Fór langt frá sér til að tengjast karakternum Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 12. janúar 2017 10:30 Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, leikkona og laganemi, hefur vakið athygli fyrir aðalhlutverkið í þáttaröðinni Fangar. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir fer með hlutverk Lindu í þáttaröðinni Fangar. Þorbjörg hefur vakið athygli fyrir kvikmyndaleik síðustu misserin en hún fór einnig með hlutverk Heru í Málmhaus. Um tvö mjög ólík, en samt að einhverju leyti lík, hlutverk er að ræða. „Þetta eru bæði hlutverk sem fylgjast með ungri konu á mjög sérstökum stað í lífi sínu,“ segir Þorbjörg þegar hún ber hlutverk Lindu í Föngum saman við Heru í Málmhaus. „Linda er búin að vera í ákveðnu ástandi með sjálfa sig í langan tíma og það er komið að vissum þolmörkum, sama mætti segja um Heru í Málmhaus. Þær eru báðar að takast á við og berjast gegn hlutum sem þær ráða ekki alveg við. Hvað varðar persónuleikann eru þetta aftur á móti mjög ólíkir karakterar, eiginlega svart og hvítt. Allir hafa mismunandi hliðar og ganga í gegnum mismunandi tímabil í lífinu. Og það fer algjörlega eftir því hvenær maður kynnist fólki hvaða hliðar á því maður fær að sjá. Linda er engin undantekning. Þegar við kynnumst Lindu í Föngum er hún föst í aðstæðum sem kalla ekki alltaf fram hennar bestu hliðar.“Þorbjörg í hlutverkum sínum í Föngum og Málmhaus.Hvert og eitt hlutverk krefst mismunandi undirbúnings að sögn Þorbjargar. „Yfirleitt þegar ég er að leika þá reyni ég að finna mér einhvern grunn, eitthvað tvennt eða þrennt sem karakterinn byggir á. Öll vinna sem kemur eftir það gengur út frá grunnpunktunum. Það tekur mislangan tíma að finna grunntenginguna við karakter, með Lindu tók það alveg einhvern tíma því hún er mjög ólík mér og ég þurfti að fara ansi langt frá sjálfri mér til að finna hana. Það er margt í hennar lífi sem er mér framandi ég þurfti að kynna mér hlutina vel og setja mig inn í þá,“ segir Þorbjörg og bætir við að hún sé virkilega þakklát Ragnari Bragasyni, leikstjóra þáttanna, fyrir það hversu góðan tíma hann gaf henni til að kynnast karakternum. Þess má geta að þættirnir fjalla um tímabil í lífi Lindu og sýna hvernig líf hennar hrynur þegar hún er færð í kvennafangelsi í Kópavogi eftir að hafa ráðist á föður sinn, þjóðþekktan mann úr viðskiptalífinu, og veitt honum lífshættulega áverka. Í fangelsinu kynnist Linda konum sem hafa farið út af sporinu í lífinu. „Þetta eru ekki endilega spennuþættir, þetta eru meiri dramaþættir. Við fáum að fylgjast með fjölskyldu Lindu takast á við aðstæður,“ útskýrir Þorbjörg.Skrítið að leika Lindu og fara svo heim í hversdagslíf Þegar tökur fóru fram síðastliðið sumar var Þorbjörg nýlega komin í fæðingarorlof en hún eignaðist barn í febrúar 2015. „Ég var nýbúin að eignast barn og það að vera í þessum karakter allan daginn og fara svo heim og sinna barninu mínu var auðvitað frekar skrítið. Það er mjög langt skref þarna á milli,“ segir Þorbjörg sem hefur verið í lögfræðinámi við Háskóla Íslands samhliða leikarastarfinu og stefnir á að klára námið í sumar. „Ég sé fram á að geta klárað í sumar svo ég ætla að taka þessa önn í að fá BA-gráðuna mína. En ég mun að sjálfsögðu skoða allt ef ég fæ tækifæri til að takast á við spennandi hlutverk. Ég get alveg hugsað mér að leika meira og vinna við kvikmyndagerð, hvort sem það er fyrir framan eða aftan myndavélina. Mér finnst þetta bara virkilega skemmtilegt form,“ segir Þorbjörg að lokum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir fer með hlutverk Lindu í þáttaröðinni Fangar. Þorbjörg hefur vakið athygli fyrir kvikmyndaleik síðustu misserin en hún fór einnig með hlutverk Heru í Málmhaus. Um tvö mjög ólík, en samt að einhverju leyti lík, hlutverk er að ræða. „Þetta eru bæði hlutverk sem fylgjast með ungri konu á mjög sérstökum stað í lífi sínu,“ segir Þorbjörg þegar hún ber hlutverk Lindu í Föngum saman við Heru í Málmhaus. „Linda er búin að vera í ákveðnu ástandi með sjálfa sig í langan tíma og það er komið að vissum þolmörkum, sama mætti segja um Heru í Málmhaus. Þær eru báðar að takast á við og berjast gegn hlutum sem þær ráða ekki alveg við. Hvað varðar persónuleikann eru þetta aftur á móti mjög ólíkir karakterar, eiginlega svart og hvítt. Allir hafa mismunandi hliðar og ganga í gegnum mismunandi tímabil í lífinu. Og það fer algjörlega eftir því hvenær maður kynnist fólki hvaða hliðar á því maður fær að sjá. Linda er engin undantekning. Þegar við kynnumst Lindu í Föngum er hún föst í aðstæðum sem kalla ekki alltaf fram hennar bestu hliðar.“Þorbjörg í hlutverkum sínum í Föngum og Málmhaus.Hvert og eitt hlutverk krefst mismunandi undirbúnings að sögn Þorbjargar. „Yfirleitt þegar ég er að leika þá reyni ég að finna mér einhvern grunn, eitthvað tvennt eða þrennt sem karakterinn byggir á. Öll vinna sem kemur eftir það gengur út frá grunnpunktunum. Það tekur mislangan tíma að finna grunntenginguna við karakter, með Lindu tók það alveg einhvern tíma því hún er mjög ólík mér og ég þurfti að fara ansi langt frá sjálfri mér til að finna hana. Það er margt í hennar lífi sem er mér framandi ég þurfti að kynna mér hlutina vel og setja mig inn í þá,“ segir Þorbjörg og bætir við að hún sé virkilega þakklát Ragnari Bragasyni, leikstjóra þáttanna, fyrir það hversu góðan tíma hann gaf henni til að kynnast karakternum. Þess má geta að þættirnir fjalla um tímabil í lífi Lindu og sýna hvernig líf hennar hrynur þegar hún er færð í kvennafangelsi í Kópavogi eftir að hafa ráðist á föður sinn, þjóðþekktan mann úr viðskiptalífinu, og veitt honum lífshættulega áverka. Í fangelsinu kynnist Linda konum sem hafa farið út af sporinu í lífinu. „Þetta eru ekki endilega spennuþættir, þetta eru meiri dramaþættir. Við fáum að fylgjast með fjölskyldu Lindu takast á við aðstæður,“ útskýrir Þorbjörg.Skrítið að leika Lindu og fara svo heim í hversdagslíf Þegar tökur fóru fram síðastliðið sumar var Þorbjörg nýlega komin í fæðingarorlof en hún eignaðist barn í febrúar 2015. „Ég var nýbúin að eignast barn og það að vera í þessum karakter allan daginn og fara svo heim og sinna barninu mínu var auðvitað frekar skrítið. Það er mjög langt skref þarna á milli,“ segir Þorbjörg sem hefur verið í lögfræðinámi við Háskóla Íslands samhliða leikarastarfinu og stefnir á að klára námið í sumar. „Ég sé fram á að geta klárað í sumar svo ég ætla að taka þessa önn í að fá BA-gráðuna mína. En ég mun að sjálfsögðu skoða allt ef ég fæ tækifæri til að takast á við spennandi hlutverk. Ég get alveg hugsað mér að leika meira og vinna við kvikmyndagerð, hvort sem það er fyrir framan eða aftan myndavélina. Mér finnst þetta bara virkilega skemmtilegt form,“ segir Þorbjörg að lokum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira