Mitsubishi hættir framleiðslu Lancer í ágúst Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2017 10:09 Mitsubishi Lancer af árgerð 2017. Bílaframleiðendur bregðast nú hver af öðrum við aukinni eftirspurn eftir jepplingum og minnkandi sölu fólksbíla sinna. Ein birtingarmynd þess er sú að Mitsubishi mun hætta framleiðslu síns kunna Lancer bíls í ágúst á þessu ári. Með því ætlar Mitsubishi að einbeita sér enn frekar að framleiðslu jepplinga. Hjá Mitsubishi er engin áform um arftaka Lancer. Sem kunnugt er hefur Nissan keypt megnið af Mitsubishi fyrirtækinu og er nú mikið samstarf milli fyrirtækjanna á framleiðslu bíla og samstilling á framboði bíla. Þó hefur þessi sameining fyrirtækjanna ekki úrslitaáhrif varðandi brotthvarf Lancer úr framleiðslulínu Lancer þar sem það var ákveðið löngu fyrir kaup Nissan á Mitsuhishi að hætta framleiðslu Lancer. Það sem bílaáhugamenn sjá mest eftir er framleiðslu Lancer er hætt er Lancer Evolution kraftabíllinn sem er í raun rallíbíll og 300 hestöfl. Hann mun hverfa af sjónarsviðinu og það með miklum trega margra. Lancer hefur verið í framleiðslu hjá Mitsubishi frá árinu 1973 og því um samfellda 44 ára framleiðslu að ræða. Á árunum 1973 til 2008 framleiddi Mitsubishi 6 milljón eintök af bílnum en uppúr því fór að draga úr sölu á bílnum. Mitsubishi Lancer seldist mjög vel hér á landi um tíma og enn eru til fjöldamörg eintök af bílnum hérlendis. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent
Bílaframleiðendur bregðast nú hver af öðrum við aukinni eftirspurn eftir jepplingum og minnkandi sölu fólksbíla sinna. Ein birtingarmynd þess er sú að Mitsubishi mun hætta framleiðslu síns kunna Lancer bíls í ágúst á þessu ári. Með því ætlar Mitsubishi að einbeita sér enn frekar að framleiðslu jepplinga. Hjá Mitsubishi er engin áform um arftaka Lancer. Sem kunnugt er hefur Nissan keypt megnið af Mitsubishi fyrirtækinu og er nú mikið samstarf milli fyrirtækjanna á framleiðslu bíla og samstilling á framboði bíla. Þó hefur þessi sameining fyrirtækjanna ekki úrslitaáhrif varðandi brotthvarf Lancer úr framleiðslulínu Lancer þar sem það var ákveðið löngu fyrir kaup Nissan á Mitsuhishi að hætta framleiðslu Lancer. Það sem bílaáhugamenn sjá mest eftir er framleiðslu Lancer er hætt er Lancer Evolution kraftabíllinn sem er í raun rallíbíll og 300 hestöfl. Hann mun hverfa af sjónarsviðinu og það með miklum trega margra. Lancer hefur verið í framleiðslu hjá Mitsubishi frá árinu 1973 og því um samfellda 44 ára framleiðslu að ræða. Á árunum 1973 til 2008 framleiddi Mitsubishi 6 milljón eintök af bílnum en uppúr því fór að draga úr sölu á bílnum. Mitsubishi Lancer seldist mjög vel hér á landi um tíma og enn eru til fjöldamörg eintök af bílnum hérlendis.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent