Jólaguðspjallið er rammpólitískur texti Sólveig Gísladóttir skrifar 3. desember 2016 14:00 Þetta verða þriðju jól Davíðs Þórs sem prestur en þau fyrstu í Laugarneskirkju. Mynd/Anton Brink Séra Davíð Þór Jónsson heldur sína fyrstu jólapredikun sem prestur í Laugarneskirkju á aðfangadag. Þetta eru þriðju jól Davíðs Þórs sem prests og honum hefur lærst að huga frekar að auðmýktinni en umgjörðinni í jólamessunni. "Ég hlýt ekki trúarlegt uppeldi en var þó alinn upp við að jólin væru hringd inn í útvarpinu og svo hlustaði fjölskyldan á útvarpsmessuna undir borðhaldinu,“ segir Davíð Þór sem tekur á móti blaðamanni á skrifstofu sinni í Laugarneskirkju. Hann segist þannig aldrei hafa sótt messu á aðfangadag á sínum uppvaxtarárum. Hann man þó eftir ýmsum jólahefðum heimilisins. „Jólatréð var skreytt á aðfangadag því foreldrar mínir föttuðu að það var eina leiðin til að fá frið fyrir mér. Þannig hafði ég eitthvað við að vera í tilhlökkuninni. Þá vissi ég að jólin voru komin þegar húsið fylltist af rjúpuilmi,“ segir Davíð Þór en hann hefur alla tíð borðað rjúpur á aðfangadag þegar þær hafa á annað borð verið fáanlegar. „Nema ein jólin sem barn þegar ég neitaði að borða svartan mat. Þau jólin borðaði ég súrmjólk og var afar hamingjusamur með það,“ segir hann glettinn.Ætlaði að gera gott gigg Aðfangadagur er í dag orðinn annasamur vinnudagur hjá Davíð Þór. „Ég er með fjórar athafnir á aðfangadag. Ég fer að heiman um hádegi og kem heim um níuleytið.“ Þetta verða þriðju jól Davíðs Þórs sem prestur en hann man vel sína fyrstu jólamessu. „Það var mjög sterk upplifun að standa fyrir framan altarið í fullum skrúða og heyra sína eigin rödd syngja innganginn að jólamessunni í hátíðartóni séra Bjarna,“ segir Davíð Þór sem lagði mikinn metnað í þessa fyrstu jólamessu. „Ég ætlaði að gera virkilega flotta messu, en þegar ég ætlaði að kýla á messuna eins og hvert annað gigg leit ég í spegil til að sjá hvort allt lúkkaði vel. Þá fékk ég pínu áfall að sjá prest í fullum skrúða með andlitið á mér. Ég missti aðeins andann og áttaði mig á að ég hafði verið svo upptekinn af því að skipuleggja gott gigg að ég gleymdi að undirbúa hjartað í sjálfum mér og auðmýktina gagnvart því hlutverki sem ég var í. Ég þurfti því að taka tíu mínútur til að fá jólin í mig til að geta verið sannur fyrir framan altarið. Þetta varð mér lexía og síðan hef ég alltaf passað að vera slakur á umgjörðinni, það er bara sætt ef eitthvað fer úrskeiðis. Ég verð að passa auðmýktina, annars er ég bara að leika prest.“Pólitískur boðskapur Davíð Þór segist ekki leggja meira upp úr jólapredikuninni en öðrum predikunum. Hins vegar gefi jólaguðspjallið færi á krassandi predikun. „Jólaguðspjallið er rammpólitískur texti. Hann fjallar um hina útskúfuðu, misskiptingu í samfélaginu og hvar í samfélaginu guð birtist. Guð birtist ekki hjá hinum innmúruðu heldur kýs að birtast sem fátækt barn vegalauss fólks sem hefur ekki einu sinni sæmandi þak yfir höfuðið. Guð tilkynnir fæðingu frelsarans ekki prestunum, faríseunum eða kónginum heldur hinum lægst settu, hirðunum, sem voru svo útskúfaðir að víða var þeim bannað að koma inn í borgir,“ segir hann og telur jólaguðspjallið eiga mjög vel við í dag. „Mundu, þegar þú setur upp Betlehemsmyndina þína, að þetta er mynd af flóttafólki frá Miðausturlöndum að leita hælis.“Jól eru mörgum erfið Jólin endurspegla ekki aðeins gleði og kærleik. Þau eru einnig mörgum erfið. Davíð Þór hefur sjálfur reynslu af því að líða illa um jólin. „Ég ákvað eitt sinn að sleppa því að halda jól. Ég var nýfráskilinn og pínu þunglyndur og ekki í neinu jólaskapi. Ég sleppti því að skreyta en ætlaði að fara í jólaboð til mömmu. Síðan lagðist mamma veik og því sat ég einn heima á jóladag í óskreyttri íbúð, ekki einu sinni með jólaöl. Ég átti frosna ýsu og þurfti því ekki að svelta. Á venjulegum þriðjudegi í janúar hefði ekki farið illa um mig í þessum aðstæðum, en þarna var þetta ömurlegt og ég hef sjaldan verið eins langt niðri.“ Til prestsins leitar fólk sem á um sárt að binda, til dæmis það sem misst hefur ástvini og þarf nú að horfa fram á fyrstu jólin án þeirra. „Fyrstu jólin eftir ástvinamissi eru mjög erfið og þá skiptir engu hvort viðkomandi kvaddi í janúar eða desember. Við erum svo vanaföst á jólum og því finnur fólk sterklega fyrir því þegar lykilpersónu vantar. Þetta ýfir upp sárin og margir fyllast þunglyndi og kvíða,“ segir Davíð Þór sem segist engar töfralausnir geta gefið. „Eina leiðin út úr sorginni er í gegnum hana. Jesús segir að við eigum að leyfa hverjum degi að nægja sína þjáningu og þó það hljómi harðneskjulega er það satt. Það þýðir að við leyfum þjáningunni að koma út, það er ekki þægilegt en heilbrigt.“Fleiri trúa á guð en kirkju Margir Íslendingar sækja aldrei kirkju nema á jólum. Er það hræsni? „Nei, ef það er partur af jólahaldi fólks er það engin hræsni. Rannsóknir á trúarlífi Íslendinga sýna að meirihlutinn á sér einhverja trú. Kirkjan er bara vettvangur fyrir fólk að iðka hana. Fólk er miklu trúaðra á guð heldur en kirkjuna,“ segir Davíð Þór sem telur að kirkjan verði að átta sig á hlutverki sínu og boða trú á guð en ekki sjálfa sig. „Við verðum að vera með mjög inklúsíva og opna guðfræði og skrúfa niður í rétttrúnaðaráherslum okkar.“Verið óhræddir En hver er boðskapur jólanna? „Stóri boðskapurinn er þessi tvö orð: Verið óhræddir, sem engillinn segir við fjárhirðana. Það að guð sé á meðal okkar, og á meðal þeirra lægst settu. Guð er í hópi flóttamanna en ekki í hópi þeirra sem standa á Austurvelli og mótmæla komu þeirra.“ Jól Jólafréttir Mest lesið Góð bók og nart Jól Allir voru velkomnir í Tryggvaskála Jól Rotaður í fjósi á jólanótt! Jól Stöðumælavörður sektaði jólasvein Jól Marsipan-nougat smákökur Jól Jólasveinninn gefur gjafirnar Jól Eyrnakonfekt á aðventunni Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Alveg skreytingaóð fyrir jólin Jól
Séra Davíð Þór Jónsson heldur sína fyrstu jólapredikun sem prestur í Laugarneskirkju á aðfangadag. Þetta eru þriðju jól Davíðs Þórs sem prests og honum hefur lærst að huga frekar að auðmýktinni en umgjörðinni í jólamessunni. "Ég hlýt ekki trúarlegt uppeldi en var þó alinn upp við að jólin væru hringd inn í útvarpinu og svo hlustaði fjölskyldan á útvarpsmessuna undir borðhaldinu,“ segir Davíð Þór sem tekur á móti blaðamanni á skrifstofu sinni í Laugarneskirkju. Hann segist þannig aldrei hafa sótt messu á aðfangadag á sínum uppvaxtarárum. Hann man þó eftir ýmsum jólahefðum heimilisins. „Jólatréð var skreytt á aðfangadag því foreldrar mínir föttuðu að það var eina leiðin til að fá frið fyrir mér. Þannig hafði ég eitthvað við að vera í tilhlökkuninni. Þá vissi ég að jólin voru komin þegar húsið fylltist af rjúpuilmi,“ segir Davíð Þór en hann hefur alla tíð borðað rjúpur á aðfangadag þegar þær hafa á annað borð verið fáanlegar. „Nema ein jólin sem barn þegar ég neitaði að borða svartan mat. Þau jólin borðaði ég súrmjólk og var afar hamingjusamur með það,“ segir hann glettinn.Ætlaði að gera gott gigg Aðfangadagur er í dag orðinn annasamur vinnudagur hjá Davíð Þór. „Ég er með fjórar athafnir á aðfangadag. Ég fer að heiman um hádegi og kem heim um níuleytið.“ Þetta verða þriðju jól Davíðs Þórs sem prestur en hann man vel sína fyrstu jólamessu. „Það var mjög sterk upplifun að standa fyrir framan altarið í fullum skrúða og heyra sína eigin rödd syngja innganginn að jólamessunni í hátíðartóni séra Bjarna,“ segir Davíð Þór sem lagði mikinn metnað í þessa fyrstu jólamessu. „Ég ætlaði að gera virkilega flotta messu, en þegar ég ætlaði að kýla á messuna eins og hvert annað gigg leit ég í spegil til að sjá hvort allt lúkkaði vel. Þá fékk ég pínu áfall að sjá prest í fullum skrúða með andlitið á mér. Ég missti aðeins andann og áttaði mig á að ég hafði verið svo upptekinn af því að skipuleggja gott gigg að ég gleymdi að undirbúa hjartað í sjálfum mér og auðmýktina gagnvart því hlutverki sem ég var í. Ég þurfti því að taka tíu mínútur til að fá jólin í mig til að geta verið sannur fyrir framan altarið. Þetta varð mér lexía og síðan hef ég alltaf passað að vera slakur á umgjörðinni, það er bara sætt ef eitthvað fer úrskeiðis. Ég verð að passa auðmýktina, annars er ég bara að leika prest.“Pólitískur boðskapur Davíð Þór segist ekki leggja meira upp úr jólapredikuninni en öðrum predikunum. Hins vegar gefi jólaguðspjallið færi á krassandi predikun. „Jólaguðspjallið er rammpólitískur texti. Hann fjallar um hina útskúfuðu, misskiptingu í samfélaginu og hvar í samfélaginu guð birtist. Guð birtist ekki hjá hinum innmúruðu heldur kýs að birtast sem fátækt barn vegalauss fólks sem hefur ekki einu sinni sæmandi þak yfir höfuðið. Guð tilkynnir fæðingu frelsarans ekki prestunum, faríseunum eða kónginum heldur hinum lægst settu, hirðunum, sem voru svo útskúfaðir að víða var þeim bannað að koma inn í borgir,“ segir hann og telur jólaguðspjallið eiga mjög vel við í dag. „Mundu, þegar þú setur upp Betlehemsmyndina þína, að þetta er mynd af flóttafólki frá Miðausturlöndum að leita hælis.“Jól eru mörgum erfið Jólin endurspegla ekki aðeins gleði og kærleik. Þau eru einnig mörgum erfið. Davíð Þór hefur sjálfur reynslu af því að líða illa um jólin. „Ég ákvað eitt sinn að sleppa því að halda jól. Ég var nýfráskilinn og pínu þunglyndur og ekki í neinu jólaskapi. Ég sleppti því að skreyta en ætlaði að fara í jólaboð til mömmu. Síðan lagðist mamma veik og því sat ég einn heima á jóladag í óskreyttri íbúð, ekki einu sinni með jólaöl. Ég átti frosna ýsu og þurfti því ekki að svelta. Á venjulegum þriðjudegi í janúar hefði ekki farið illa um mig í þessum aðstæðum, en þarna var þetta ömurlegt og ég hef sjaldan verið eins langt niðri.“ Til prestsins leitar fólk sem á um sárt að binda, til dæmis það sem misst hefur ástvini og þarf nú að horfa fram á fyrstu jólin án þeirra. „Fyrstu jólin eftir ástvinamissi eru mjög erfið og þá skiptir engu hvort viðkomandi kvaddi í janúar eða desember. Við erum svo vanaföst á jólum og því finnur fólk sterklega fyrir því þegar lykilpersónu vantar. Þetta ýfir upp sárin og margir fyllast þunglyndi og kvíða,“ segir Davíð Þór sem segist engar töfralausnir geta gefið. „Eina leiðin út úr sorginni er í gegnum hana. Jesús segir að við eigum að leyfa hverjum degi að nægja sína þjáningu og þó það hljómi harðneskjulega er það satt. Það þýðir að við leyfum þjáningunni að koma út, það er ekki þægilegt en heilbrigt.“Fleiri trúa á guð en kirkju Margir Íslendingar sækja aldrei kirkju nema á jólum. Er það hræsni? „Nei, ef það er partur af jólahaldi fólks er það engin hræsni. Rannsóknir á trúarlífi Íslendinga sýna að meirihlutinn á sér einhverja trú. Kirkjan er bara vettvangur fyrir fólk að iðka hana. Fólk er miklu trúaðra á guð heldur en kirkjuna,“ segir Davíð Þór sem telur að kirkjan verði að átta sig á hlutverki sínu og boða trú á guð en ekki sjálfa sig. „Við verðum að vera með mjög inklúsíva og opna guðfræði og skrúfa niður í rétttrúnaðaráherslum okkar.“Verið óhræddir En hver er boðskapur jólanna? „Stóri boðskapurinn er þessi tvö orð: Verið óhræddir, sem engillinn segir við fjárhirðana. Það að guð sé á meðal okkar, og á meðal þeirra lægst settu. Guð er í hópi flóttamanna en ekki í hópi þeirra sem standa á Austurvelli og mótmæla komu þeirra.“
Jól Jólafréttir Mest lesið Góð bók og nart Jól Allir voru velkomnir í Tryggvaskála Jól Rotaður í fjósi á jólanótt! Jól Stöðumælavörður sektaði jólasvein Jól Marsipan-nougat smákökur Jól Jólasveinninn gefur gjafirnar Jól Eyrnakonfekt á aðventunni Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Alveg skreytingaóð fyrir jólin Jól