Yfirlýsing frá þingflokki VG eftir viðræðuslit vekur spurningar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2016 15:36 Línur ættu að skýrast á fundi formannanna. vísir/stefán Svo virðist sem krafa Vinstri grænna um að standa fast á að ríkið þurfi að leggja á þriðja tug milljarða króna til heilbrigðis-, mennta- og velferðamálum auk uppbyggingu innviða hafi verið ein ástæða þess að ekki náðist samstaða meðal flokkanna fimm að halda áfram viðræðum um myndun ríkisstjórnar. Það er það sem helst má lesa út úr yfirlýsingu frá flokknum sem að mati sumra vekur fleiri spurningar og svör. Eftir tíu daga samtal Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingar varð ljóst á þriðja tímanum í dag að ekki næðist nægur samhljómur. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skilar umboðinu til forseta Íslands í dag. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir í samtali við Vísi ekki meta það svo að viðræðurnar hafi frekað strandað á Vinstri grænum en öðrum flokkum. „Auðvitað hentar einhverjum að draga upp slíka mynd en mér fannst vera samhljómur þeirra sem sátu við borðið að vera ekki að benda á einhvern einn. Það er ekkert launungarmál að þetta eru ólíkir flokkar. Við erum þarna lengst til vinstri og kannski ekki skrýtið að erfitt sé að finna samhljóm með flokki lengst til hægri,“ segir Katrín.Vinstri grænir sendu frá sér yfirlýsingu um klukkustund eftir að fundi lauk. Kolbeinn Proppé, nýr þingmaður VG, deildi yfirlýsingunni á Facebook og hafa þónokkrir sett spurningamerki við yfirlýsinguna. Eru forystufólk í Samfylkingunni og fólk tengt flokknum áberandi í ummælakerfinu við færslu Kolbeins. Fólk úr Viðreisn kennir greinilega Vinstri grænum um hvernig fór um viðræðurnar sem nú er strand. Kosningastjórinn Stefanía Sigurðardóttir segist til að mynda ekkert skilja.Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata, segir VG valda sér vonbrigðum.„Ég skil vel að það er ákveðinn ágreiningur um mikilvæg mál, en það hlýtur að liggja í augum uppi að þetta er lang„skársti“ kosturinn að ríkisstjórn, frá sjónarhóli allra þessara flokka.“ Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor ræddi stöðu mála í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni þar sem þeirri spurningu var meðal annars velt upp hvort Framsóknarflokkurinn ætti að fá umboð til stjórnarmyndunar. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Svo virðist sem krafa Vinstri grænna um að standa fast á að ríkið þurfi að leggja á þriðja tug milljarða króna til heilbrigðis-, mennta- og velferðamálum auk uppbyggingu innviða hafi verið ein ástæða þess að ekki náðist samstaða meðal flokkanna fimm að halda áfram viðræðum um myndun ríkisstjórnar. Það er það sem helst má lesa út úr yfirlýsingu frá flokknum sem að mati sumra vekur fleiri spurningar og svör. Eftir tíu daga samtal Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingar varð ljóst á þriðja tímanum í dag að ekki næðist nægur samhljómur. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skilar umboðinu til forseta Íslands í dag. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir í samtali við Vísi ekki meta það svo að viðræðurnar hafi frekað strandað á Vinstri grænum en öðrum flokkum. „Auðvitað hentar einhverjum að draga upp slíka mynd en mér fannst vera samhljómur þeirra sem sátu við borðið að vera ekki að benda á einhvern einn. Það er ekkert launungarmál að þetta eru ólíkir flokkar. Við erum þarna lengst til vinstri og kannski ekki skrýtið að erfitt sé að finna samhljóm með flokki lengst til hægri,“ segir Katrín.Vinstri grænir sendu frá sér yfirlýsingu um klukkustund eftir að fundi lauk. Kolbeinn Proppé, nýr þingmaður VG, deildi yfirlýsingunni á Facebook og hafa þónokkrir sett spurningamerki við yfirlýsinguna. Eru forystufólk í Samfylkingunni og fólk tengt flokknum áberandi í ummælakerfinu við færslu Kolbeins. Fólk úr Viðreisn kennir greinilega Vinstri grænum um hvernig fór um viðræðurnar sem nú er strand. Kosningastjórinn Stefanía Sigurðardóttir segist til að mynda ekkert skilja.Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata, segir VG valda sér vonbrigðum.„Ég skil vel að það er ákveðinn ágreiningur um mikilvæg mál, en það hlýtur að liggja í augum uppi að þetta er lang„skársti“ kosturinn að ríkisstjórn, frá sjónarhóli allra þessara flokka.“ Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor ræddi stöðu mála í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni þar sem þeirri spurningu var meðal annars velt upp hvort Framsóknarflokkurinn ætti að fá umboð til stjórnarmyndunar.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira