McLaren smíðar tíuþúsundasta götubílinn Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2016 10:02 Tíuþúsundasta bílnum fagnað í vikunni. Síðan breski sportbílaframleiðandinn McLaren snéri sér að smíði götubíla, ekki eingöngu keppnisökubíla, fyrir fimm árum síðan hefur fyrirtækinu tekist að smíða 10.000 bíla. Sá tíuþúsundasti rann af færibandinu í þessari viku og var hann af gerðinni McLaren 570S og grár á lit. Mikill stígandi er í fjöldaframleiðslu McLaren en það tók fyrstu 42 mánuðina að ná 5.000 bílum en aðeins 22 mánuði að ná næstu 5.000 bílum. Í fyrra smíðaði McLaren 1.654 bíla en í ár stefnir í smíði 3.000 bíla. McLaren er við það að ná Lamborghini í fjölda smíðaðra bíla á ári en Lamborghini smíðaði 3.245 bíla í fyrra. Ferrari stefnir að því að ná 9.000 bíla smíði árið 2019 og því er langt í að McLaren nái fjöldanum hjá Ferrari í flokki ofurbíla. Tíuþúsundasta bílinn, McLaren 570S bílinn ætlar McLaren að eiga sjálft og geyma á safni sínu, “Heritage Collection”. Bílarnir McLaren 540C, 570S og 570GT hafa aldeilis hafa aldeilis keyrt upp sölu McLaren bíla á síðustu árum og eiga stærstan þáttinn í þessari auknu framleiðslu. Hefur McLaren bætt við framleiðslulínu sína fyrir þá bíla úr 10 í 20 bíla á dag. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent
Síðan breski sportbílaframleiðandinn McLaren snéri sér að smíði götubíla, ekki eingöngu keppnisökubíla, fyrir fimm árum síðan hefur fyrirtækinu tekist að smíða 10.000 bíla. Sá tíuþúsundasti rann af færibandinu í þessari viku og var hann af gerðinni McLaren 570S og grár á lit. Mikill stígandi er í fjöldaframleiðslu McLaren en það tók fyrstu 42 mánuðina að ná 5.000 bílum en aðeins 22 mánuði að ná næstu 5.000 bílum. Í fyrra smíðaði McLaren 1.654 bíla en í ár stefnir í smíði 3.000 bíla. McLaren er við það að ná Lamborghini í fjölda smíðaðra bíla á ári en Lamborghini smíðaði 3.245 bíla í fyrra. Ferrari stefnir að því að ná 9.000 bíla smíði árið 2019 og því er langt í að McLaren nái fjöldanum hjá Ferrari í flokki ofurbíla. Tíuþúsundasta bílinn, McLaren 570S bílinn ætlar McLaren að eiga sjálft og geyma á safni sínu, “Heritage Collection”. Bílarnir McLaren 540C, 570S og 570GT hafa aldeilis hafa aldeilis keyrt upp sölu McLaren bíla á síðustu árum og eiga stærstan þáttinn í þessari auknu framleiðslu. Hefur McLaren bætt við framleiðslulínu sína fyrir þá bíla úr 10 í 20 bíla á dag.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent