Super Mario hleypur í símanum Elín Albertsdóttir skrifar 22. desember 2016 10:00 Þeir sem eru á aldrinum 25 og eldri þekkja vel Super Mario úr gömlu Nintendo-tölvunum. Þessa dagana birtist nýr Super Mario heiminum í formi apps fyrir snjallsíma. Um 20 milljónir manna bíða eftir að hlaða leiknum niður í símann en hann er væntanlegur í íslenska síma. Reyndar er sú kynslóð sem kynntist honum fyrst komin hátt á fertugsaldur. Þeirra á meðal er Sverrir Bergmann Magnússon, söngvari og tölvuáhugamaður, sem var aðeins tíu ára þegar hann byrjaði að spila Mario á Nintendo. Sverrir varð strax hugfanginn af leiknum, eins og aðrir krakkar. Super Mario-leikir hafa selst í meira en 210 milljónum eintaka. Í fyrsta leiknum sem kom út árið 1981 hét Mario reyndar „Jumpman“ og leikurinn nefndist Donkey Kong. Hann kom fyrst út í júlí 1981. Jumpman varð að Mario sem síðar eignaðist bróðurinn Luigi.Sverrir Bergmann söngvari hefur mikinn áhuga á tölvuleikjum og bíður eftir Super Mario eins og jafnaldrar hans sem léku sér í Nintendo áður fyrr.Hlaupandi Mario„Ég er ekki búinn að prófa nýja leikinn í símanum en ég hef alltaf haft áhuga á Super Mario,“ segir Sverrir sem var með sjónvarp og Nintendo-tölvu í herberginu sem smá polli. „Ég veit að símaleikurinn er byggður upp eins og fyrsta útgáfan af Super Mario þar sem hann er stöðugt hlaupandi yfir einhverjar hindranir. Leikurinn er ekki kominn í íslenska síma en ég mun prófa hann um leið og hann kemur í App Store. Mario á vísan stað í hjörtum minnar kynslóðar. Þetta er fyrst og fremst afþreying sem maður grípur í. Það er ekki hægt að líkja Mario við leiki eins og framleiddir eru í dag og krakkar hanga endalaust yfir. Ég á heldur ekki von á því að Super Mario run verði neitt í líkingu við Pokémon Go. Held reyndar að flestir séu hættir í þeim leik. Allt svona gengur yfir,“ segir Sverrir. Einfaldur leikur Super Mario run hleypur frá vinstri til hægri, slær niður gullpeninga og hoppar yfir hindranir. Fyrstu þrjú borðin eru frí en síðan þarf að borga um 10 dollara fyrir hvert borð. Daníel Rósinkrans, frændi Sverris, er Nintendo-sérfræðingur Íslands. Hann hefur þegar prófað leikinn Super Mario run í símanum sínum. Daníel segir að leikurinn sé einfaldur og henti öllum. Hann stóðst samt ekki 100% væntingar Daníels. „Þessi leikur getur ekki orðið vinsælli en Pokémon Go,“ segir hann aðspurður um væntanlegar vinsældir. „Leikurinn hefur fengið bæði eina stjörnu og fimm þannig að fólk er misjafnlega ánægt með hann. Hlutabréfin í Nintendo lækkuðu meira að segja þegar hann kom á markað í Bandaríkjunum,“ segir Daníel.Daníel Rósinkrans er Nintendo-sérfræðingur Íslands og hefur þegar prófað Super Mario run í símanum.„Það er gaman að sjá Super Mario í farsíma, það er alveg nýtt. Leikurinn er svipaður gamla Nintendo leiknum en samt ekki. Það er rétti Mario-fílingurinn í honum en það vantar nokkra töfra sem voru í tölvuleiknum. Þetta er einfaldur leikur fyrir alla. Mario hleypur stöðugt yfir skjáinn en leikurinn felst í að láta hann hoppa eftir peningum sem þarf að safna í hverju borði fyrir sig. Maður þarf ekki að hlaupa sjálfur eins og sumir héldu. Ég býst við að hann sé gerður til að allir geti spilað hann, jafnt börn sem fullorðnir. Leikurinn hefur sína kosti og galla. Mér finnst hann fulldýr,“ segir Daníel. „Þar sem ég er Mario-sjúkur lét ég það samt eftir mér að kaupa hann. Leikinn er bara hægt að spila nettengdur,“ segir Daníel sem hefur spilað alla Super Mario leikina frá barnsaldri.Mario hefur sjarma Daniel segir að mjög margir séu aðdáendur Mario. „Mario hefur mikinn sjarma og er orðinn stórt nafn, líkt og Mikki mús.“ Super Mario run kom á markað fyrir Apple-notendur í Bandaríkjunum í september og fyrir nokkrum dögum í Danmörku. Leikinn verður hægt að fá í 151 landi á ensku, japönsku, þýsku, frönsku, spænsku, portúgölsku, ítölsku, hollensku, rússnesku og kínversku. Leikurinn er væntanlegur í Android. Leikjavísir Tengdar fréttir Fallon spilaði á Nintendo Switch Fékk að prófa Super Mario Run og The Legend of Zelda. 8. desember 2016 14:15 Ísland í stiklu fyrir Super Mario Run Leikurinn kemur út í næstu viku og búist er við að hann verði gríðarlega vinsæll. 9. desember 2016 15:13 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Þeir sem eru á aldrinum 25 og eldri þekkja vel Super Mario úr gömlu Nintendo-tölvunum. Þessa dagana birtist nýr Super Mario heiminum í formi apps fyrir snjallsíma. Um 20 milljónir manna bíða eftir að hlaða leiknum niður í símann en hann er væntanlegur í íslenska síma. Reyndar er sú kynslóð sem kynntist honum fyrst komin hátt á fertugsaldur. Þeirra á meðal er Sverrir Bergmann Magnússon, söngvari og tölvuáhugamaður, sem var aðeins tíu ára þegar hann byrjaði að spila Mario á Nintendo. Sverrir varð strax hugfanginn af leiknum, eins og aðrir krakkar. Super Mario-leikir hafa selst í meira en 210 milljónum eintaka. Í fyrsta leiknum sem kom út árið 1981 hét Mario reyndar „Jumpman“ og leikurinn nefndist Donkey Kong. Hann kom fyrst út í júlí 1981. Jumpman varð að Mario sem síðar eignaðist bróðurinn Luigi.Sverrir Bergmann söngvari hefur mikinn áhuga á tölvuleikjum og bíður eftir Super Mario eins og jafnaldrar hans sem léku sér í Nintendo áður fyrr.Hlaupandi Mario„Ég er ekki búinn að prófa nýja leikinn í símanum en ég hef alltaf haft áhuga á Super Mario,“ segir Sverrir sem var með sjónvarp og Nintendo-tölvu í herberginu sem smá polli. „Ég veit að símaleikurinn er byggður upp eins og fyrsta útgáfan af Super Mario þar sem hann er stöðugt hlaupandi yfir einhverjar hindranir. Leikurinn er ekki kominn í íslenska síma en ég mun prófa hann um leið og hann kemur í App Store. Mario á vísan stað í hjörtum minnar kynslóðar. Þetta er fyrst og fremst afþreying sem maður grípur í. Það er ekki hægt að líkja Mario við leiki eins og framleiddir eru í dag og krakkar hanga endalaust yfir. Ég á heldur ekki von á því að Super Mario run verði neitt í líkingu við Pokémon Go. Held reyndar að flestir séu hættir í þeim leik. Allt svona gengur yfir,“ segir Sverrir. Einfaldur leikur Super Mario run hleypur frá vinstri til hægri, slær niður gullpeninga og hoppar yfir hindranir. Fyrstu þrjú borðin eru frí en síðan þarf að borga um 10 dollara fyrir hvert borð. Daníel Rósinkrans, frændi Sverris, er Nintendo-sérfræðingur Íslands. Hann hefur þegar prófað leikinn Super Mario run í símanum sínum. Daníel segir að leikurinn sé einfaldur og henti öllum. Hann stóðst samt ekki 100% væntingar Daníels. „Þessi leikur getur ekki orðið vinsælli en Pokémon Go,“ segir hann aðspurður um væntanlegar vinsældir. „Leikurinn hefur fengið bæði eina stjörnu og fimm þannig að fólk er misjafnlega ánægt með hann. Hlutabréfin í Nintendo lækkuðu meira að segja þegar hann kom á markað í Bandaríkjunum,“ segir Daníel.Daníel Rósinkrans er Nintendo-sérfræðingur Íslands og hefur þegar prófað Super Mario run í símanum.„Það er gaman að sjá Super Mario í farsíma, það er alveg nýtt. Leikurinn er svipaður gamla Nintendo leiknum en samt ekki. Það er rétti Mario-fílingurinn í honum en það vantar nokkra töfra sem voru í tölvuleiknum. Þetta er einfaldur leikur fyrir alla. Mario hleypur stöðugt yfir skjáinn en leikurinn felst í að láta hann hoppa eftir peningum sem þarf að safna í hverju borði fyrir sig. Maður þarf ekki að hlaupa sjálfur eins og sumir héldu. Ég býst við að hann sé gerður til að allir geti spilað hann, jafnt börn sem fullorðnir. Leikurinn hefur sína kosti og galla. Mér finnst hann fulldýr,“ segir Daníel. „Þar sem ég er Mario-sjúkur lét ég það samt eftir mér að kaupa hann. Leikinn er bara hægt að spila nettengdur,“ segir Daníel sem hefur spilað alla Super Mario leikina frá barnsaldri.Mario hefur sjarma Daniel segir að mjög margir séu aðdáendur Mario. „Mario hefur mikinn sjarma og er orðinn stórt nafn, líkt og Mikki mús.“ Super Mario run kom á markað fyrir Apple-notendur í Bandaríkjunum í september og fyrir nokkrum dögum í Danmörku. Leikinn verður hægt að fá í 151 landi á ensku, japönsku, þýsku, frönsku, spænsku, portúgölsku, ítölsku, hollensku, rússnesku og kínversku. Leikurinn er væntanlegur í Android.
Leikjavísir Tengdar fréttir Fallon spilaði á Nintendo Switch Fékk að prófa Super Mario Run og The Legend of Zelda. 8. desember 2016 14:15 Ísland í stiklu fyrir Super Mario Run Leikurinn kemur út í næstu viku og búist er við að hann verði gríðarlega vinsæll. 9. desember 2016 15:13 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Fallon spilaði á Nintendo Switch Fékk að prófa Super Mario Run og The Legend of Zelda. 8. desember 2016 14:15
Ísland í stiklu fyrir Super Mario Run Leikurinn kemur út í næstu viku og búist er við að hann verði gríðarlega vinsæll. 9. desember 2016 15:13