Final Fantasy 15: Stór furðulegt en skemmtilegt ævintýri Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2016 08:45 Prinsinn Noctis Lucis Caelum og vinir hans í bardaga. Final Fantasy XV, eða „Bromance Simulator '16“ eins og ég kýs að kalla hann einnig, er langt frá því að vera leiðinlegur. Hann er hins vegar stór furðulegur þar sem hann gerist í heimi þar sem leðurklæddir táningar nota sverð og galdra til þess að drepa brynvarða hermenn með byssur og vélmenni. Einnig má finna skrímsli og djöfla á plánetunni Eos. Vert er að taka fram að undirritaður hefur aldrei áður spilað leik í Final Fantasy seríunni og er ekki ólíklegt að þessi umfjöllun beri þess merki. Saga leiksins jafnast ekki á við þann stórkostlega heim sem Square Enix byggði. FFXV ber þess einnig merki að framleiðsla hans hafi lent í vandræðum, en hún tók tíu ár og framleiðsluteymi leiksins fór í gegnum margar breytingar á þeim tíma. Niðurstaðan er þó á heildina nokkuð góð. Leikurinn fjallar um prinsinn Noctis Lucis Caelum (sem einhverja hluta vegna er asískur en pabbi hans er gamall hvítur karl) og ferðalag hans um plánetuna Eos með þremur vinum sínum. Saman mynda þeir „japanskasta boy band“ sem heimurinn hefur áður séð. (Samanber mynd hér til hliðar)Þessi mynd væri frábær á fyrstu plötu félaganna.Noctis er sendur til þess að giftast Lunafreya Nox Fleuret en brúðkaupið á að festa frið á milli Lucis og Niflheim í sessi. Á meðan Noctis og vinir hans eru á leið til brúðkaupsins gerir Niflheim hins vegar innrás í Lucis, stelur mjög svo mikilvægum kristal og konungurinn Regis, pabbi Noctis, er myrtur. Prinsinn og vinirnir Gladiolus, Ignis og Promto þurfa því að finna heitkonu Noctis og endurheimta kristalinn. Til þess þarf hann að safna 13 töfravopnum forfeðra sinna sem finna má víða um heiminn. Til þess að ferðast um Eos notast þeir vinirnir við nánast gagnlausan bíl (til að byrja með allavega), tvo jafnfljóta eða Chocobo, sem eru nokkurs konar gulir strútar sem hlaupa mjög hratt. Eins og áður segir er Eos ótrúlega stór heimur og vel gerður. Verkefni fyrir spilara eru fjölmörg en flest felast þau í því að fara þangað og finna þetta/drepa þessi skrímsli og fara til baka. Inn á milli eru þó verkefni sem eru mjög skemmtileg.Að ferðast um Eos er þó mjög skemmtilegt og þar er nóg sem hægt er að finna eins og mat, málma og hin flottustu skrímsli. Söguþræði leiksins er skipt niður í 15 kafla en að framleiðendur leiksins hafa talað um að það taki allt að 200 klukkustundir að klára öll verkefni. Hann er þó nokkuð lengi að komast á almennilegt ról. Þá byrjar leikurinn alveg einstaklega rólega, þar sem maður þarf að ýta bíl í nokkrar mínútur. Fyrst þegar ég byrjaði í leiknum steinsofnaði ég í sófanum við að ýta þessum blessaða bíl. En snúum okkur að bardagakerfi FFXV. Hægt er berjast með mismunandi vopnum eins og sverðum, öxum, spjótum, byssum og jafvnel göldrum. Að mestu leyti felast bardagar þó í því að halda einum takka inni til að gera árásir og að ýta á annan á réttum tíma til að verjast. Sum vopn henta betur en önnur gegn mismunandi óvinum og svo skiptir einnig máli hvar óvinirnir eru barðir og hvaðan. Þegar spilarar ráðast aftan að óvinum sínum kemur einn af vinum Noctis til aðstoðar. Þrátt fyrir að árásir og varnir virki einfaldar eru bardagar, sem og óvinir leiksins, mjög fjölbreyttir og skemmtilegir.„Bromance“ vinanna fjögurra er mjög stór hluti Final Fantasy XV. Þeir eru alltaf að spjalla eitthvað þegar maður er að keyra á milli byggðra bóla og að hlaupa á milli verkefna. Samskipti þeirra eru oft á tíðum sniðug en það er eiginlega ótrúlegt hvað margar setningar hafa verið teknar upp fyrir Noctis og félaga hans. Mér fannst ein samskipti alveg sérstaklega áhugaverð: „Það er steinn í einum skónum mínum,“ sagði Promto. Noctis svaraði honum um hæl og sagði honum að „taka steininn“. „Já,“ svaraði Prompto og þar með var þeim samskiptum lokið. Þetta eru langt frá því að vera gáfulegustu eða skemmtilegustu samskipti persóna í tölvuleik sem ég hef spilað, en þetta samtal (af mörgum álíka merkilegum) heillaði mig og ég hugsaði mikið um af hverju þetta hefði yfir höfuð verið sett inn í leikinn. „Small talk“ getur nánast ekki verið smávægilegra. Ég er þó ekki enn kominn með niðurstöðu í þessar vangaveltur mínar, en ég er farinn að hallast að því að markmiðið sé að sýna fram á vinskap. Þeir félagar ræða ekki einungis um áhugaverða hluti heldur einnig mjög óáhugaverða hluti eins og vinir gera í raun og veru. Samband Nocits og vina hans virkar sterkara fyrir vikið.Útilegur umkringdar djöflum Á kvöldin og næturnar koma kröftugir djöflar upp úr jörðinni og ráðast á allt sem þeir sjá og því þurfa Noctis og vinir hans að henda upp tjaldbúðum, en það er bara hægt að gera á þar til gerðum tjaldsvæðum. Líklegast eru þau varin á einhvern hátt gagnvart djöflunum en það er að ég held aldrei útskýrt á nokkurn hátt. Í tjaldbúðunum þarf fyrst að velja hvað félagarnir eiga að borða og matnum fylgja ákveðnir bónusar fyrir næsta dag. Svo þarf að velja úr bestu myndir dagsins og dreifa þeim á samfélagsmiðlum. Það er ákveðinn fítus sem ég skil nákvæmlega ekki neitt í. Promto er mikill ljósmyndari og hann verður sífellt betri í að taka myndir af þeim félögum í ævintýraferð þeirra. Sama þó að fjölskyldumeðlimir þeirra hafi verið myrtir, heimurinn sé að hrynja í kringum þá og þeir séu að berjast gegn skrímslum og öðrum óvættum, þá skiptir miklu máli að ná bestu sjálfunni. Svo fá spilarar að sjá myndir dagsins og stendur til boða að deila þeim á samfélagsmiðlum. Að birta myndir af Noctis og vinum hans á Facebook er ekki skref sem ég vil taka í lífinu.Niðurstaða Final Fantasy XV lítur mjög vel út, hann er skemmtilegur og bardagar eru oft krefjandi og fjörugir að mestu. Það koma upp smá vandamál með sjónarhornið af og til og þá sérstaklega gegn stórum óvinum, sem eru þó margir. Eos er einstaklega vel gerður og opinn heimur með mörgum áhugaverðum persónum. Saga leiksins getur verið furðuleg og á tíðum nánast óskiljanleg en leikurinn nýtur sín best um miðbikið, þegar Eos stendur spilurum opinn. Það er ákveðinn galli hve stór hluti hliðarverkefna er einsleitur, en þau eru svo mörg og heimurinn svo stór að það virðist endalaust hve mikið er hægt að virða fyrir sér og nýtt ævintýri er alltaf handan við hornið.Það sem þú þarft að vita ef þú hefur aldrei spilað Final Fantasy áður. Leikjavísir Tengdar fréttir GameTíví spilar: Final Fantasy XV Beðið hefur verið eftir leiknum með mikilli eftirvæntingu en hann var í um tíu ár í framleiðslu. 29. nóvember 2016 10:45 Conan O'Brien tapar sér í Final Fantasy 15 „Af hverju ætti einhver að spila þennan leik?“ 15. nóvember 2016 13:31 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Final Fantasy XV, eða „Bromance Simulator '16“ eins og ég kýs að kalla hann einnig, er langt frá því að vera leiðinlegur. Hann er hins vegar stór furðulegur þar sem hann gerist í heimi þar sem leðurklæddir táningar nota sverð og galdra til þess að drepa brynvarða hermenn með byssur og vélmenni. Einnig má finna skrímsli og djöfla á plánetunni Eos. Vert er að taka fram að undirritaður hefur aldrei áður spilað leik í Final Fantasy seríunni og er ekki ólíklegt að þessi umfjöllun beri þess merki. Saga leiksins jafnast ekki á við þann stórkostlega heim sem Square Enix byggði. FFXV ber þess einnig merki að framleiðsla hans hafi lent í vandræðum, en hún tók tíu ár og framleiðsluteymi leiksins fór í gegnum margar breytingar á þeim tíma. Niðurstaðan er þó á heildina nokkuð góð. Leikurinn fjallar um prinsinn Noctis Lucis Caelum (sem einhverja hluta vegna er asískur en pabbi hans er gamall hvítur karl) og ferðalag hans um plánetuna Eos með þremur vinum sínum. Saman mynda þeir „japanskasta boy band“ sem heimurinn hefur áður séð. (Samanber mynd hér til hliðar)Þessi mynd væri frábær á fyrstu plötu félaganna.Noctis er sendur til þess að giftast Lunafreya Nox Fleuret en brúðkaupið á að festa frið á milli Lucis og Niflheim í sessi. Á meðan Noctis og vinir hans eru á leið til brúðkaupsins gerir Niflheim hins vegar innrás í Lucis, stelur mjög svo mikilvægum kristal og konungurinn Regis, pabbi Noctis, er myrtur. Prinsinn og vinirnir Gladiolus, Ignis og Promto þurfa því að finna heitkonu Noctis og endurheimta kristalinn. Til þess þarf hann að safna 13 töfravopnum forfeðra sinna sem finna má víða um heiminn. Til þess að ferðast um Eos notast þeir vinirnir við nánast gagnlausan bíl (til að byrja með allavega), tvo jafnfljóta eða Chocobo, sem eru nokkurs konar gulir strútar sem hlaupa mjög hratt. Eins og áður segir er Eos ótrúlega stór heimur og vel gerður. Verkefni fyrir spilara eru fjölmörg en flest felast þau í því að fara þangað og finna þetta/drepa þessi skrímsli og fara til baka. Inn á milli eru þó verkefni sem eru mjög skemmtileg.Að ferðast um Eos er þó mjög skemmtilegt og þar er nóg sem hægt er að finna eins og mat, málma og hin flottustu skrímsli. Söguþræði leiksins er skipt niður í 15 kafla en að framleiðendur leiksins hafa talað um að það taki allt að 200 klukkustundir að klára öll verkefni. Hann er þó nokkuð lengi að komast á almennilegt ról. Þá byrjar leikurinn alveg einstaklega rólega, þar sem maður þarf að ýta bíl í nokkrar mínútur. Fyrst þegar ég byrjaði í leiknum steinsofnaði ég í sófanum við að ýta þessum blessaða bíl. En snúum okkur að bardagakerfi FFXV. Hægt er berjast með mismunandi vopnum eins og sverðum, öxum, spjótum, byssum og jafvnel göldrum. Að mestu leyti felast bardagar þó í því að halda einum takka inni til að gera árásir og að ýta á annan á réttum tíma til að verjast. Sum vopn henta betur en önnur gegn mismunandi óvinum og svo skiptir einnig máli hvar óvinirnir eru barðir og hvaðan. Þegar spilarar ráðast aftan að óvinum sínum kemur einn af vinum Noctis til aðstoðar. Þrátt fyrir að árásir og varnir virki einfaldar eru bardagar, sem og óvinir leiksins, mjög fjölbreyttir og skemmtilegir.„Bromance“ vinanna fjögurra er mjög stór hluti Final Fantasy XV. Þeir eru alltaf að spjalla eitthvað þegar maður er að keyra á milli byggðra bóla og að hlaupa á milli verkefna. Samskipti þeirra eru oft á tíðum sniðug en það er eiginlega ótrúlegt hvað margar setningar hafa verið teknar upp fyrir Noctis og félaga hans. Mér fannst ein samskipti alveg sérstaklega áhugaverð: „Það er steinn í einum skónum mínum,“ sagði Promto. Noctis svaraði honum um hæl og sagði honum að „taka steininn“. „Já,“ svaraði Prompto og þar með var þeim samskiptum lokið. Þetta eru langt frá því að vera gáfulegustu eða skemmtilegustu samskipti persóna í tölvuleik sem ég hef spilað, en þetta samtal (af mörgum álíka merkilegum) heillaði mig og ég hugsaði mikið um af hverju þetta hefði yfir höfuð verið sett inn í leikinn. „Small talk“ getur nánast ekki verið smávægilegra. Ég er þó ekki enn kominn með niðurstöðu í þessar vangaveltur mínar, en ég er farinn að hallast að því að markmiðið sé að sýna fram á vinskap. Þeir félagar ræða ekki einungis um áhugaverða hluti heldur einnig mjög óáhugaverða hluti eins og vinir gera í raun og veru. Samband Nocits og vina hans virkar sterkara fyrir vikið.Útilegur umkringdar djöflum Á kvöldin og næturnar koma kröftugir djöflar upp úr jörðinni og ráðast á allt sem þeir sjá og því þurfa Noctis og vinir hans að henda upp tjaldbúðum, en það er bara hægt að gera á þar til gerðum tjaldsvæðum. Líklegast eru þau varin á einhvern hátt gagnvart djöflunum en það er að ég held aldrei útskýrt á nokkurn hátt. Í tjaldbúðunum þarf fyrst að velja hvað félagarnir eiga að borða og matnum fylgja ákveðnir bónusar fyrir næsta dag. Svo þarf að velja úr bestu myndir dagsins og dreifa þeim á samfélagsmiðlum. Það er ákveðinn fítus sem ég skil nákvæmlega ekki neitt í. Promto er mikill ljósmyndari og hann verður sífellt betri í að taka myndir af þeim félögum í ævintýraferð þeirra. Sama þó að fjölskyldumeðlimir þeirra hafi verið myrtir, heimurinn sé að hrynja í kringum þá og þeir séu að berjast gegn skrímslum og öðrum óvættum, þá skiptir miklu máli að ná bestu sjálfunni. Svo fá spilarar að sjá myndir dagsins og stendur til boða að deila þeim á samfélagsmiðlum. Að birta myndir af Noctis og vinum hans á Facebook er ekki skref sem ég vil taka í lífinu.Niðurstaða Final Fantasy XV lítur mjög vel út, hann er skemmtilegur og bardagar eru oft krefjandi og fjörugir að mestu. Það koma upp smá vandamál með sjónarhornið af og til og þá sérstaklega gegn stórum óvinum, sem eru þó margir. Eos er einstaklega vel gerður og opinn heimur með mörgum áhugaverðum persónum. Saga leiksins getur verið furðuleg og á tíðum nánast óskiljanleg en leikurinn nýtur sín best um miðbikið, þegar Eos stendur spilurum opinn. Það er ákveðinn galli hve stór hluti hliðarverkefna er einsleitur, en þau eru svo mörg og heimurinn svo stór að það virðist endalaust hve mikið er hægt að virða fyrir sér og nýtt ævintýri er alltaf handan við hornið.Það sem þú þarft að vita ef þú hefur aldrei spilað Final Fantasy áður.
Leikjavísir Tengdar fréttir GameTíví spilar: Final Fantasy XV Beðið hefur verið eftir leiknum með mikilli eftirvæntingu en hann var í um tíu ár í framleiðslu. 29. nóvember 2016 10:45 Conan O'Brien tapar sér í Final Fantasy 15 „Af hverju ætti einhver að spila þennan leik?“ 15. nóvember 2016 13:31 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
GameTíví spilar: Final Fantasy XV Beðið hefur verið eftir leiknum með mikilli eftirvæntingu en hann var í um tíu ár í framleiðslu. 29. nóvember 2016 10:45
Conan O'Brien tapar sér í Final Fantasy 15 „Af hverju ætti einhver að spila þennan leik?“ 15. nóvember 2016 13:31