Fjárlög taka ekki mið af þörf þeirra sem þurfa að taka lyf 10. desember 2016 07:15 Fjárlög Bjarna Benediktssonar eru veruleg vonbrigði og koma á óvart að mati Jakobs Fals Garðarssonar, framkvæmdastjóra Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á íslandi. Hann segir fjárlög ekki setja nægjanlegt fjármagn í lyfjakaup og að sú upphæð sem eigi að verja í málaflokkinn dugi skammt. „Þessi fjárlög koma mjög á óvart. Það er athyglisvert að undanfarin ár hafa framlög til lyfjamála ekki endurspeglað þá þörf sem við búum við,“ segir Jakob Falur.Þrátt fyrir að fjármagn fyrir nýjum lyfjum hafi ekki enst nema fram í miðjan september samþykkti ríkisstjórnin samt sem áður á fundi í febrúar að tryggja rúma tvo milljarða aukalega til lyfjakaupa. Fréttablaðið/Vilhelm„Ár eftir ár hafa Sjúkratryggingar Íslands farið fram úr fjárlögum og þurfa að fá aukafjármagn með fjáraukalögum. Þetta segir okkur að áætlanagerð fjármálaráðuneytisins er broguð.“ Þann 20. september síðastliðinn var sagt frá því á forsíðu Fréttablaðsins að fjármagn til kaupa á nýjum sjúkrahúslyfjum væri uppurið. Guðrún Gylfadóttir sagði í viðtali við Fréttablaðið að svo væri en bætti við að samt sem áður hefði mikill fjöldi nýrra lyfja verið samþykktur á árinu og lyfjum forgangsraðað. Mikil og ör þróun er í lyfjum, svo sem í krabbameins- og gigtarlyfjum. Þessi lyf eru hins vegar afar kostnaðarsöm fyrir hið opinbera. Á Vesturlöndum hefur þessi málaflokkur vaxið gífurlega og miklum fjármunum árlega varið í lyf. Þrátt fyrir að fjármagn fyrir nýjum lyfjum hafi ekki enst nema fram í miðjan september samþykkti ríkisstjórnin samt sem áður á fundi í febrúar að tryggja rúma tvo milljarða aukalega til lyfjakaupa. Fór því heildarfé í lyfjakaup úr sex milljörðum í átta milljarða.Að mati Jakobs Fals er sama uppi á teningnum á næsta ári ef ekkert verður að gert. „Tal stjórnarmanna um að koma til móts við heilbrigðiskerfið með þeim hætti að fjármagna íslenskt heilbrigðiskerfi að fullu stenst ekki. Fjárlögin taka alls ekki mið af raunverulegri þörf í lyfjamálum og því munum við sjá sama ástandið á næsta ári eins og við höfum verið að sjá síðustu ár,“ segir Jakob Falur. Gerður Gröndal, lyf- og gigtarlæknir, og Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala, reifuðu áhyggjur sínar um málefni sjúkrahúslyfja í ritstjórnargrein Læknablaðsins í október í fyrra. Sögðu þau áhyggjuefni ef lyfjameðferð sjúklinga með alvarlega sjúkdóma næði ekki að vera sambærileg þeirri sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Fjárlagafrumvarp 2017 Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Sjá meira
Fjárlög Bjarna Benediktssonar eru veruleg vonbrigði og koma á óvart að mati Jakobs Fals Garðarssonar, framkvæmdastjóra Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á íslandi. Hann segir fjárlög ekki setja nægjanlegt fjármagn í lyfjakaup og að sú upphæð sem eigi að verja í málaflokkinn dugi skammt. „Þessi fjárlög koma mjög á óvart. Það er athyglisvert að undanfarin ár hafa framlög til lyfjamála ekki endurspeglað þá þörf sem við búum við,“ segir Jakob Falur.Þrátt fyrir að fjármagn fyrir nýjum lyfjum hafi ekki enst nema fram í miðjan september samþykkti ríkisstjórnin samt sem áður á fundi í febrúar að tryggja rúma tvo milljarða aukalega til lyfjakaupa. Fréttablaðið/Vilhelm„Ár eftir ár hafa Sjúkratryggingar Íslands farið fram úr fjárlögum og þurfa að fá aukafjármagn með fjáraukalögum. Þetta segir okkur að áætlanagerð fjármálaráðuneytisins er broguð.“ Þann 20. september síðastliðinn var sagt frá því á forsíðu Fréttablaðsins að fjármagn til kaupa á nýjum sjúkrahúslyfjum væri uppurið. Guðrún Gylfadóttir sagði í viðtali við Fréttablaðið að svo væri en bætti við að samt sem áður hefði mikill fjöldi nýrra lyfja verið samþykktur á árinu og lyfjum forgangsraðað. Mikil og ör þróun er í lyfjum, svo sem í krabbameins- og gigtarlyfjum. Þessi lyf eru hins vegar afar kostnaðarsöm fyrir hið opinbera. Á Vesturlöndum hefur þessi málaflokkur vaxið gífurlega og miklum fjármunum árlega varið í lyf. Þrátt fyrir að fjármagn fyrir nýjum lyfjum hafi ekki enst nema fram í miðjan september samþykkti ríkisstjórnin samt sem áður á fundi í febrúar að tryggja rúma tvo milljarða aukalega til lyfjakaupa. Fór því heildarfé í lyfjakaup úr sex milljörðum í átta milljarða.Að mati Jakobs Fals er sama uppi á teningnum á næsta ári ef ekkert verður að gert. „Tal stjórnarmanna um að koma til móts við heilbrigðiskerfið með þeim hætti að fjármagna íslenskt heilbrigðiskerfi að fullu stenst ekki. Fjárlögin taka alls ekki mið af raunverulegri þörf í lyfjamálum og því munum við sjá sama ástandið á næsta ári eins og við höfum verið að sjá síðustu ár,“ segir Jakob Falur. Gerður Gröndal, lyf- og gigtarlæknir, og Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala, reifuðu áhyggjur sínar um málefni sjúkrahúslyfja í ritstjórnargrein Læknablaðsins í október í fyrra. Sögðu þau áhyggjuefni ef lyfjameðferð sjúklinga með alvarlega sjúkdóma næði ekki að vera sambærileg þeirri sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fjárlagafrumvarp 2017 Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Sjá meira