Grindvíkingar fengu ekki góða áramótagjöf frá kananum sínum | „Vonandi blessun í dulargervi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2017 15:20 Ashley Grimes. Vísir/Anton Kvennaliði Grindavíkur gekk ekki vel í fyrri hluta Domino´s deildarinnar og ekki fór jólafríið heldur vel með liðið. Liðið mætir til leiks bæði án bandarísks leikmanns og aðalþjálfara í fyrsta leik á nýju ári. Grindvíkingar segja frá því á fésbókarsíðu sinni að hin bandaríska Ashley Grimes hafi tilkynnt þeim þann 28. desember að hún myndi ekki snúa til baka eftir jólafrí. „Auðvitað hefði verið best að fá að vita af þessari ákvörðun Ashley um leið og hún hélt heim í jólafrí en við teljum allar líkur á að hún hafi þá þegar verið búin að taka ákvörðunina. Betra er samt seint en aldrei,“ segir í fréttinni. Ashley Grimes var með 23,9 stig, 10,9 fráköst og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í þrettán leikjum sínum fyrir jól. Hún hækkaði framlag sitt í hverjum mánuði en í desember var hún með 25,7 stig, 11,3 frákös og 4,0 stoðsendingar að meðaltali. „Ashley skilaði ágætis tölum en miðað við hæfileikana sem í henni búa er deginum ljósara að hún „feel-aði“ sig ekki vel á Íslandi því hún sýndi bara brotabrot og gaf lítið af sér. Þess vegna mun þetta vonandi reynast blessun í dulargervi en allar klær eru úti til að finna nýjan Kana og koma honum á skerið sem fyrst,“ segir ennfremur í fréttinni. Bjarni Magnússon tók við liðinu af Birni Steinari Brynjólfssyni á miðju tímabili en hann getur ekki verið á hliðarlínunni í fyrsta leiknum á nýju ári sem er á móti Stjörnunni á laugardaginn kemur. „Kvennaliðið lenti í meiri hrakningum í jólafríinu því Bjarni Magnússon þjálfari, veikist nokkuð illa stuttu fyrir jól og þurfti að dvelja á sjúkrahúsi nokkra daga en er kominn heim og er á góðum batavegi. Ekki er um alvarleg veikindi að ræða en hann þarf einhverja daga til að jafna sig og mun gamla kempan Ellert Sig Magnússon taka við keflinu á meðan og stýrir liðinu í fyrsta leik eftir jólafrí á laugardag en þá mætum við Stjörnunni á heimavelli,“ segir í fréttinni. Dominos-deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Kvennaliði Grindavíkur gekk ekki vel í fyrri hluta Domino´s deildarinnar og ekki fór jólafríið heldur vel með liðið. Liðið mætir til leiks bæði án bandarísks leikmanns og aðalþjálfara í fyrsta leik á nýju ári. Grindvíkingar segja frá því á fésbókarsíðu sinni að hin bandaríska Ashley Grimes hafi tilkynnt þeim þann 28. desember að hún myndi ekki snúa til baka eftir jólafrí. „Auðvitað hefði verið best að fá að vita af þessari ákvörðun Ashley um leið og hún hélt heim í jólafrí en við teljum allar líkur á að hún hafi þá þegar verið búin að taka ákvörðunina. Betra er samt seint en aldrei,“ segir í fréttinni. Ashley Grimes var með 23,9 stig, 10,9 fráköst og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í þrettán leikjum sínum fyrir jól. Hún hækkaði framlag sitt í hverjum mánuði en í desember var hún með 25,7 stig, 11,3 frákös og 4,0 stoðsendingar að meðaltali. „Ashley skilaði ágætis tölum en miðað við hæfileikana sem í henni búa er deginum ljósara að hún „feel-aði“ sig ekki vel á Íslandi því hún sýndi bara brotabrot og gaf lítið af sér. Þess vegna mun þetta vonandi reynast blessun í dulargervi en allar klær eru úti til að finna nýjan Kana og koma honum á skerið sem fyrst,“ segir ennfremur í fréttinni. Bjarni Magnússon tók við liðinu af Birni Steinari Brynjólfssyni á miðju tímabili en hann getur ekki verið á hliðarlínunni í fyrsta leiknum á nýju ári sem er á móti Stjörnunni á laugardaginn kemur. „Kvennaliðið lenti í meiri hrakningum í jólafríinu því Bjarni Magnússon þjálfari, veikist nokkuð illa stuttu fyrir jól og þurfti að dvelja á sjúkrahúsi nokkra daga en er kominn heim og er á góðum batavegi. Ekki er um alvarleg veikindi að ræða en hann þarf einhverja daga til að jafna sig og mun gamla kempan Ellert Sig Magnússon taka við keflinu á meðan og stýrir liðinu í fyrsta leik eftir jólafrí á laugardag en þá mætum við Stjörnunni á heimavelli,“ segir í fréttinni.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira