Fjárfesta fyrir 600 milljónir í snjallhring Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2016 07:00 Hringurinn frá Oura Ring. Nordicphotos/AFP Finnska sprotafyrirtækið Oura Ring aflaði um sex hundruð milljóna króna í fyrstu fjármögnunarlotu fyrirtækisins. Hyggst fyrirtækið framleiða snjallhring sem fylgist með líkamsstarfsemi þess sem ber hringinn. Á meðal fjársterkra aðila sem fjárfestu í fyrirtækinu eru vísindamenn við MIT, stofnverkfræðingur Skype og stofnandi skráaskiptaforritsins Kazaa. Hringurinn er kominn í almenna sölu en fjármagnið á að nýtast til að hjálpa til við framleiðslu og frekari þróun Oura-hringsins. Um sjötíu prósent allra seldra eintaka hingað til hafa verið seld í Bandaríkjunum. Hringurinn virkar þannig að hann er tengdur með Bluetooth við snjallsíma þess er ber hringinn. Í snjallsímann verður síðan að sækja þar til gert forrit svo hægt sé að skoða upplýsingarnar sem hringurinn aflar. Þar má til dæmis nefna hjartslátt, andardrátt, svefn undanfarinna nátta auk annarra þátta. Út frá þessum upplýsingum mælir hringurinn síðan með líkamsrækt við hæfi fyrir notandann. Segir búnaðurinn notandanum er hann vaknar hvort hann sé úthvíldur eður ei. Ef hann er úthvíldur mælir hringurinn með mikilli áreynslu þann daginn. Í samtali við fréttasíðuna Techcrunch segir forstjórinn, Petteri Lahtela, að næstu skref í þróun hringsins verði stigin í samráði við listamenn og tískuhönnuði. Ljóst er því að áhersla verður lögð á fegurð hringsins á næstunni. Á Techcrunch er sömuleiðis greint frá því að hringurinn eigi auðvelt með að safna upplýsingunum þar sem merki úr æðum í fingrum séu sterkari en úr æðum á úlnlið. Þaðan fá snjallúr sín merki. Oura er hins vegar ekki eina fyrirtækið sem framleiðir snjallhringa en það gerir Ringly sömuleiðis. Hringar Ringly gegna sama hlutverki og Oura, það er að miðla upplýsingum um ástand líkamans í snjallsíma notandans. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Finnska sprotafyrirtækið Oura Ring aflaði um sex hundruð milljóna króna í fyrstu fjármögnunarlotu fyrirtækisins. Hyggst fyrirtækið framleiða snjallhring sem fylgist með líkamsstarfsemi þess sem ber hringinn. Á meðal fjársterkra aðila sem fjárfestu í fyrirtækinu eru vísindamenn við MIT, stofnverkfræðingur Skype og stofnandi skráaskiptaforritsins Kazaa. Hringurinn er kominn í almenna sölu en fjármagnið á að nýtast til að hjálpa til við framleiðslu og frekari þróun Oura-hringsins. Um sjötíu prósent allra seldra eintaka hingað til hafa verið seld í Bandaríkjunum. Hringurinn virkar þannig að hann er tengdur með Bluetooth við snjallsíma þess er ber hringinn. Í snjallsímann verður síðan að sækja þar til gert forrit svo hægt sé að skoða upplýsingarnar sem hringurinn aflar. Þar má til dæmis nefna hjartslátt, andardrátt, svefn undanfarinna nátta auk annarra þátta. Út frá þessum upplýsingum mælir hringurinn síðan með líkamsrækt við hæfi fyrir notandann. Segir búnaðurinn notandanum er hann vaknar hvort hann sé úthvíldur eður ei. Ef hann er úthvíldur mælir hringurinn með mikilli áreynslu þann daginn. Í samtali við fréttasíðuna Techcrunch segir forstjórinn, Petteri Lahtela, að næstu skref í þróun hringsins verði stigin í samráði við listamenn og tískuhönnuði. Ljóst er því að áhersla verður lögð á fegurð hringsins á næstunni. Á Techcrunch er sömuleiðis greint frá því að hringurinn eigi auðvelt með að safna upplýsingunum þar sem merki úr æðum í fingrum séu sterkari en úr æðum á úlnlið. Þaðan fá snjallúr sín merki. Oura er hins vegar ekki eina fyrirtækið sem framleiðir snjallhringa en það gerir Ringly sömuleiðis. Hringar Ringly gegna sama hlutverki og Oura, það er að miðla upplýsingum um ástand líkamans í snjallsíma notandans. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira