Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2016 20:30 Nýtt 36 herbergja hótel og þjónustumiðstöð eru nú í smíðum á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, að sögn Birgis Jóhannessonar, smiðs hjá Hótel Arnarstapa, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Vélarhljóðin óma þessa dagana á Arnarstapa og þar er unnið rösklega því allt á að vera tilbúið innan fimm mánaða, fyrir lok aprílmánaðar. Ferðaþjónustan Snjófell er að bæta aðstöðuna, með stórri þjónustumiðstöð með veitinga- og minjagripasölu en einnig salernum sem sárlega vantar þarna fyrir ferðamenn.Horft til norðvesturs, í átt til Stapafells og Jökuls. Nýju byggingarnar rísa gegnt núverandi þjónustumiðstöð Snjófells.Grafík/Hótel Arnarstapi.Nýja hótelið verður í nokkrum smáhýsum með alls 36 herbergjum og virðist falla vel að umhverfinu, miðað við grafískar myndir. Meðan við stöldruðum þarna við sáum við nokkrar rútur og slatta af bílaleigubílum þannig að það virðast vera næg verkefni að sinna ferðamönnum. „Hérna getum við farið að vera með opið allt árið. Ég held að það sé alveg grundvöllur fyrir því,“ segir Birgir.Horft til suðvesturs, í átt til Hellnahrauns. Veitingaskálinn og þjónustumiðstöðin verða í stærsta húsinu vinstra megin en hótelið í lágreistu byggingunum hægra megin.Grafík/Hótel Arnarstapi.Það er mögnuð náttúran sem helst dregur ferðamenn á utanvert Snæfellsnes. Jafnvel núna um hávetur er hún sterkt aðdráttarafl. Þarna er það sjálfur jökullinn, en einnig brimið og björgin, fuglalífið og svo gægjast selir upp úr sjónum. Og vafalaust er mannlífið einnig forvitnilegt. Birgir segir að þótt komið sé inn í skammdegi streymi ferðamenn enn út á nes. „Á húsbílum líka og sofa úti. Hér var allt á kafi í snjó um daginn og húsbílar fastir hérna um allt,“ segir smiðurinn hjá Hótel Arnarstapa.Þarna ætla menn að gera út á norðurljósin á veturna, miðað við þessa grafísku mynd, sem sýnir veitingaskálann uppljómaðan.Grafík/Hótel Arnarstapi. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Nýtt 36 herbergja hótel og þjónustumiðstöð eru nú í smíðum á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, að sögn Birgis Jóhannessonar, smiðs hjá Hótel Arnarstapa, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Vélarhljóðin óma þessa dagana á Arnarstapa og þar er unnið rösklega því allt á að vera tilbúið innan fimm mánaða, fyrir lok aprílmánaðar. Ferðaþjónustan Snjófell er að bæta aðstöðuna, með stórri þjónustumiðstöð með veitinga- og minjagripasölu en einnig salernum sem sárlega vantar þarna fyrir ferðamenn.Horft til norðvesturs, í átt til Stapafells og Jökuls. Nýju byggingarnar rísa gegnt núverandi þjónustumiðstöð Snjófells.Grafík/Hótel Arnarstapi.Nýja hótelið verður í nokkrum smáhýsum með alls 36 herbergjum og virðist falla vel að umhverfinu, miðað við grafískar myndir. Meðan við stöldruðum þarna við sáum við nokkrar rútur og slatta af bílaleigubílum þannig að það virðast vera næg verkefni að sinna ferðamönnum. „Hérna getum við farið að vera með opið allt árið. Ég held að það sé alveg grundvöllur fyrir því,“ segir Birgir.Horft til suðvesturs, í átt til Hellnahrauns. Veitingaskálinn og þjónustumiðstöðin verða í stærsta húsinu vinstra megin en hótelið í lágreistu byggingunum hægra megin.Grafík/Hótel Arnarstapi.Það er mögnuð náttúran sem helst dregur ferðamenn á utanvert Snæfellsnes. Jafnvel núna um hávetur er hún sterkt aðdráttarafl. Þarna er það sjálfur jökullinn, en einnig brimið og björgin, fuglalífið og svo gægjast selir upp úr sjónum. Og vafalaust er mannlífið einnig forvitnilegt. Birgir segir að þótt komið sé inn í skammdegi streymi ferðamenn enn út á nes. „Á húsbílum líka og sofa úti. Hér var allt á kafi í snjó um daginn og húsbílar fastir hérna um allt,“ segir smiðurinn hjá Hótel Arnarstapa.Þarna ætla menn að gera út á norðurljósin á veturna, miðað við þessa grafísku mynd, sem sýnir veitingaskálann uppljómaðan.Grafík/Hótel Arnarstapi.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira