McLaren ætlar sér stóra hluti 2017 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. janúar 2017 20:00 Fernando Alonso í McLaren bíl síðasta árs. Vísir/Getty Jonathan Neale, einn stjórnanda McLaren liðsins í Formúlu 1 segir það vonbrigði fyrir liðið ef það nær ekki að komast ofar en í fjórða sæti í keppni bílasmiða á árinu. McLaren hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarin ár. Liðið endaði í níunda sæti í keppni bílasmiða árið 2015, sem var fyrsta árið í brösóttri endurkomu Honda sem vélaframleiðanda í Formúlu 1. Árið 2016 var betra fyrir McLaren en þá hafnaði liðið í sjötta sæti í keppni bílasmiða, 13 stigum á undan Toro Rosso í sjöunda sæti og 62 stigum á eftir Williams í fimmta sæti. Neale telur að McLaren geti bætt stöðu sína enn meira á komandi tímabili. Hann segir að ökumenn liðsins eigi eftir að spila stóran þátt í því, Fernando Alonso og Stoffel Vandoorne munu aka fyrir liðið í ár. Þar að auki horfir Neale til mikilla tæknibreytinga sem munu eiga sér stað. „Maður verður að miða hátt, en eins og staðan er núna yrði ég vonsvikinn með fjórða sæti. Við viljum vinna og við viljum vinna fljótlega,“ sagði Neale í samtali við Autosport. „Við erum keppnislið, við erum með ökumenn sem geta unnið keppnir og við erum með undirvagn og vél sem geta tekið framförum og við ásamt Honda vinnum að því.“ „Við sjáum líka tækifæri í þeirri óvissu sem breiðari dekk og breiðari vængir skapa. Við getum grætt þar gagnvart öðrum liðum.“ Enginn veit fyrir víst hver staða Formúlu 1 liðanna verður innbyrgðis fyrr en kemur að keppninni í Ástralíu þann 26. mars. Þangað til munu liðin taka þátt í æfingum en beita ýmsum brögðum til að fela eigið ágæti eða veikleika eigin bíls. Formúla Tengdar fréttir Alonso: Ég vil verða heimsmeistari með McLaren-Honda Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins sagði starfsfólki liðsins að hann væri ekki á förum frá liðinu. Þrátt fyrir orðróm um að hann væri líklegur til að fylla sæti Nico Rosberg hjá Mercedes. 13. desember 2016 20:00 Örlög Manor ráðast á næstu átta dögum Manor liðið í Formúlu 1 hefur átta daga til að finna fjárfesta til að bjarga liðinu. Skiptastjóri hefur tekið við rekstrarfélagi Manor liðsins. 12. janúar 2017 17:30 Button: Tek við greiðslum til að keyra Rosberg út úr keppni Jenson Button grínaðist með það í viðtali á dögunum að hann mynd taka við greiðslu frá Lewis Hamilton til að keyra á Nico Rosberg á sunnudag. 23. nóvember 2016 20:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Jonathan Neale, einn stjórnanda McLaren liðsins í Formúlu 1 segir það vonbrigði fyrir liðið ef það nær ekki að komast ofar en í fjórða sæti í keppni bílasmiða á árinu. McLaren hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarin ár. Liðið endaði í níunda sæti í keppni bílasmiða árið 2015, sem var fyrsta árið í brösóttri endurkomu Honda sem vélaframleiðanda í Formúlu 1. Árið 2016 var betra fyrir McLaren en þá hafnaði liðið í sjötta sæti í keppni bílasmiða, 13 stigum á undan Toro Rosso í sjöunda sæti og 62 stigum á eftir Williams í fimmta sæti. Neale telur að McLaren geti bætt stöðu sína enn meira á komandi tímabili. Hann segir að ökumenn liðsins eigi eftir að spila stóran þátt í því, Fernando Alonso og Stoffel Vandoorne munu aka fyrir liðið í ár. Þar að auki horfir Neale til mikilla tæknibreytinga sem munu eiga sér stað. „Maður verður að miða hátt, en eins og staðan er núna yrði ég vonsvikinn með fjórða sæti. Við viljum vinna og við viljum vinna fljótlega,“ sagði Neale í samtali við Autosport. „Við erum keppnislið, við erum með ökumenn sem geta unnið keppnir og við erum með undirvagn og vél sem geta tekið framförum og við ásamt Honda vinnum að því.“ „Við sjáum líka tækifæri í þeirri óvissu sem breiðari dekk og breiðari vængir skapa. Við getum grætt þar gagnvart öðrum liðum.“ Enginn veit fyrir víst hver staða Formúlu 1 liðanna verður innbyrgðis fyrr en kemur að keppninni í Ástralíu þann 26. mars. Þangað til munu liðin taka þátt í æfingum en beita ýmsum brögðum til að fela eigið ágæti eða veikleika eigin bíls.
Formúla Tengdar fréttir Alonso: Ég vil verða heimsmeistari með McLaren-Honda Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins sagði starfsfólki liðsins að hann væri ekki á förum frá liðinu. Þrátt fyrir orðróm um að hann væri líklegur til að fylla sæti Nico Rosberg hjá Mercedes. 13. desember 2016 20:00 Örlög Manor ráðast á næstu átta dögum Manor liðið í Formúlu 1 hefur átta daga til að finna fjárfesta til að bjarga liðinu. Skiptastjóri hefur tekið við rekstrarfélagi Manor liðsins. 12. janúar 2017 17:30 Button: Tek við greiðslum til að keyra Rosberg út úr keppni Jenson Button grínaðist með það í viðtali á dögunum að hann mynd taka við greiðslu frá Lewis Hamilton til að keyra á Nico Rosberg á sunnudag. 23. nóvember 2016 20:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Alonso: Ég vil verða heimsmeistari með McLaren-Honda Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins sagði starfsfólki liðsins að hann væri ekki á förum frá liðinu. Þrátt fyrir orðróm um að hann væri líklegur til að fylla sæti Nico Rosberg hjá Mercedes. 13. desember 2016 20:00
Örlög Manor ráðast á næstu átta dögum Manor liðið í Formúlu 1 hefur átta daga til að finna fjárfesta til að bjarga liðinu. Skiptastjóri hefur tekið við rekstrarfélagi Manor liðsins. 12. janúar 2017 17:30
Button: Tek við greiðslum til að keyra Rosberg út úr keppni Jenson Button grínaðist með það í viðtali á dögunum að hann mynd taka við greiðslu frá Lewis Hamilton til að keyra á Nico Rosberg á sunnudag. 23. nóvember 2016 20:30