Óreyndir öryggisverðir Ívar Halldórsson skrifar 5. desember 2016 12:41 Nú í jólaösinni fjölgar öryggisvörðum í verslunum. En hvaðan koma allir þessir öryggisverðir? Ekki eru þeir til á lager hjá öryggiseftirlitsfyrirtækjunum. Og ekki vaxa þeir á trjánum. Þegar eftirspurn eykst, grípa ýmis öryggiseftirlitsfyrirtæki til þess ráðs að ráða unga og óreynda námsmenn í öryggisgæslu. Þetta eru oft á tíðum menntskælingar sem vilja aukavinnu í desember til að eiga fyrir jólagjöfum o.þ.h. En hvaða skilyrði þarf manneskja að uppfylla til að gerast öryggisvörður í dag? Hvers konar þjálfun þarf manneskja að fá til að geta sinnt þeirri ábyrgð að gæta verðmæta verslana og stöðva þjófa á faglegan máta? Svo virðist sem að viðkomandi þurfi aðeins að passa í vinnufötin til að fá titilinn. Slík virðist manneklan vera orðin í öryggiseftirliti á þessum tíma árs. Öryggisvarðarbúningurinn er látinn fela reynsluleysið og fyrirtæki eru látin greiða fullt verð fyrir þjónustu sem óreyndur starfsmaðurinn getur á engan hátt veitt. Ég hef fylgst með þessu versna undanfarin ár og finnst mér persónulega ósanngjarnt að öryggisfyrirtæki láti viðskiptavini sína greiða fullt gjald fyrir óframfærið og óöruggt ungt fólk í lógó-skyrtum, sem það nennir jafnvel ekki að girða ofan í brækurnar, áður en fyrsta vaktin hefst. Ég hef rætt við þetta fólk og veit því hversu slæmt ástandið er. Þetta unga og óreynda fólk mætir til starfa hjá fyrirtækjum án nokkurrar reynslu í öryggisvörslu. Sumir nýliðar hafa aðeins fengið ábendingu um að horfa á eitthvað kennslumyndband áður en það mætir til öryggisstarfa í fyrsta sinn á ævinni. Í starfsmannahallærinu er hoppað yfir starfsþjálfunarþáttinn og nýgræðingar eru útskrifaðir athugasemdalaust og settir í fallega búninga - gjörsamlega grænir á bak við eyrun. Þeir eru á engan hátt í stakk búnir til að bregðast við aðstæðum sem upp geta komið þegar þjófar reyna að komast undan með verðmæti verslana. Þegar það mætir á staðinn fellur það því oft í hlut þess sem þjónustuna kaupir að fræða óupplýstan öryggisvörðinn um hvernig hann eigi að sinna starfi sínu. Þetta eru ekki góð viðskipti að mínu mati. Ég hef því miður séð allt of marga viðvaninga á vegum öryggisfyrirtækja í jólavertíðinni. Oft hef ég séð óreynda starfsmenn standa áhugalausa og annars hugar við öryggishliðin. Ósannfærandi og óöruggir standa þeir kyrrir og forðast að hafa afskipti af fólki; afskipti sem eru auðvitað óumflýjanleg ef koma á í veg fyrir þjófnað. Reyndar man ég eftir einum sem nennti ekki einu sinni að standa í lappirnar. Hann fékk sér bara sæti og fór að leika sér í símanum sínum. Metnaðurinn enginn. „Fötin skapa manninn“, söng Laddi um árið. Þótt mikið sé til í því tel ég þó víst að fötin skapi ekki lækna, löggur, slökkviliðsmenn og öryggisverði. Reynslan er ekki í rúllukraganum, svo að segja. Þjálfun og fræðsla skapa fagmanninn. Titla og einkennisbúninga þarf að vinna sér inn. Að láta óreynda og ófrædda unglinga sinna öryggisvörslu er að mínu mati lítilsvirðing við þá öryggisverði sem hafa með miklum metnaði sérhæft sig til starfans og unnið sér þannig inn einkennisbúninginn. Ekki síst er ósanngjarnt gagnvart fyrirtækjaeigendum, sem kaupa öryggisþjónustuna í góðri trú um að „varan“ sé góð, að senda þeim óþjálfaða öryggisverði. Mörg fyrirtæki eru þó því miður að kaupa köttinn í sekknum um þessar mundir. Einu fyrirtækin sem geta sætt sig við þykjustu-öryggisverði eru þau fyrirtæki sem eiga aðeins við þykjustu-þjófa að etja í desember, en þau munu víst ekki vera mörg að mér skilst. Fyrirtæki sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta ættu því að vanda val sitt þegar kemur að kaupum á öryggisþjónustu og alls ekki að sætta sig að greiða fullt verð fyrir faglausa þjónustu. Það er þá alveg eins gott að kaupa einhvern öryggisbúning á Amazon og fá síðan frænda sinn eða frænku til að standa í honum fyrir sanngjarna upphæð; þ.e. ef starfsreynsla, geta og hæfni gilda einu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Sjá meira
Nú í jólaösinni fjölgar öryggisvörðum í verslunum. En hvaðan koma allir þessir öryggisverðir? Ekki eru þeir til á lager hjá öryggiseftirlitsfyrirtækjunum. Og ekki vaxa þeir á trjánum. Þegar eftirspurn eykst, grípa ýmis öryggiseftirlitsfyrirtæki til þess ráðs að ráða unga og óreynda námsmenn í öryggisgæslu. Þetta eru oft á tíðum menntskælingar sem vilja aukavinnu í desember til að eiga fyrir jólagjöfum o.þ.h. En hvaða skilyrði þarf manneskja að uppfylla til að gerast öryggisvörður í dag? Hvers konar þjálfun þarf manneskja að fá til að geta sinnt þeirri ábyrgð að gæta verðmæta verslana og stöðva þjófa á faglegan máta? Svo virðist sem að viðkomandi þurfi aðeins að passa í vinnufötin til að fá titilinn. Slík virðist manneklan vera orðin í öryggiseftirliti á þessum tíma árs. Öryggisvarðarbúningurinn er látinn fela reynsluleysið og fyrirtæki eru látin greiða fullt verð fyrir þjónustu sem óreyndur starfsmaðurinn getur á engan hátt veitt. Ég hef fylgst með þessu versna undanfarin ár og finnst mér persónulega ósanngjarnt að öryggisfyrirtæki láti viðskiptavini sína greiða fullt gjald fyrir óframfærið og óöruggt ungt fólk í lógó-skyrtum, sem það nennir jafnvel ekki að girða ofan í brækurnar, áður en fyrsta vaktin hefst. Ég hef rætt við þetta fólk og veit því hversu slæmt ástandið er. Þetta unga og óreynda fólk mætir til starfa hjá fyrirtækjum án nokkurrar reynslu í öryggisvörslu. Sumir nýliðar hafa aðeins fengið ábendingu um að horfa á eitthvað kennslumyndband áður en það mætir til öryggisstarfa í fyrsta sinn á ævinni. Í starfsmannahallærinu er hoppað yfir starfsþjálfunarþáttinn og nýgræðingar eru útskrifaðir athugasemdalaust og settir í fallega búninga - gjörsamlega grænir á bak við eyrun. Þeir eru á engan hátt í stakk búnir til að bregðast við aðstæðum sem upp geta komið þegar þjófar reyna að komast undan með verðmæti verslana. Þegar það mætir á staðinn fellur það því oft í hlut þess sem þjónustuna kaupir að fræða óupplýstan öryggisvörðinn um hvernig hann eigi að sinna starfi sínu. Þetta eru ekki góð viðskipti að mínu mati. Ég hef því miður séð allt of marga viðvaninga á vegum öryggisfyrirtækja í jólavertíðinni. Oft hef ég séð óreynda starfsmenn standa áhugalausa og annars hugar við öryggishliðin. Ósannfærandi og óöruggir standa þeir kyrrir og forðast að hafa afskipti af fólki; afskipti sem eru auðvitað óumflýjanleg ef koma á í veg fyrir þjófnað. Reyndar man ég eftir einum sem nennti ekki einu sinni að standa í lappirnar. Hann fékk sér bara sæti og fór að leika sér í símanum sínum. Metnaðurinn enginn. „Fötin skapa manninn“, söng Laddi um árið. Þótt mikið sé til í því tel ég þó víst að fötin skapi ekki lækna, löggur, slökkviliðsmenn og öryggisverði. Reynslan er ekki í rúllukraganum, svo að segja. Þjálfun og fræðsla skapa fagmanninn. Titla og einkennisbúninga þarf að vinna sér inn. Að láta óreynda og ófrædda unglinga sinna öryggisvörslu er að mínu mati lítilsvirðing við þá öryggisverði sem hafa með miklum metnaði sérhæft sig til starfans og unnið sér þannig inn einkennisbúninginn. Ekki síst er ósanngjarnt gagnvart fyrirtækjaeigendum, sem kaupa öryggisþjónustuna í góðri trú um að „varan“ sé góð, að senda þeim óþjálfaða öryggisverði. Mörg fyrirtæki eru þó því miður að kaupa köttinn í sekknum um þessar mundir. Einu fyrirtækin sem geta sætt sig við þykjustu-öryggisverði eru þau fyrirtæki sem eiga aðeins við þykjustu-þjófa að etja í desember, en þau munu víst ekki vera mörg að mér skilst. Fyrirtæki sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta ættu því að vanda val sitt þegar kemur að kaupum á öryggisþjónustu og alls ekki að sætta sig að greiða fullt verð fyrir faglausa þjónustu. Það er þá alveg eins gott að kaupa einhvern öryggisbúning á Amazon og fá síðan frænda sinn eða frænku til að standa í honum fyrir sanngjarna upphæð; þ.e. ef starfsreynsla, geta og hæfni gilda einu.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar