Lífið

Gulli byggir auglýsir eftir verkefnum í nýja þáttaröð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gulli Helga er umsjónarmaður þáttarins.
Gulli Helga er umsjónarmaður þáttarins. vísir
Í haust fer af stað ný þáttaröð af Gulli byggir á Stöð 2. Ef þig hefur dreymt um að fara í lagfæringar eða breytingar á húsnæðinu þínu þá er núna tækifæri því Gulli auglýsir eftir verkefnum í þáttinn.  Ef þú telur þig vera með eitt slíkt og hefur áhuga á að vera með þarftu að hafa nokkur atriði í huga:

Eigendur/framkvæmdaraðilar þurfa sjálfir að koma fram í þættinum. Verkefninu þarf að vera lokið eigi síðar en 1. september 2017. Þátttakendur/eigendur taka sjálf/sjálfir þátt í breytingunum.

Fagmenn þurfa að hafa yfirumsjón með verkþáttum sem þarfnast uppáskriftar. Ef um leyfisskylda framkvæmd er að ræða þarf viðkomandi að sækja um leyfi.

Umsækjendur senda tölvupóst á [email protected] fyrir 1. febrúar 2017. Þar þarf að fylgja: Lýsing á verkefninu. Myndir af svæðinu sem á að breyta eða laga og mynd af þátttakendur/eigendum. Þeim mun betri lýsing því betra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.