Jólaþorpið vex og vex Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 19. desember 2016 10:00 VÍSIR/GVA Á heimili Mögnu Sveinsdóttur rís fallegt jólaþorp fyrir hver jól. Hún segir það allt hafa byrjað með litlu kirkjuþorpi sem hún keypti fyrir ein jólin í Húsasmiðjunni. „Eftir það hef ég keypt eitt hús fyrir hver jól ásamt nokkrum fylgihlutum og þetta er útkoman. Jólaþorpið hef ég uppi á sjónvarpsskáp í sjónvarpsholinu. Kirkjuþorpið sem ég keypti fyrst er ekki lengur með í þessu jólaþorpi, það var ekkert pláss orðið fyrir það lengur svo það fær góðan stað á annarri hillu í sömu stofu. Ég reikna alveg með að gera annað jólaþorp þar því ég er svo sannarlega komin með delluna,“ segir Magna Sveinsdóttir markaðsfulltrúi.Magna Sveinsdóttir setur jólaþorpið upp um hver jól. MYNDir/GVAAllir elska jólastússið Jólalandið er sett upp fyrsta sunnudag í aðventu og er það í umsjá Mögnu að gera það. „Það tekur ekki langan tíma því ég veit nákvæmlega hvernig ég vil hafa það. Það vogar sér enginn að reyna að breyta og færa til hlut því þá er mér að mæta,“ segir Magna og hlær. Við hliðina á jólalandinu er jólasveinaland ef svo má kalla. Þar hefur Magna alls konar jólasveina. „Þar set ég einnig upp gamlar jólamyndir í ramma af börnunum mínum með jólasveinum. Þessum myndarömmum pakka ég svo niður með jóladótinu.“ Af þessu má ráða að Magna sé mikið jólabarn og aðspurð játar hún það. „Ég er frekar mikið jólabarn enda fædd fjórum dögum fyrir jól. Fjölskyldan mín, maðurinn minn, börnin mín sem eru 23 og 15 ára og tengdadóttir eru það líka. Þau elska allt þetta jólastúss og vilja helst fá jólatréð upp á aðventunni með jólaþorpinu en tréð setjum við yfirleitt upp í kringum tíunda desember.“Jólalegur fulltrúi jólalandsins.Hefðirnar á jólunum Eins og flestar fjölskyldur á fjölskylda Mögnu sínar jólahefðir sem hún heldur í heiðri. Ein hefðin er sú að stórfjölskyldan hittist í súpu á hádegi á aðfangadag heima hjá foreldrum Mögnu þar sem skipst er á jólapökkum. „Síðan er haldið út í kirkjugarð til látinna ættingja og kveikt á kerti. Stórfjölskyldan hittist aftur yfirleitt annan í jólum eða milli jóla og nýárs og þá er drukkið kakó og smákökur borðaðar. Þá er líka spilað, leikið og haft gaman,“ lýsir hún. Auk þess fer fjölskyldan alltaf í skemmtilegan pakkaleik yfir hátíðarnar. Þá koma allir með pakka sem er settur á borð og allir setjast í kringum það. „Síðan drögum við númer og sá sem er númer eitt er fyrstur til að velja sér pakka. Hann opnar pakkann og sýnir hinum. Hann getur alltaf átt von á því að tapa innihaldi þess pakka ef einhver annar vill frekar fá það sem hann fékk heldur en að taka pakka af borðinu. Sá sem tapar pakka fær að velja annan pakka, eða taka hjá öðrum þegar búið er að fara hringinn og komið er að honum aftur. Hann má þó ekki taka aftur pakkann sem stolið var af honum. Þessi hefð vekur ávallt mikla kátínu. Svo í lokin þá er uppljóstrað hver kom með hvaða gjöf,“ segir Magna í léttum dúr.Íbúar jólaþorpsins eru voða krúttlegir.Jólatrén eru líka skreytt í jólaþorpinu.Magna er líka með jólasveinaland og þessir kallar fá að sitja uppi á hillu yfir hátíðarnar.Snjókarlinn fær að vera með í jólasveinalandi enda afskaplega sætur. Föndur Jólaskraut Mest lesið Jól Jól Hó, hó, hó í Hafnarfirði Jól Var stundum kallaður Jesús Jólin Gömul þula um Grýlubörn Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Teymi styrkir Neistann Jól Einn svartur kjóll – þrjú tilefni Jól Matarstell fyrir fjóra (16 stykki) - Tilboð 3.493 kr. (verð áður 4.990 kr.) Jólin Fjölskyldan sameinast á aðventunni Jól Reyni að hafa pakkann persónubundinn Jól
Á heimili Mögnu Sveinsdóttur rís fallegt jólaþorp fyrir hver jól. Hún segir það allt hafa byrjað með litlu kirkjuþorpi sem hún keypti fyrir ein jólin í Húsasmiðjunni. „Eftir það hef ég keypt eitt hús fyrir hver jól ásamt nokkrum fylgihlutum og þetta er útkoman. Jólaþorpið hef ég uppi á sjónvarpsskáp í sjónvarpsholinu. Kirkjuþorpið sem ég keypti fyrst er ekki lengur með í þessu jólaþorpi, það var ekkert pláss orðið fyrir það lengur svo það fær góðan stað á annarri hillu í sömu stofu. Ég reikna alveg með að gera annað jólaþorp þar því ég er svo sannarlega komin með delluna,“ segir Magna Sveinsdóttir markaðsfulltrúi.Magna Sveinsdóttir setur jólaþorpið upp um hver jól. MYNDir/GVAAllir elska jólastússið Jólalandið er sett upp fyrsta sunnudag í aðventu og er það í umsjá Mögnu að gera það. „Það tekur ekki langan tíma því ég veit nákvæmlega hvernig ég vil hafa það. Það vogar sér enginn að reyna að breyta og færa til hlut því þá er mér að mæta,“ segir Magna og hlær. Við hliðina á jólalandinu er jólasveinaland ef svo má kalla. Þar hefur Magna alls konar jólasveina. „Þar set ég einnig upp gamlar jólamyndir í ramma af börnunum mínum með jólasveinum. Þessum myndarömmum pakka ég svo niður með jóladótinu.“ Af þessu má ráða að Magna sé mikið jólabarn og aðspurð játar hún það. „Ég er frekar mikið jólabarn enda fædd fjórum dögum fyrir jól. Fjölskyldan mín, maðurinn minn, börnin mín sem eru 23 og 15 ára og tengdadóttir eru það líka. Þau elska allt þetta jólastúss og vilja helst fá jólatréð upp á aðventunni með jólaþorpinu en tréð setjum við yfirleitt upp í kringum tíunda desember.“Jólalegur fulltrúi jólalandsins.Hefðirnar á jólunum Eins og flestar fjölskyldur á fjölskylda Mögnu sínar jólahefðir sem hún heldur í heiðri. Ein hefðin er sú að stórfjölskyldan hittist í súpu á hádegi á aðfangadag heima hjá foreldrum Mögnu þar sem skipst er á jólapökkum. „Síðan er haldið út í kirkjugarð til látinna ættingja og kveikt á kerti. Stórfjölskyldan hittist aftur yfirleitt annan í jólum eða milli jóla og nýárs og þá er drukkið kakó og smákökur borðaðar. Þá er líka spilað, leikið og haft gaman,“ lýsir hún. Auk þess fer fjölskyldan alltaf í skemmtilegan pakkaleik yfir hátíðarnar. Þá koma allir með pakka sem er settur á borð og allir setjast í kringum það. „Síðan drögum við númer og sá sem er númer eitt er fyrstur til að velja sér pakka. Hann opnar pakkann og sýnir hinum. Hann getur alltaf átt von á því að tapa innihaldi þess pakka ef einhver annar vill frekar fá það sem hann fékk heldur en að taka pakka af borðinu. Sá sem tapar pakka fær að velja annan pakka, eða taka hjá öðrum þegar búið er að fara hringinn og komið er að honum aftur. Hann má þó ekki taka aftur pakkann sem stolið var af honum. Þessi hefð vekur ávallt mikla kátínu. Svo í lokin þá er uppljóstrað hver kom með hvaða gjöf,“ segir Magna í léttum dúr.Íbúar jólaþorpsins eru voða krúttlegir.Jólatrén eru líka skreytt í jólaþorpinu.Magna er líka með jólasveinaland og þessir kallar fá að sitja uppi á hillu yfir hátíðarnar.Snjókarlinn fær að vera með í jólasveinalandi enda afskaplega sætur.
Föndur Jólaskraut Mest lesið Jól Jól Hó, hó, hó í Hafnarfirði Jól Var stundum kallaður Jesús Jólin Gömul þula um Grýlubörn Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Teymi styrkir Neistann Jól Einn svartur kjóll – þrjú tilefni Jól Matarstell fyrir fjóra (16 stykki) - Tilboð 3.493 kr. (verð áður 4.990 kr.) Jólin Fjölskyldan sameinast á aðventunni Jól Reyni að hafa pakkann persónubundinn Jól