Bleikir tyggjópakkar veittu innblástur Guðný Hrönn skrifar 19. desember 2016 16:15 Plötuumslagið utan um plötuna Bubblegum Bitch var unnið af ljósmyndaranum Jiri Hroník, grafíska hönnuðinum Jaromír Hárovník og skúlptúrlistamanninum Vojtéch Nerad. Rapparinn Andrea Rán Jóhannsdóttir, einnig þekkt sem Alvia Islandia, hlaut Kraumsverðlaunin fyrir plötuna sína Bubblegum Bitch fyrr í vikunni. Hún er himinlifandi með viðurkenninguna. „Mér líður eins og ég hafi verið að útskrifast úr menntaskóla,“ segir Alvia og hlær aðspurð hvaða þýðingu Kraumsverðlaunin hafi fyrir hana. „Nema í staðinn fyrir að fara í menntaskóla þá fór ég mína leið og fylgdi draumnum sem var að gefa út plötu. Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert og ég lærði mikið af því. Þannig að já, að fá svona viðurkenningu, það er mjög nett.“Rapparinn Andrea eða Alvia Islandia er að gera góða hluti.Ljósmynd/Helga BlingAlvia var búin að sjá fyrir sér að gera plötuna í þrjú ár. „Já, og ég skrifaði textana á sex mánuðum. Platan var svo tekin upp á þremur dögum uppi í Shades Studio með Hermanni Bridde og hann mixaði síðan plötuna,“ segir Alvia sem er ein af fáum stelpum í rappsenunni á Íslandi. „Það er æðislegt, ég elska að vera stelpa!“ Það sem veitti Alviu innblástur við gerð plötunnar voru bleikir tyggjópakkar, sleikjóar, draumar, tilfinningar og eilífðin að hennar sögn. Hún lýsir plötunni sem „slow trap“-plötu með djúpum bassa sem virkar vel í bílinn og partíið. Alvia er spennt fyrir framhaldinu. „Það er að koma nýtt ár og 2017 verður yndislegt! Það eru fullt af tónleikum framundan og mig langar rosalega að fara hringinn um landið og spila úti á landi. Svo er nóg af nýrri músík og myndböndum á leiðinni og meira skemmtilegt frá mér og GumGumClan,“ segir Alvia og mælir með að áhugasamir fylgist með framhaldinu á vefnum gumgumclan.com. Tónlist Tengdar fréttir Þessi hlutu Kraumsverðlaunin 2016 Kraumsverðlaunin, plötuverðlaun tónlistarsjóðsins Kraums, voru afhent í níunda sinn í dag. 15. desember 2016 18:00 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Rapparinn Andrea Rán Jóhannsdóttir, einnig þekkt sem Alvia Islandia, hlaut Kraumsverðlaunin fyrir plötuna sína Bubblegum Bitch fyrr í vikunni. Hún er himinlifandi með viðurkenninguna. „Mér líður eins og ég hafi verið að útskrifast úr menntaskóla,“ segir Alvia og hlær aðspurð hvaða þýðingu Kraumsverðlaunin hafi fyrir hana. „Nema í staðinn fyrir að fara í menntaskóla þá fór ég mína leið og fylgdi draumnum sem var að gefa út plötu. Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert og ég lærði mikið af því. Þannig að já, að fá svona viðurkenningu, það er mjög nett.“Rapparinn Andrea eða Alvia Islandia er að gera góða hluti.Ljósmynd/Helga BlingAlvia var búin að sjá fyrir sér að gera plötuna í þrjú ár. „Já, og ég skrifaði textana á sex mánuðum. Platan var svo tekin upp á þremur dögum uppi í Shades Studio með Hermanni Bridde og hann mixaði síðan plötuna,“ segir Alvia sem er ein af fáum stelpum í rappsenunni á Íslandi. „Það er æðislegt, ég elska að vera stelpa!“ Það sem veitti Alviu innblástur við gerð plötunnar voru bleikir tyggjópakkar, sleikjóar, draumar, tilfinningar og eilífðin að hennar sögn. Hún lýsir plötunni sem „slow trap“-plötu með djúpum bassa sem virkar vel í bílinn og partíið. Alvia er spennt fyrir framhaldinu. „Það er að koma nýtt ár og 2017 verður yndislegt! Það eru fullt af tónleikum framundan og mig langar rosalega að fara hringinn um landið og spila úti á landi. Svo er nóg af nýrri músík og myndböndum á leiðinni og meira skemmtilegt frá mér og GumGumClan,“ segir Alvia og mælir með að áhugasamir fylgist með framhaldinu á vefnum gumgumclan.com.
Tónlist Tengdar fréttir Þessi hlutu Kraumsverðlaunin 2016 Kraumsverðlaunin, plötuverðlaun tónlistarsjóðsins Kraums, voru afhent í níunda sinn í dag. 15. desember 2016 18:00 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þessi hlutu Kraumsverðlaunin 2016 Kraumsverðlaunin, plötuverðlaun tónlistarsjóðsins Kraums, voru afhent í níunda sinn í dag. 15. desember 2016 18:00