyrir Drexel | Kristinn og félagar hlupu á vegg Kári Jónsson setti niður þrjá þrista í sínum fyrsta leik fyrir Drexel í bandaríska háskólaboltanum í nótt. Þeir dugðu þó ekki til sigurs gegn Monmouth. Lokatölur 78-65, Monmouth í vil. 12. nóvember 2016 11:50 Kári með fimm þrista í sigri Drekanna | Þetta gerðu íslensku krakkarnir í gær Kári Jónsson var sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær þegar Drekarnir úr Drexel skólanum unnu flottan sigur á North Texas. Fullt af íslenskum krökkum voru að spila í bandaríska háskólakörfuboltanum. 21. nóvember 2016 07:45 Kári stigahæstur í sigri Drexel Kári Jónsson, bakvörður Drexel háskólans í bandarísku háskóladeildinni í körfubolta, var stigahæstur í naumum 78-72 sigri á High Point á útivelli í gær. 4. desember 2016 11:30 Sjáðu þristana sjö hjá Kára sem gerðu hann að íþróttamanni vikunnar | Myndband Haukamaðurinn fer vel af stað í bandarísku háskólakörfunni. 7. desember 2016 08:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Kári Jónsson, fyrrum leikmaður Hauka í Domino´s deildinni og lykilmaður í íslenska 18 ára landsliðinu, hefur heldur betur slegið í gegn á fyrsta mánuði sínum í bandaríska háskólaboltanum. Kári skoraði sjö þriggja stiga körfur í sigri Drexel-háskólans á High Point um síðustu helgi og var í kjölfarið kosinn íþróttamaður vikunnar í skólanum. Frammistaða Kára hefur kallað á meiri athygli á honum sjálfum og hvaðan hann er. Kári er stoltur Hafnfirðingur og liðsfélagar hans fengu það verkefni að bera nafn íslenska bæjarins fram. Myndbandið með tilraunum liðfélaga Kára var sett inn á Twitter-síðu körfuboltaliðsins og það er fróðlegt að sjá strákana reyna að bera fram „Hafnarfjörður“ Í stuttu máli má segja að þeir hafi allir fallið á „Hafnarfjarðar-prófinu“ en það er hægt að sjá þetta skemmtilega myndband hér fyrir neðan. Kári var kominn í risastórt hlutverk í Haukaliðinu á síðasta tímabili þegar Haukarnir fóru alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Íslenskir körfuboltaáhugamenn vita því alveg hvað strákurinn getur en það er gaman að sjá hann finna fjölina sína strax með Drexel-liðinu.They weren't even close pic.twitter.com/Ztr9yT2bde— Drexel Dragons MBB (@DrexelMBB) December 9, 2016 Through eight games, our leading scorers include a couple of freshmen and a senior big man #GoDragons pic.twitter.com/uuoVneqD1I— Drexel Dragons MBB (@DrexelMBB) December 8, 2016
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Kári með þrjá þrista í fyrsta leiknum fyrir Drexel | Kristinn og félagar hlupu á vegg Kári Jónsson setti niður þrjá þrista í sínum fyrsta leik fyrir Drexel í bandaríska háskólaboltanum í nótt. Þeir dugðu þó ekki til sigurs gegn Monmouth. Lokatölur 78-65, Monmouth í vil. 12. nóvember 2016 11:50 Kári með fimm þrista í sigri Drekanna | Þetta gerðu íslensku krakkarnir í gær Kári Jónsson var sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær þegar Drekarnir úr Drexel skólanum unnu flottan sigur á North Texas. Fullt af íslenskum krökkum voru að spila í bandaríska háskólakörfuboltanum. 21. nóvember 2016 07:45 Kári stigahæstur í sigri Drexel Kári Jónsson, bakvörður Drexel háskólans í bandarísku háskóladeildinni í körfubolta, var stigahæstur í naumum 78-72 sigri á High Point á útivelli í gær. 4. desember 2016 11:30 Sjáðu þristana sjö hjá Kára sem gerðu hann að íþróttamanni vikunnar | Myndband Haukamaðurinn fer vel af stað í bandarísku háskólakörfunni. 7. desember 2016 08:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Kári með þrjá þrista í fyrsta leiknum fyrir Drexel | Kristinn og félagar hlupu á vegg Kári Jónsson setti niður þrjá þrista í sínum fyrsta leik fyrir Drexel í bandaríska háskólaboltanum í nótt. Þeir dugðu þó ekki til sigurs gegn Monmouth. Lokatölur 78-65, Monmouth í vil. 12. nóvember 2016 11:50
Kári með fimm þrista í sigri Drekanna | Þetta gerðu íslensku krakkarnir í gær Kári Jónsson var sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær þegar Drekarnir úr Drexel skólanum unnu flottan sigur á North Texas. Fullt af íslenskum krökkum voru að spila í bandaríska háskólakörfuboltanum. 21. nóvember 2016 07:45
Kári stigahæstur í sigri Drexel Kári Jónsson, bakvörður Drexel háskólans í bandarísku háskóladeildinni í körfubolta, var stigahæstur í naumum 78-72 sigri á High Point á útivelli í gær. 4. desember 2016 11:30
Sjáðu þristana sjö hjá Kára sem gerðu hann að íþróttamanni vikunnar | Myndband Haukamaðurinn fer vel af stað í bandarísku háskólakörfunni. 7. desember 2016 08:00