Jólalegt og náttúrulegt í senn Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 9. desember 2016 11:00 Vala skreytir töluvert fyrir jólin og tínir skrautið fram smám saman á aðventunni. Hún er hrifin af náttúrulegu jólaskrauti. VÍSIR/HANNA Vala Karen Guðmundsdóttir hefur einfaldan stíl þegar kemur að jólaskrauti, henni líkar best við náttúrulegt skraut og notar mikið brúnan og hvítan lit. „Ég skreyti töluvert fyrir jólin og tíni skrautið fram smám saman á aðventunni. Ég hef ekki mikið af seríum, bara helling af kertum og eitthvað af ljósum,“ lýsir Vala spurð um hvernig jólaskraut hún hafi á heimilinu. Hún bætir við að hún sé ekki mikið fyrir að halda upp á gamalt dót, hún skipti skrautinu reglulega út, og því sé lítið af jóladótinu hennar sem hafi einhverja sögu.„Ég elska köngla og nota þá mjög mikið. Þeir smellapassa inn í minn náttúrulega stíl og ég tíni mikið af þeim sjálf,“ segir Vala.Fjölskylda Völu, hún og maður hennar og tvær dætur þeirra, halda fast í tvær hefðir á aðventunni. Önnur þeirra er sú að þau fara í sumarbústað og baka fullt af piparkökum og mála á þær. „Við förum alltaf upp í bústað og höfum það kósí, bökum og skrifum á jólakort. Nema í fyrra þá sendi ég í fyrsta skipti engin jólakort og er enn með í maganum yfir af því, ég ætla aldrei að sleppa því aftur. Bústaðarferðin er einn af okkar föstu liðum á aðventunni. Hinn er sá að við förum alltaf út í skóg að ná okkur í jólatré. Jólatrén okkar hafa verið frekar há síðustu ár en við slysuðumst fyrir mörgum árum til að kaupa svo stórt tré að það var hægt að teygja sig til að setja toppinn á það af efri hæðinni sem er opin að hluta og síðan þá hefur það þurft að vera þannig,“ segir hún og hlær.Vala setur alltaf epli í körfu og setur fyrir utan útidyrnar ásamt lukt og grenitré. Henni finnst það gefa hátíðlegan svip.Jólatré í gamaldags stíl keypti Vala fyrir fáum árum. Hún segir tréð vera eftirmynd af jólatrjám sem notuð voru fyrr á tímum. Stundum hafi þau verið skreytt með greni en tréð er alltaf látlaust hjá Völu, með hvítum kertum. MYNDIR/HANNAStofuhillan er huggulega skreytt með látlausu skrauti. Það kemur falleg og notaleg birta af litlu kertahúsunum að sögn Völu.Glerkúluna fékk Vala fyrir mörgum árum í Rúmfatalagernum. Hún á nokkrar kúlur sem hanga uppi, skreyttar á misjafnan máta. "Ég er með kerti í nokkrum og svo kemur ofsalega vel út að hafa svona einfalda jólalega skreytingu í þeim."Fallega skreyttur bakki með greni, kertum og hreindýri. Vala notar bakkann stundum til að hafa aðventukransinn á.Vala notar krukkurnar mikið til að skreyta og skipta þær um svip með árstíðum. Núna eru þær í jólalegum búningi.Kökudunkana keypti Vala nýlega í IKEA. Hún segir í léttum dúr að hún geri þó ekki mikið af smákökum, bara aðeins til að sýnast. Jól Jólafréttir Mest lesið Þakkargjörð í sól og hita Jól Gyðingakökur Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Mömmukökur bestar Jólin Svona gerirðu graflax Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Óskalagatónleikar, aðventu- kvöld og fjölbreytt listalíf Jólin Kjúklingur með ljúfu jólabragði Jól
Vala Karen Guðmundsdóttir hefur einfaldan stíl þegar kemur að jólaskrauti, henni líkar best við náttúrulegt skraut og notar mikið brúnan og hvítan lit. „Ég skreyti töluvert fyrir jólin og tíni skrautið fram smám saman á aðventunni. Ég hef ekki mikið af seríum, bara helling af kertum og eitthvað af ljósum,“ lýsir Vala spurð um hvernig jólaskraut hún hafi á heimilinu. Hún bætir við að hún sé ekki mikið fyrir að halda upp á gamalt dót, hún skipti skrautinu reglulega út, og því sé lítið af jóladótinu hennar sem hafi einhverja sögu.„Ég elska köngla og nota þá mjög mikið. Þeir smellapassa inn í minn náttúrulega stíl og ég tíni mikið af þeim sjálf,“ segir Vala.Fjölskylda Völu, hún og maður hennar og tvær dætur þeirra, halda fast í tvær hefðir á aðventunni. Önnur þeirra er sú að þau fara í sumarbústað og baka fullt af piparkökum og mála á þær. „Við förum alltaf upp í bústað og höfum það kósí, bökum og skrifum á jólakort. Nema í fyrra þá sendi ég í fyrsta skipti engin jólakort og er enn með í maganum yfir af því, ég ætla aldrei að sleppa því aftur. Bústaðarferðin er einn af okkar föstu liðum á aðventunni. Hinn er sá að við förum alltaf út í skóg að ná okkur í jólatré. Jólatrén okkar hafa verið frekar há síðustu ár en við slysuðumst fyrir mörgum árum til að kaupa svo stórt tré að það var hægt að teygja sig til að setja toppinn á það af efri hæðinni sem er opin að hluta og síðan þá hefur það þurft að vera þannig,“ segir hún og hlær.Vala setur alltaf epli í körfu og setur fyrir utan útidyrnar ásamt lukt og grenitré. Henni finnst það gefa hátíðlegan svip.Jólatré í gamaldags stíl keypti Vala fyrir fáum árum. Hún segir tréð vera eftirmynd af jólatrjám sem notuð voru fyrr á tímum. Stundum hafi þau verið skreytt með greni en tréð er alltaf látlaust hjá Völu, með hvítum kertum. MYNDIR/HANNAStofuhillan er huggulega skreytt með látlausu skrauti. Það kemur falleg og notaleg birta af litlu kertahúsunum að sögn Völu.Glerkúluna fékk Vala fyrir mörgum árum í Rúmfatalagernum. Hún á nokkrar kúlur sem hanga uppi, skreyttar á misjafnan máta. "Ég er með kerti í nokkrum og svo kemur ofsalega vel út að hafa svona einfalda jólalega skreytingu í þeim."Fallega skreyttur bakki með greni, kertum og hreindýri. Vala notar bakkann stundum til að hafa aðventukransinn á.Vala notar krukkurnar mikið til að skreyta og skipta þær um svip með árstíðum. Núna eru þær í jólalegum búningi.Kökudunkana keypti Vala nýlega í IKEA. Hún segir í léttum dúr að hún geri þó ekki mikið af smákökum, bara aðeins til að sýnast.
Jól Jólafréttir Mest lesið Þakkargjörð í sól og hita Jól Gyðingakökur Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Mömmukökur bestar Jólin Svona gerirðu graflax Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Óskalagatónleikar, aðventu- kvöld og fjölbreytt listalíf Jólin Kjúklingur með ljúfu jólabragði Jól