Árið í Kauphöllinni ákveðin vonbrigði Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. desember 2016 19:16 Þróunin á árinu. Vísir Forstjóri Kauphallarinnar segir að þrátt fyrir lækkun úrvalsvísitölunnar á árinu um sjö til átta prósent hafi árið verið sæmilegt. Þau félög sem hækka mest á árinu njóti ávinnings af auknum kaupmætti og fjölgun ferðamanna, en hækkandi gengi krónunnar skýri helst lækkun hjá þeim sem lækka. N1 trónir á toppnum yfir þau félög í Kauphöllinni sem hækkuðu mest á árinu, en félagið hefur hækkað um tæp 85 prósent. Þar á eftir koma Eimskipafélag Íslands sem hefur hækkað um tæp 39 prósent og Eik Fasteignafélag um rúm 36 prósent. Reginn hefur hækkað um tæp 34 prósent og Hampiðjan um tæp 24 prósent. „Þau fyrirtæki sem eru helst að hækka á árinu eru þau sem að njóta ávinnings af þessari uppsveiflu sem við höfum séð hérna innanlands, auknum kaupmætti og aukinni ferðamennsku. Svo hafa fasteignafélögin hækkað í verði og fjárfestar í tryggingafélögunum notið ágætrar ávöxtunar, “ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.Vænta verðbólgu undir 2,5 prósent næstu 10 ár Hann segir árið heilt yfir hafa verið sæmilegt í Kauphöllinni. Óverðtryggð ríkisskuldabréf hafi til að mynda hækkað um tíu prósent á árinu. Skýringin sé fyrst og fremst sú að væntingar til verðbólgu hafa lækkað mikið á árinu. „Úr rúmum þremur prósentum í rúm tvö prósent. Þannig að það sem er merkilegt við þetta er að vísbendingar á verðlagningu á markaði gefa það til kynna að markaðsaðilar vænti verðbólgu undir markmiðum Seðlabankans til næstu 10 ára,“ segir Páll.HB Grandi lækkað um 37 prósent Þrátt fyrir þessar hækkanir voru viðmælendur fréttastofu í viðskiptalífinu flestir sammála um að árið í Kauphöllinni hefði verið ákveðin vonbrigði – til að mynda hefur úrvalsvísitalan lækkað um tæp átta prósent það sem af er ári. HB Grandi er það félag sem hefur lækkað mest á árinu, um tæp 37 prósent. Þar á eftir kemur Icelandair sem hefur lækkað um 32,5 prósent. Össur hefur lækkað um rúm 21 prósent, BankNordik um tæp 17 og Sláturfélag suðurlands um rúm 16. Páll segir hækkandi gengi krónunnar skýra þessar lækkanir að hluta. „Og svo má nú kannski segja að hækkandi kostnaður hér innanlands, að hann hefur haft sitt að segja í uppgjörum líka.“Öll ljós græn í mælaborði íslensks efnahagslífs Varðandi næsta ár segir Páll að von sé á tveimur til fjórum nýskráningum í Kauphöllina. Þá sé hann bjartsýnn enda efnahagsleg skilyrði góð. „Við heyrum það auðvitað að það eru áhyggjur af hækkandi gengi. En þá má segja að flest öðru leyti að öll ljós séu græn í mælaborði íslensks efnahagslífs, hvort sem litið er til verðbólgu eða atvinnustigs,“ segir Páll. Fréttir af flugi Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Forstjóri Kauphallarinnar segir að þrátt fyrir lækkun úrvalsvísitölunnar á árinu um sjö til átta prósent hafi árið verið sæmilegt. Þau félög sem hækka mest á árinu njóti ávinnings af auknum kaupmætti og fjölgun ferðamanna, en hækkandi gengi krónunnar skýri helst lækkun hjá þeim sem lækka. N1 trónir á toppnum yfir þau félög í Kauphöllinni sem hækkuðu mest á árinu, en félagið hefur hækkað um tæp 85 prósent. Þar á eftir koma Eimskipafélag Íslands sem hefur hækkað um tæp 39 prósent og Eik Fasteignafélag um rúm 36 prósent. Reginn hefur hækkað um tæp 34 prósent og Hampiðjan um tæp 24 prósent. „Þau fyrirtæki sem eru helst að hækka á árinu eru þau sem að njóta ávinnings af þessari uppsveiflu sem við höfum séð hérna innanlands, auknum kaupmætti og aukinni ferðamennsku. Svo hafa fasteignafélögin hækkað í verði og fjárfestar í tryggingafélögunum notið ágætrar ávöxtunar, “ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.Vænta verðbólgu undir 2,5 prósent næstu 10 ár Hann segir árið heilt yfir hafa verið sæmilegt í Kauphöllinni. Óverðtryggð ríkisskuldabréf hafi til að mynda hækkað um tíu prósent á árinu. Skýringin sé fyrst og fremst sú að væntingar til verðbólgu hafa lækkað mikið á árinu. „Úr rúmum þremur prósentum í rúm tvö prósent. Þannig að það sem er merkilegt við þetta er að vísbendingar á verðlagningu á markaði gefa það til kynna að markaðsaðilar vænti verðbólgu undir markmiðum Seðlabankans til næstu 10 ára,“ segir Páll.HB Grandi lækkað um 37 prósent Þrátt fyrir þessar hækkanir voru viðmælendur fréttastofu í viðskiptalífinu flestir sammála um að árið í Kauphöllinni hefði verið ákveðin vonbrigði – til að mynda hefur úrvalsvísitalan lækkað um tæp átta prósent það sem af er ári. HB Grandi er það félag sem hefur lækkað mest á árinu, um tæp 37 prósent. Þar á eftir kemur Icelandair sem hefur lækkað um 32,5 prósent. Össur hefur lækkað um rúm 21 prósent, BankNordik um tæp 17 og Sláturfélag suðurlands um rúm 16. Páll segir hækkandi gengi krónunnar skýra þessar lækkanir að hluta. „Og svo má nú kannski segja að hækkandi kostnaður hér innanlands, að hann hefur haft sitt að segja í uppgjörum líka.“Öll ljós græn í mælaborði íslensks efnahagslífs Varðandi næsta ár segir Páll að von sé á tveimur til fjórum nýskráningum í Kauphöllina. Þá sé hann bjartsýnn enda efnahagsleg skilyrði góð. „Við heyrum það auðvitað að það eru áhyggjur af hækkandi gengi. En þá má segja að flest öðru leyti að öll ljós séu græn í mælaborði íslensks efnahagslífs, hvort sem litið er til verðbólgu eða atvinnustigs,“ segir Páll.
Fréttir af flugi Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira