Einkunnir strákanna okkar: Sumir þurfa að gera miklu betur 17. janúar 2017 21:49 Strákarnir okkar sjá þriðja sætið í hyllingum. vísir/epa Ísland vann sinn fyrsta sigur á HM 2017 í handbolta í kvöld þegar liðið lagði Angóla, 33-19, í fjórðu umferð B-riðils. Strákarnir okkar eru nú með þrjú stig og eiga einn leik eftir á móti Makedóníu. Íslenska liðið spilaði ekki nógu vel í leiknum en innbyrti þó á endanum fjórtán marka sigur eftir góðan endasprett. Það á góðan möguleika á þriðja sætinu í riðlinum.Sjá einnig:Twitter: Þjóðinni ekki skemmt yfir ósannfærandi frammistöðu Eftir hvern leik íslenska liðsins munu íþróttafréttamenn 365 gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Angóla:Björgvin Páll Gústavsson - 4 Besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum. Hann var rólegur. Auðvitað voru skotin ekki þau bestu en í svona leikjum þurfa menn að halda einbeitingnu og það gerði hann svo sannarlega.Guðjón Valur Sigurðsson - 4 Fyrirliðinn var frábær í fyrri hálfleik og dró vagninn oftar en ekki úr sinni uppáhaldsstöðu; hröðum upphlaupum. Fór reyndar illa með færi sem skrifast á einbeitingarleysi.Bjarki Már Gunnarsson - 4 Átti aftur skínandi leik í vörninni. Hann þurfti að verjast á stóru svæði og gerði það mjög vel.Ólafur Guðmundsson - 2 Hann átti í miklum erfiðleikum í leiknum, sérstaklega í upphafi þar sem hann var slakur í vörninni. Það kann að vera að hann hafi þurft að minnka þá orku sem hann setti í sóknarleikinn en hún var nákvæmlega engin í leiknum. Kannski veit það á gott fyrir framhaldið.Janus Daði Smárason - Spilaði ekki vegna meiðsla. Hans var sárt saknað.Rúnar Kárason - 3 Kom inn á undir lok leiksins og hjálpaði liðinu að ná þeirri forystu sem þurfti. Hann skilaði tveimur góðum mörkum en vonandi verður hann í ham það sem eftir lifir keppni. Við þurfum á Rúnari að halda, svo sannarlega.Arnór Þór Gunnarsson - 4 Besti leikur Arnórs í mótinu. Hann fékk loksins þá þjónustu sem hann þarf. Arnór hefur það fram yfir marga aðra að honum er keppnisskapið í blóð borið og það geislar í gegn að hann vill gera vel og leggur sig allan fram. Fyrir það fær hann alltaf prik.Kári Kristján Kristjánsson - 2 Auðvitað fær Kári ekki mikinn spiltíma þar sem hann er bara hálfur leikmaður þar sem hann spilar ekki vörn. Maður með þennan skrokk og þessa reynslu á samt að gera meira fyrir liðið en hann hefur gert í keppninni til þessa. Svo virðist sem hann sé einfaldlega ekki í nógu góðu standi.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 3 Ásgeir gerði vel í fyrri hálfleik. Hann lagði upp fjögur góð mörk og skoraði eitt en virðist í miklum vandræðum með tímasetningar og hlaupaleiðir og virkar ekki í góðu standi. Ásgeir hefur aftur á móti spilað góða vörn eins og hans er von og vísa.Arnar Freyr Arnarsson - 3 Ekki eins góður leikur hjá Arnari og hinir hafa verið. Hann reyndi að gera sitt besta og tókst ágætlega upp. Þetta er leikmaður sem getur komist í fremstu röð en var langt frá því að spila jafnvel í kvöld og hann gerði í fyrstu þremur leikjunum.Arnór Atlason - 3 Arnór stillti liðinu vel upp og stýrði sóknarleiknum ágætlega. Í vörninni skilar hann alltaf sínu en það var ljóst að hann lágmarkaði þá orku sem hann setti í leikinn, kannski sem betur fer. Hann er kannski lykilinn að því að við vinnum Makedóníu ef hann verður í sínu besta standi.Guðmundur Hólmar Helgason - Kom ekkert við söguGunnar Steinn Jónsson - 2 Gunnar fékk mikinn spiltíma en var oftar en ekki í vandræðum í leiknum, sérstaklega í sókninni. Hann var ekki sterkur maður á móti manni en Gunnar gerir aftur á móti ekki marga feila. Hann verður að skila betri leik þegar hann fær tækifærið.Ómar Ingi Magnússon - 3 Nýliðinn á enn þá langt í land. Hann er tæknilega frábær en ótrúlega mistækur. Hann er hins vegar bara 19 ára og það verður að taka það með í reikninginn. Kannski er lengra í Ómar Inga en menn héldu. Pottþéttur í vítaköstunum.Aron Rafn Eðvarðsson - 2 Kom inn í byrjun seinni hálfleiks og varði ekki skot. Tekinn aftur af velli og sat á bekknum það sem eftir lifði leiks. Ekki merkileg innkoma.Bjarki Már Elísson - 4 Hornamaðurinn sýndi enn og aftur hversu góður leikmaður hann er. Það er yndislegt að sjá hann fara inn af teignum þar sem hann er öryggið uppmálað. Þetta er leikmaður með sjálfstraustið í botni.Geir Sveinsson - 3 Skyldusigur fyrir þjálfarann. Menn báðu um tvö stig og hann náði þeim. Sóknarleikurinn var afleitur og liðið verður augljóslega að gera miklu betur. Leikhléið sem hann tók um miðbik seinni hálfleiks skilaði þó flottum endaspretti en þar hafði Geir bein áhrif á leikinn. Vel gert.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikurEkki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Bjarki Már: Maður fellur oft niður á plan mótherjans Hornamaðurinn kom sterkur inn í seinni hálfleikinn en vildi vera með fullkomna skotnýtingu. 17. janúar 2017 21:31 Guðjón Valur tók HM-leikjametið af Ólafi Hornamaðurinn orðinn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM frá upphafi. 17. janúar 2017 20:33 Einkunnir strákanna okkar: Aron Rafn bestur Ísland er komið á blað á HM í Frakklandi eftir 22-22 jafntefli við Túnis í hörkuleik í Metz í dag. 15. janúar 2017 16:17 Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már og Arnór bestir Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu töpuðu með minnsta mun, 25-26, fyrir Slóveníu í B-riðli heimsmeistaramótsins í dag. 14. janúar 2017 16:28 Einkunnir strákanna okkar: Þrír með fjarka Ísland laut í lægra haldi fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 22:14 Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla Strákarnir okkar eiga möguleika á þriðja sætinu í B-riðli HM 2017 eftir stórsigur á Angóla sem var þó ekki alveg nógu sannfærandi. 17. janúar 2017 21:00 Twitter: Þjóðinni ekki skemmt yfir ósannfærandi frammistöðu strákanna gegn Angóla Íslenska landsliðið vann stórsigur á Angóla í kvöld og náði í sinn fyrsta sigur á HM en spilamennskan var ekki nógu góð. 17. janúar 2017 21:17 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Ísland vann sinn fyrsta sigur á HM 2017 í handbolta í kvöld þegar liðið lagði Angóla, 33-19, í fjórðu umferð B-riðils. Strákarnir okkar eru nú með þrjú stig og eiga einn leik eftir á móti Makedóníu. Íslenska liðið spilaði ekki nógu vel í leiknum en innbyrti þó á endanum fjórtán marka sigur eftir góðan endasprett. Það á góðan möguleika á þriðja sætinu í riðlinum.Sjá einnig:Twitter: Þjóðinni ekki skemmt yfir ósannfærandi frammistöðu Eftir hvern leik íslenska liðsins munu íþróttafréttamenn 365 gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Angóla:Björgvin Páll Gústavsson - 4 Besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum. Hann var rólegur. Auðvitað voru skotin ekki þau bestu en í svona leikjum þurfa menn að halda einbeitingnu og það gerði hann svo sannarlega.Guðjón Valur Sigurðsson - 4 Fyrirliðinn var frábær í fyrri hálfleik og dró vagninn oftar en ekki úr sinni uppáhaldsstöðu; hröðum upphlaupum. Fór reyndar illa með færi sem skrifast á einbeitingarleysi.Bjarki Már Gunnarsson - 4 Átti aftur skínandi leik í vörninni. Hann þurfti að verjast á stóru svæði og gerði það mjög vel.Ólafur Guðmundsson - 2 Hann átti í miklum erfiðleikum í leiknum, sérstaklega í upphafi þar sem hann var slakur í vörninni. Það kann að vera að hann hafi þurft að minnka þá orku sem hann setti í sóknarleikinn en hún var nákvæmlega engin í leiknum. Kannski veit það á gott fyrir framhaldið.Janus Daði Smárason - Spilaði ekki vegna meiðsla. Hans var sárt saknað.Rúnar Kárason - 3 Kom inn á undir lok leiksins og hjálpaði liðinu að ná þeirri forystu sem þurfti. Hann skilaði tveimur góðum mörkum en vonandi verður hann í ham það sem eftir lifir keppni. Við þurfum á Rúnari að halda, svo sannarlega.Arnór Þór Gunnarsson - 4 Besti leikur Arnórs í mótinu. Hann fékk loksins þá þjónustu sem hann þarf. Arnór hefur það fram yfir marga aðra að honum er keppnisskapið í blóð borið og það geislar í gegn að hann vill gera vel og leggur sig allan fram. Fyrir það fær hann alltaf prik.Kári Kristján Kristjánsson - 2 Auðvitað fær Kári ekki mikinn spiltíma þar sem hann er bara hálfur leikmaður þar sem hann spilar ekki vörn. Maður með þennan skrokk og þessa reynslu á samt að gera meira fyrir liðið en hann hefur gert í keppninni til þessa. Svo virðist sem hann sé einfaldlega ekki í nógu góðu standi.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 3 Ásgeir gerði vel í fyrri hálfleik. Hann lagði upp fjögur góð mörk og skoraði eitt en virðist í miklum vandræðum með tímasetningar og hlaupaleiðir og virkar ekki í góðu standi. Ásgeir hefur aftur á móti spilað góða vörn eins og hans er von og vísa.Arnar Freyr Arnarsson - 3 Ekki eins góður leikur hjá Arnari og hinir hafa verið. Hann reyndi að gera sitt besta og tókst ágætlega upp. Þetta er leikmaður sem getur komist í fremstu röð en var langt frá því að spila jafnvel í kvöld og hann gerði í fyrstu þremur leikjunum.Arnór Atlason - 3 Arnór stillti liðinu vel upp og stýrði sóknarleiknum ágætlega. Í vörninni skilar hann alltaf sínu en það var ljóst að hann lágmarkaði þá orku sem hann setti í leikinn, kannski sem betur fer. Hann er kannski lykilinn að því að við vinnum Makedóníu ef hann verður í sínu besta standi.Guðmundur Hólmar Helgason - Kom ekkert við söguGunnar Steinn Jónsson - 2 Gunnar fékk mikinn spiltíma en var oftar en ekki í vandræðum í leiknum, sérstaklega í sókninni. Hann var ekki sterkur maður á móti manni en Gunnar gerir aftur á móti ekki marga feila. Hann verður að skila betri leik þegar hann fær tækifærið.Ómar Ingi Magnússon - 3 Nýliðinn á enn þá langt í land. Hann er tæknilega frábær en ótrúlega mistækur. Hann er hins vegar bara 19 ára og það verður að taka það með í reikninginn. Kannski er lengra í Ómar Inga en menn héldu. Pottþéttur í vítaköstunum.Aron Rafn Eðvarðsson - 2 Kom inn í byrjun seinni hálfleiks og varði ekki skot. Tekinn aftur af velli og sat á bekknum það sem eftir lifði leiks. Ekki merkileg innkoma.Bjarki Már Elísson - 4 Hornamaðurinn sýndi enn og aftur hversu góður leikmaður hann er. Það er yndislegt að sjá hann fara inn af teignum þar sem hann er öryggið uppmálað. Þetta er leikmaður með sjálfstraustið í botni.Geir Sveinsson - 3 Skyldusigur fyrir þjálfarann. Menn báðu um tvö stig og hann náði þeim. Sóknarleikurinn var afleitur og liðið verður augljóslega að gera miklu betur. Leikhléið sem hann tók um miðbik seinni hálfleiks skilaði þó flottum endaspretti en þar hafði Geir bein áhrif á leikinn. Vel gert.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikurEkki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Bjarki Már: Maður fellur oft niður á plan mótherjans Hornamaðurinn kom sterkur inn í seinni hálfleikinn en vildi vera með fullkomna skotnýtingu. 17. janúar 2017 21:31 Guðjón Valur tók HM-leikjametið af Ólafi Hornamaðurinn orðinn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM frá upphafi. 17. janúar 2017 20:33 Einkunnir strákanna okkar: Aron Rafn bestur Ísland er komið á blað á HM í Frakklandi eftir 22-22 jafntefli við Túnis í hörkuleik í Metz í dag. 15. janúar 2017 16:17 Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már og Arnór bestir Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu töpuðu með minnsta mun, 25-26, fyrir Slóveníu í B-riðli heimsmeistaramótsins í dag. 14. janúar 2017 16:28 Einkunnir strákanna okkar: Þrír með fjarka Ísland laut í lægra haldi fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 22:14 Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla Strákarnir okkar eiga möguleika á þriðja sætinu í B-riðli HM 2017 eftir stórsigur á Angóla sem var þó ekki alveg nógu sannfærandi. 17. janúar 2017 21:00 Twitter: Þjóðinni ekki skemmt yfir ósannfærandi frammistöðu strákanna gegn Angóla Íslenska landsliðið vann stórsigur á Angóla í kvöld og náði í sinn fyrsta sigur á HM en spilamennskan var ekki nógu góð. 17. janúar 2017 21:17 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Bjarki Már: Maður fellur oft niður á plan mótherjans Hornamaðurinn kom sterkur inn í seinni hálfleikinn en vildi vera með fullkomna skotnýtingu. 17. janúar 2017 21:31
Guðjón Valur tók HM-leikjametið af Ólafi Hornamaðurinn orðinn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM frá upphafi. 17. janúar 2017 20:33
Einkunnir strákanna okkar: Aron Rafn bestur Ísland er komið á blað á HM í Frakklandi eftir 22-22 jafntefli við Túnis í hörkuleik í Metz í dag. 15. janúar 2017 16:17
Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már og Arnór bestir Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu töpuðu með minnsta mun, 25-26, fyrir Slóveníu í B-riðli heimsmeistaramótsins í dag. 14. janúar 2017 16:28
Einkunnir strákanna okkar: Þrír með fjarka Ísland laut í lægra haldi fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 22:14
Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla Strákarnir okkar eiga möguleika á þriðja sætinu í B-riðli HM 2017 eftir stórsigur á Angóla sem var þó ekki alveg nógu sannfærandi. 17. janúar 2017 21:00
Twitter: Þjóðinni ekki skemmt yfir ósannfærandi frammistöðu strákanna gegn Angóla Íslenska landsliðið vann stórsigur á Angóla í kvöld og náði í sinn fyrsta sigur á HM en spilamennskan var ekki nógu góð. 17. janúar 2017 21:17