Stjórnmál verða ekki ævistarfið Snærós Sindradóttir skrifar 10. desember 2016 09:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er fjórði þingmaður Norðvesturkjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hér er hún á heimili sínu. Vísir/Eyþór Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en þó enginn nýgræðingur í stjórnmálum. Hún var sunddrottning á Akranesi á unglingsárunum en nýtur sín nú betur í heita pottinum.Myndir úr fjölskyldualbúminu: Þórdís Kolbrún á ferð um landið með syni sínum og barnsföður. Þórdís sjálf þegar hún var lítil stelpa á Akranesi. Stoltur stóri bróðir með litlu systur nýfædda en dóttir Þórdísar fæddist rétt fyrir nýafstaðnar alþingiskosningar, seint í október. Og loks Þórdís með foreldrum sínum og ömmu við útskriftina úr lagadeild HR í júní 2012, þá með elsta soninn undir belti.Fædd: 4. nóvember 1987 á Akranesi Maki: Hjalti Sigvaldason Mogensen Börn: Marvin Gylfi (4 ára) og Kristín Fjóla (8 vikna) Foreldrar: Gylfi R. Guðmundsson og Fjóla Katrín Ásgeirsdóttir Menntun: Lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík Fyrri störf: Lögfræðingur hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra, stundakennari í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Áhugamál: Lífið.Hver hefur þinn ferill í stjórnmálum verið? Hvar byrjaði þetta allt? Ég byrjaði í stjórn SUS árið 2007 og varð formaður Þórs, félags ungra Sjálfstæðismanna á Akranesi. Það var skemmtilegur tími. Ég tók sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir kosningarnar árið 2007 og tók þátt í prófkjöri árið 2009. Tók aftur sæti á lista árið 2013 og var kosningastjóri í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar árið 2013. Ég er ekki alin upp á pólitísku heimili en ég held að þetta hafi alltaf blundað í mér. Ég sóttist eftir starfi framkvæmdastjóra þingflokksins og Ólöf Nordal leitaði til mín þegar hún varð ráðherra. Tækifærin hafa þannig komið til mín, ég gripið þau en ég hef líka sóst eftir þeim og leitað þau uppi.Hvernig lýst þér á þingmannsstarfið? Mér líst vel á að vera orðin þingmaður. Því fylgir ábyrgð og verkefnin eru æði mörg og misjöfn. Ég hlakka til að takast á við starfið. Ég ber mikla virðingu fyrir Alþingi og þakka af auðmýkt fyrir að fólk hafi treyst mér fyrir því að taka þar sæti fyrir þess hönd. Kvíðirðu fyrir einhverju varðandi starfið? Hverjar verða hindranirnar? Það er áskorun en jafnframt mikilvægt að vera alltaf trúr sjálfum sér.Hvað úr reynslubankanum mun nýtast þér í nýja starfinu? Lögfræðimenntun nýtist vel og áhuginn á stjórnskipunarrétti. Sem framkvæmdastjóri þingflokks starfaði ég í þinginu, sat þingflokksfundi, aðstoðaði þingmenn við ýmis mál, kynntist starfsfólki, þingstörfum og ýmsu varðandi flokksstarfið sömuleiðis. Í starfi mínu sem aðstoðarmaður ráðherra öðlaðist ég mikla og fjölbreytta reynslu. Reynsla innan ráðuneytisins, samskipti við fjölmiðla, undirstofnanir, þingið, þingmenn og fleira. Í ráðuneytinu eru margir stórir málaflokkar sem ég hef nú unnið innan um sl. tvö ár. Öll reynsla nýtist í þessu starfi, líka persónuleg reynsla. Margt mótar mann og ég mun gera mitt besta til að nýta mína reynslu til góðs.Sérðu fyrir þér að gera stjórnmál að ævistarfi? Nei, það geri ég nú ekki. Ég er sosum rétt að hefja störf núna og veit ekki hvað framtíðin býður upp á en jafnvel þótt ég sæti í þrjú kjörtímabil er ég að þeim loknum rétt rúmlega fertug og á þá, ef lífið lofar, nóg eftir af starfsævinni. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er og mig langar að áorka mörgu og prufa ýmislegt.Hvar ólstu upp og hvernig var æska þín? Ég er fædd og uppalin á Akranesi, neðri Skaga til að vera nákvæm. Ég gekk í Brekkubæjarskóla og æfði sund með ÍA í meira en áratug. Sundíþróttin krefst mikils tíma svo ég var svona til skiptis í skólanum og í sundlauginni. Krullurnar náðu sjaldan að þorna í æsku. Ég hef alltaf átt yndislega vini og naut mín í æsku. Amma Dísa bjó nokkrum húsum frá mér og ég var mjög mikið hjá henni. Hún var rúmum 70 árum eldri en ég og hafði mikil áhrif á mig. Í barnæsku lék ég mér mikið með Gumma vini mínum, við vorum oftast í fjörunni að leika, lentum stundum í háska en einhvern veginn reddaðist það alltaf. Ég hef verið í sama saumaklúbbnum í 20 ár og æskuvinkonurnar eru enn þá þær bestu í dag.Hvernig nærir þú þig andlega? Kúpla mig út með því að veita syni mínum (nú börnunum mínum) alla mína athygli. Heimili mitt nærir mig andlega, kaffibolli með góðum vinkonum, slökun í heitu baði, góður nætursvefn. Á sumrin nærist ég í íslenskri náttúru.En líkamlega? Ég fer mikið í sund þótt ég syndi allt of sjaldan, það er af sem áður var. Svo eru göngutúrar með fjölskyldunni notalegir. Það fer eitthvað minna fyrir spinning og lóðum. Hver er fallegasti staður sem þú hefur komið á? Santorini.Uppáhaldsborg utan landsteinanna? Ég bjó í Vínarborg og hún er uppáhalds.Hvert langar þig að ferðast? Mig langar að sjá allan heiminn. Ég mun ekki komast yfir það en vonandi verð ég svo lánsöm að fá að ferðast víða. Mig hefur alltaf langað að koma til Ástralíu, ætlaði þangað sem skiptinemi en mömmu fannst það fulllangt í burtu (svona ef ég myndi ílengjast). Svo myndi mig langa að ferðast um Japan með fjölskyldunni.Hvernig verðu helgarfríum? Ég ver helgarfríum almennt í bröns, bakstur, sundferðir, tiltekt, góðan mat og rauðvín. Ég elska helgarfrí.Hvaða hljómsveit eða tónlistarmann spilar þú mest á Spotify? Beyoncé og Nýdönsk.Hvað er síðasta myndband sem þú horfðir á á YouTube? Reykjavík er okkar með Emmsjé Gauta. Sonur minn var hissa á að ég kynni lagið þegar ég tók undir með honum og hann vildi í kjölfarið hlusta á lagið á YouTube. Hann gerði hins vegar athugasemdir við að Emmsjé blótaði u.þ.b. fjórum sinnum í laginu. Ég sagðist koma því til skila. Gauti kannski les þetta.Hvert er uppáhaldsjólalagið? Silent Night, Holy Night með Mahaliu Jackson. Alþingi Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en þó enginn nýgræðingur í stjórnmálum. Hún var sunddrottning á Akranesi á unglingsárunum en nýtur sín nú betur í heita pottinum.Myndir úr fjölskyldualbúminu: Þórdís Kolbrún á ferð um landið með syni sínum og barnsföður. Þórdís sjálf þegar hún var lítil stelpa á Akranesi. Stoltur stóri bróðir með litlu systur nýfædda en dóttir Þórdísar fæddist rétt fyrir nýafstaðnar alþingiskosningar, seint í október. Og loks Þórdís með foreldrum sínum og ömmu við útskriftina úr lagadeild HR í júní 2012, þá með elsta soninn undir belti.Fædd: 4. nóvember 1987 á Akranesi Maki: Hjalti Sigvaldason Mogensen Börn: Marvin Gylfi (4 ára) og Kristín Fjóla (8 vikna) Foreldrar: Gylfi R. Guðmundsson og Fjóla Katrín Ásgeirsdóttir Menntun: Lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík Fyrri störf: Lögfræðingur hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra, stundakennari í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Áhugamál: Lífið.Hver hefur þinn ferill í stjórnmálum verið? Hvar byrjaði þetta allt? Ég byrjaði í stjórn SUS árið 2007 og varð formaður Þórs, félags ungra Sjálfstæðismanna á Akranesi. Það var skemmtilegur tími. Ég tók sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir kosningarnar árið 2007 og tók þátt í prófkjöri árið 2009. Tók aftur sæti á lista árið 2013 og var kosningastjóri í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar árið 2013. Ég er ekki alin upp á pólitísku heimili en ég held að þetta hafi alltaf blundað í mér. Ég sóttist eftir starfi framkvæmdastjóra þingflokksins og Ólöf Nordal leitaði til mín þegar hún varð ráðherra. Tækifærin hafa þannig komið til mín, ég gripið þau en ég hef líka sóst eftir þeim og leitað þau uppi.Hvernig lýst þér á þingmannsstarfið? Mér líst vel á að vera orðin þingmaður. Því fylgir ábyrgð og verkefnin eru æði mörg og misjöfn. Ég hlakka til að takast á við starfið. Ég ber mikla virðingu fyrir Alþingi og þakka af auðmýkt fyrir að fólk hafi treyst mér fyrir því að taka þar sæti fyrir þess hönd. Kvíðirðu fyrir einhverju varðandi starfið? Hverjar verða hindranirnar? Það er áskorun en jafnframt mikilvægt að vera alltaf trúr sjálfum sér.Hvað úr reynslubankanum mun nýtast þér í nýja starfinu? Lögfræðimenntun nýtist vel og áhuginn á stjórnskipunarrétti. Sem framkvæmdastjóri þingflokks starfaði ég í þinginu, sat þingflokksfundi, aðstoðaði þingmenn við ýmis mál, kynntist starfsfólki, þingstörfum og ýmsu varðandi flokksstarfið sömuleiðis. Í starfi mínu sem aðstoðarmaður ráðherra öðlaðist ég mikla og fjölbreytta reynslu. Reynsla innan ráðuneytisins, samskipti við fjölmiðla, undirstofnanir, þingið, þingmenn og fleira. Í ráðuneytinu eru margir stórir málaflokkar sem ég hef nú unnið innan um sl. tvö ár. Öll reynsla nýtist í þessu starfi, líka persónuleg reynsla. Margt mótar mann og ég mun gera mitt besta til að nýta mína reynslu til góðs.Sérðu fyrir þér að gera stjórnmál að ævistarfi? Nei, það geri ég nú ekki. Ég er sosum rétt að hefja störf núna og veit ekki hvað framtíðin býður upp á en jafnvel þótt ég sæti í þrjú kjörtímabil er ég að þeim loknum rétt rúmlega fertug og á þá, ef lífið lofar, nóg eftir af starfsævinni. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er og mig langar að áorka mörgu og prufa ýmislegt.Hvar ólstu upp og hvernig var æska þín? Ég er fædd og uppalin á Akranesi, neðri Skaga til að vera nákvæm. Ég gekk í Brekkubæjarskóla og æfði sund með ÍA í meira en áratug. Sundíþróttin krefst mikils tíma svo ég var svona til skiptis í skólanum og í sundlauginni. Krullurnar náðu sjaldan að þorna í æsku. Ég hef alltaf átt yndislega vini og naut mín í æsku. Amma Dísa bjó nokkrum húsum frá mér og ég var mjög mikið hjá henni. Hún var rúmum 70 árum eldri en ég og hafði mikil áhrif á mig. Í barnæsku lék ég mér mikið með Gumma vini mínum, við vorum oftast í fjörunni að leika, lentum stundum í háska en einhvern veginn reddaðist það alltaf. Ég hef verið í sama saumaklúbbnum í 20 ár og æskuvinkonurnar eru enn þá þær bestu í dag.Hvernig nærir þú þig andlega? Kúpla mig út með því að veita syni mínum (nú börnunum mínum) alla mína athygli. Heimili mitt nærir mig andlega, kaffibolli með góðum vinkonum, slökun í heitu baði, góður nætursvefn. Á sumrin nærist ég í íslenskri náttúru.En líkamlega? Ég fer mikið í sund þótt ég syndi allt of sjaldan, það er af sem áður var. Svo eru göngutúrar með fjölskyldunni notalegir. Það fer eitthvað minna fyrir spinning og lóðum. Hver er fallegasti staður sem þú hefur komið á? Santorini.Uppáhaldsborg utan landsteinanna? Ég bjó í Vínarborg og hún er uppáhalds.Hvert langar þig að ferðast? Mig langar að sjá allan heiminn. Ég mun ekki komast yfir það en vonandi verð ég svo lánsöm að fá að ferðast víða. Mig hefur alltaf langað að koma til Ástralíu, ætlaði þangað sem skiptinemi en mömmu fannst það fulllangt í burtu (svona ef ég myndi ílengjast). Svo myndi mig langa að ferðast um Japan með fjölskyldunni.Hvernig verðu helgarfríum? Ég ver helgarfríum almennt í bröns, bakstur, sundferðir, tiltekt, góðan mat og rauðvín. Ég elska helgarfrí.Hvaða hljómsveit eða tónlistarmann spilar þú mest á Spotify? Beyoncé og Nýdönsk.Hvað er síðasta myndband sem þú horfðir á á YouTube? Reykjavík er okkar með Emmsjé Gauta. Sonur minn var hissa á að ég kynni lagið þegar ég tók undir með honum og hann vildi í kjölfarið hlusta á lagið á YouTube. Hann gerði hins vegar athugasemdir við að Emmsjé blótaði u.þ.b. fjórum sinnum í laginu. Ég sagðist koma því til skila. Gauti kannski les þetta.Hvert er uppáhaldsjólalagið? Silent Night, Holy Night með Mahaliu Jackson.
Alþingi Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Sjá meira