Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 6. janúar 2017 12:30 Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. Af þeim umsóknum hafa 989 verð samþykktar. Þetta staðfestir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar í samtali við fréttastofu. 36 fyrirtæki í fiskvinnslu hafa þar sagt upp fleiri en tveimur starfsmönnum. Þá hefur Samherji sagt upp flestum, eða 127 manns. Þar á eftir kemur Íslenskt sjávarfang sem hefur sagt upp 80 og Útgerðarfélag Akureyringa næst með 79 manns. Flestum hefur verið sagt upp á norðurlandi eystra og suðurlandi. Reiknað er með að heildarfjöldinn nái 1200 í janúar og þýðir það að útgjaldaaukning Vinnumálastofnunar verði alls hálfur milljarður vegna þessara einstaklinga og annarra þátta. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir útgerðarmenn sýna of mikla hörku í deilunni sem sé komin á núllpunkt eftir fundarhöld sjómannaforystunnar og útgerðarinnar í gær.Frá fundi deiluaðila hjá Ríkissáttarsemjara í gær. Vilhjálmur er annar frá vinstri.Vísir/Stefán„Ég skal alveg viðurkenna það fúslega að miðað við fundinn í gær líst mér lítið á þetta eins og staðan er í dag,“ segir Vilhjálmur „Það liggur fyrir að þeir höfnuðu öllum okkar kröfum á fundinum í gær og vildu í rauninni byrja á núllpunkti og drógu fram sínar kröfur frá því þegar kjarasamningar voru fyrst lausir. Þannig að staðan er afar þing, það er alveg ljóst.“ Hann segir útgerðina fara illa með starfsfólk sitt í fiskvinnslu og að til séu aðrar leiðir en að hreinlega segja fólkinu upp. „Það er alveg ljóst að þetta er farið að hafa veruleg áhrif á fiskvinnslufólk. Það er verið að setja þetta fólk á atvinnuleysisbætur og ég harma það að fiskvinnslufyrirtækin séu að gera það því að þau hafa heimild til að halda ráðningarsambandi við fiskvinnslufólkið og fengið mótframlag frá atvinnuleysistryggingasjóði og haldið þannig fólki í ráðningasambandi og greitt þeim grunnlaunin,“ segir Vilhjálmur og bendir á að fiskvinnslufólkið verði alltaf fyrir tekjutapi þar sem það sé með bónus en tekjutapið verði enn meira fari það á hráar stvinnuleysisbætur. Þá gefur Vilhjálmur lítið fyrir orð Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, í Viðskiptablaðinu í gær um að það lægi beinast við að forstjórar og framkvæmdastjórar færu næst í verkfall þar sem tekjur sjómanna séu ekki víðs fjarri.Sjá: „Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en laun lækna.“„Þessi skrif voru alveg með ólíkindum,“ segir Vilhjálmur. „Staðan er einfaldlega þannig ef við skoðum hver meðallaun frystitogarasjómanna og þeirra sem eru á ísfiskstogurum þá kemur í ljós að tekjur þeirra árið 2015 voru ekki 2,3 milljónir að meðaltali heldur rétt rúm 1,1 milljón. Þannig að hér er mikill munur á milli,“ segir Vilhjálmur. „En í dag eru þessi meðallaun, árið 2016, komin niður í 990 þúsund krónur,“ og vísar hann í iðgjaldaskrána innan Verkalýðsfélags Akraness. Þegar orlof sé þá dregið frá séu sjómenn komnir niður fyrir 800 þúsund krónur. „Þessu til viðbótar þurfa sjómenn að standa straum af netkostnaði um borð í skipunum, þeir þurfa að borga hlut í fæðinu og vinnufatnaði. Þannig að þetta eru nú öll þau ofurlaun sem talað er um að sjómenn á Íslandi fái í dag,“ segir hann.Uppsagnir eftir landshlutumCreate column charts Verkfall sjómanna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. Af þeim umsóknum hafa 989 verð samþykktar. Þetta staðfestir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar í samtali við fréttastofu. 36 fyrirtæki í fiskvinnslu hafa þar sagt upp fleiri en tveimur starfsmönnum. Þá hefur Samherji sagt upp flestum, eða 127 manns. Þar á eftir kemur Íslenskt sjávarfang sem hefur sagt upp 80 og Útgerðarfélag Akureyringa næst með 79 manns. Flestum hefur verið sagt upp á norðurlandi eystra og suðurlandi. Reiknað er með að heildarfjöldinn nái 1200 í janúar og þýðir það að útgjaldaaukning Vinnumálastofnunar verði alls hálfur milljarður vegna þessara einstaklinga og annarra þátta. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir útgerðarmenn sýna of mikla hörku í deilunni sem sé komin á núllpunkt eftir fundarhöld sjómannaforystunnar og útgerðarinnar í gær.Frá fundi deiluaðila hjá Ríkissáttarsemjara í gær. Vilhjálmur er annar frá vinstri.Vísir/Stefán„Ég skal alveg viðurkenna það fúslega að miðað við fundinn í gær líst mér lítið á þetta eins og staðan er í dag,“ segir Vilhjálmur „Það liggur fyrir að þeir höfnuðu öllum okkar kröfum á fundinum í gær og vildu í rauninni byrja á núllpunkti og drógu fram sínar kröfur frá því þegar kjarasamningar voru fyrst lausir. Þannig að staðan er afar þing, það er alveg ljóst.“ Hann segir útgerðina fara illa með starfsfólk sitt í fiskvinnslu og að til séu aðrar leiðir en að hreinlega segja fólkinu upp. „Það er alveg ljóst að þetta er farið að hafa veruleg áhrif á fiskvinnslufólk. Það er verið að setja þetta fólk á atvinnuleysisbætur og ég harma það að fiskvinnslufyrirtækin séu að gera það því að þau hafa heimild til að halda ráðningarsambandi við fiskvinnslufólkið og fengið mótframlag frá atvinnuleysistryggingasjóði og haldið þannig fólki í ráðningasambandi og greitt þeim grunnlaunin,“ segir Vilhjálmur og bendir á að fiskvinnslufólkið verði alltaf fyrir tekjutapi þar sem það sé með bónus en tekjutapið verði enn meira fari það á hráar stvinnuleysisbætur. Þá gefur Vilhjálmur lítið fyrir orð Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, í Viðskiptablaðinu í gær um að það lægi beinast við að forstjórar og framkvæmdastjórar færu næst í verkfall þar sem tekjur sjómanna séu ekki víðs fjarri.Sjá: „Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en laun lækna.“„Þessi skrif voru alveg með ólíkindum,“ segir Vilhjálmur. „Staðan er einfaldlega þannig ef við skoðum hver meðallaun frystitogarasjómanna og þeirra sem eru á ísfiskstogurum þá kemur í ljós að tekjur þeirra árið 2015 voru ekki 2,3 milljónir að meðaltali heldur rétt rúm 1,1 milljón. Þannig að hér er mikill munur á milli,“ segir Vilhjálmur. „En í dag eru þessi meðallaun, árið 2016, komin niður í 990 þúsund krónur,“ og vísar hann í iðgjaldaskrána innan Verkalýðsfélags Akraness. Þegar orlof sé þá dregið frá séu sjómenn komnir niður fyrir 800 þúsund krónur. „Þessu til viðbótar þurfa sjómenn að standa straum af netkostnaði um borð í skipunum, þeir þurfa að borga hlut í fæðinu og vinnufatnaði. Þannig að þetta eru nú öll þau ofurlaun sem talað er um að sjómenn á Íslandi fái í dag,“ segir hann.Uppsagnir eftir landshlutumCreate column charts
Verkfall sjómanna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira