Fátt því til fyrirstöðu að boða aftur til kosninga Snærós Sindradóttir skrifar 10. desember 2016 07:15 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, velti upp möguleikanum á að mynda þjóðstjórn. Hún gæti litið einhvern veginn svona út. Vísir/Vilhelm Í dag eru sex vikur frá kosningum. Tvær formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafa runnið út í sandinn, tvær óformlegar en opinberar viðræður sömuleiðis og þær óformlegu viðræður sem standa yfir núna hafa dregist á langinn frá því Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagðist ætla að skila stjórnarmyndunarumboðinu strax ef ekki næðist lending í fimm flokka viðræðurnar. Þegar óformlegar viðræður Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks sigldu í strand lét Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hafa eftir sér að þjóðstjórn allra flokka gæti verið skynsamleg lausn til að mynda meirihluta á þingi svo boða megi aftur til kosninga.Bjarni Benediktsson. Fréttablaðið/GVABjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sömuleiðis ljáð máls á öðrum þingkosningum. „Ef það er niðurstaðan af átökum á vettvangi stjórnmálanna á þessu ári að það hafi einhvern veginn komið þannig upp úr kjörkössunum að það er ekki hægt að raða saman kubbunum þannig að það sé traust til staðar og sameiginleg sýn á verkefnin, nú þá er ekkert að því mín vegna að það sé kosið aftur,“ sagði Bjarni í Kastljósi á þriðjudag. Alþingiskosningar áttu að fara fram næsta vor en var flýtt vegna þeirra aðstæðna í stjórnmálum sem sköpuðust þegar flett var ofan af aflandseignum forsætisráðherrahjónanna í fjölmiðlum.Ragnhildur Helgadóttir prófessor við HR.Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, segir að sömu reglur gildi um þingrof og boð til alþingiskosninga við þessar aðstæður sem aðrar. Sigurður Ingi Jóhannsson er enn starfandi forsætisráðherra og ákvörðun um þingrof og kosningar yrði að vera tekin af honum og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. „Vandinn með þetta, eins og með stjórnarmyndanir, er að reglurnar segja tiltölulega lítið en pólitíkin ræður meira. Einu formlegu reglurnar sem við höfum eru reglurnar um þingrof en það er stjórnmálanna að reyna að haga þessu skynsamlega.“ Þrátt fyrir að Sigurður Ingi sé forsætisráðherra sé það ekki svo einfalt að hann geti sjálfur rofið þing og boðið til kosninga. „Það þarf alltaf bæði forseta og forsætisráðherra til að boða til kosninga. Þetta er nefnilega vel hannað hjá okkur. Það að boða til kosninga er auðvitað alvörumál.“ Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands, minnist þess ekki að boðað hafi verið til kosninga áður án þess að ríkisstjórn hafi verið mynduð í millitíðinni. „Það var kosið 25. júní 1978 og aftur í desember 1979. Þá var í raun og veru stjórnarkreppa sem leiddi til þess að kosið var aftur fljótlega. Í september 1978 myndaði Ólafur Jóhannesson ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags en hún var sprungin ári seinna.“ Ragnheiður segir þó ástandið núna ekki langa stjórnarkreppu í sögulegu samhengi. Dæmi séu um að ríkisstjórnir hafi verið myndaðar tæplega þremur mánuðum eftir alþingiskosningar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Í dag eru sex vikur frá kosningum. Tvær formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafa runnið út í sandinn, tvær óformlegar en opinberar viðræður sömuleiðis og þær óformlegu viðræður sem standa yfir núna hafa dregist á langinn frá því Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagðist ætla að skila stjórnarmyndunarumboðinu strax ef ekki næðist lending í fimm flokka viðræðurnar. Þegar óformlegar viðræður Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks sigldu í strand lét Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hafa eftir sér að þjóðstjórn allra flokka gæti verið skynsamleg lausn til að mynda meirihluta á þingi svo boða megi aftur til kosninga.Bjarni Benediktsson. Fréttablaðið/GVABjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sömuleiðis ljáð máls á öðrum þingkosningum. „Ef það er niðurstaðan af átökum á vettvangi stjórnmálanna á þessu ári að það hafi einhvern veginn komið þannig upp úr kjörkössunum að það er ekki hægt að raða saman kubbunum þannig að það sé traust til staðar og sameiginleg sýn á verkefnin, nú þá er ekkert að því mín vegna að það sé kosið aftur,“ sagði Bjarni í Kastljósi á þriðjudag. Alþingiskosningar áttu að fara fram næsta vor en var flýtt vegna þeirra aðstæðna í stjórnmálum sem sköpuðust þegar flett var ofan af aflandseignum forsætisráðherrahjónanna í fjölmiðlum.Ragnhildur Helgadóttir prófessor við HR.Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, segir að sömu reglur gildi um þingrof og boð til alþingiskosninga við þessar aðstæður sem aðrar. Sigurður Ingi Jóhannsson er enn starfandi forsætisráðherra og ákvörðun um þingrof og kosningar yrði að vera tekin af honum og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. „Vandinn með þetta, eins og með stjórnarmyndanir, er að reglurnar segja tiltölulega lítið en pólitíkin ræður meira. Einu formlegu reglurnar sem við höfum eru reglurnar um þingrof en það er stjórnmálanna að reyna að haga þessu skynsamlega.“ Þrátt fyrir að Sigurður Ingi sé forsætisráðherra sé það ekki svo einfalt að hann geti sjálfur rofið þing og boðið til kosninga. „Það þarf alltaf bæði forseta og forsætisráðherra til að boða til kosninga. Þetta er nefnilega vel hannað hjá okkur. Það að boða til kosninga er auðvitað alvörumál.“ Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands, minnist þess ekki að boðað hafi verið til kosninga áður án þess að ríkisstjórn hafi verið mynduð í millitíðinni. „Það var kosið 25. júní 1978 og aftur í desember 1979. Þá var í raun og veru stjórnarkreppa sem leiddi til þess að kosið var aftur fljótlega. Í september 1978 myndaði Ólafur Jóhannesson ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags en hún var sprungin ári seinna.“ Ragnheiður segir þó ástandið núna ekki langa stjórnarkreppu í sögulegu samhengi. Dæmi séu um að ríkisstjórnir hafi verið myndaðar tæplega þremur mánuðum eftir alþingiskosningar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira