Breytt 2018 árgerð Ford F-150 Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2017 11:30 Langsöluhæsta bílgerð Bandaríkjanna, Ford F-150 pallbíllinn, var kynntur í Bandaríkjunum í gær af 2018 árgerð og fer þar margt nýjunga í fjölmörgum útgáfum bílsins. Fyrir það fyrsta eru þessar gerðir með 7 mismunandi og ólík grill og er það gert til að aðgreina með skýrum hætti ólíkar gerðir bílsins. Bíllinn fær ný aðalljós og það af tveimur gerðum og eru þau breiðari og ná meira fram á horn bílsins. Hann fær einnig nýjan framstuðara og velja má á milli 6 gerða af felgum, 17 til 22 tommu að stærð. Afturendi bílsins er einnig nýr og ný ljós að aftan. Nýr vélarkostur er fólginn í 3,0 lítra V6 dísilvél með forþjöppu, að minnsta kosti 254 hestafla, en bíllinn mun þó ekki fást með henni fyrr en sumarið 2018. Þessi nýja 2018 árgerð F-150 með öðrum vélarkostum mun þó fást með haustinu í ár. Við dísilvélina verður tengd ný 10 gíra sjálfskipting og með þessari samsetningu verður þessi gerð bílsins sú togmesta af F-150 hingað til. Þetta er í fyrsta sinn sem F-150 fæst með dísilvél og er þessari gerð hans att gegn Ram 1500 með dísilvél, en hún er 240 hestöfl. Allar núverandi vélargerðir í F-150 munu breytast eitthvað nema 3,5 lítra EcoBoost vélin sem fær þó nú 10 gíra skiptinguna eins og dísilútgáfan. Í stað 3,5 lítra hefðbundnu V6 vélarinnar kemur 3,3 lítra V6 vél með beinni innspýtingu og er hún 282 hestöfl og tengist við 6 gíra sjálfskiptingu. 2,7 lítra Ecoboost V6 vélin verður uppfærð og hefur meira afl en nú en eyðir samt minna, enda tengist hún líka 10 gíra skiptingunni. 5,0 lítra V8 vélin verður áfram í boði, einnig tengd 10 gíra sjálfskiptingunni. Ford F-150 verður áfram í boði í XL, STX, XLT, Lariat, King Ranch Platinum og Limited útgáfum og Raptor kraftaútgáfan verður einnig í boði.Breyttur afturendi og afturljós.Eitt af 7 mismunandi grillum.Önnur útfærsla grillsins. Bílar video Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent
Langsöluhæsta bílgerð Bandaríkjanna, Ford F-150 pallbíllinn, var kynntur í Bandaríkjunum í gær af 2018 árgerð og fer þar margt nýjunga í fjölmörgum útgáfum bílsins. Fyrir það fyrsta eru þessar gerðir með 7 mismunandi og ólík grill og er það gert til að aðgreina með skýrum hætti ólíkar gerðir bílsins. Bíllinn fær ný aðalljós og það af tveimur gerðum og eru þau breiðari og ná meira fram á horn bílsins. Hann fær einnig nýjan framstuðara og velja má á milli 6 gerða af felgum, 17 til 22 tommu að stærð. Afturendi bílsins er einnig nýr og ný ljós að aftan. Nýr vélarkostur er fólginn í 3,0 lítra V6 dísilvél með forþjöppu, að minnsta kosti 254 hestafla, en bíllinn mun þó ekki fást með henni fyrr en sumarið 2018. Þessi nýja 2018 árgerð F-150 með öðrum vélarkostum mun þó fást með haustinu í ár. Við dísilvélina verður tengd ný 10 gíra sjálfskipting og með þessari samsetningu verður þessi gerð bílsins sú togmesta af F-150 hingað til. Þetta er í fyrsta sinn sem F-150 fæst með dísilvél og er þessari gerð hans att gegn Ram 1500 með dísilvél, en hún er 240 hestöfl. Allar núverandi vélargerðir í F-150 munu breytast eitthvað nema 3,5 lítra EcoBoost vélin sem fær þó nú 10 gíra skiptinguna eins og dísilútgáfan. Í stað 3,5 lítra hefðbundnu V6 vélarinnar kemur 3,3 lítra V6 vél með beinni innspýtingu og er hún 282 hestöfl og tengist við 6 gíra sjálfskiptingu. 2,7 lítra Ecoboost V6 vélin verður uppfærð og hefur meira afl en nú en eyðir samt minna, enda tengist hún líka 10 gíra skiptingunni. 5,0 lítra V8 vélin verður áfram í boði, einnig tengd 10 gíra sjálfskiptingunni. Ford F-150 verður áfram í boði í XL, STX, XLT, Lariat, King Ranch Platinum og Limited útgáfum og Raptor kraftaútgáfan verður einnig í boði.Breyttur afturendi og afturljós.Eitt af 7 mismunandi grillum.Önnur útfærsla grillsins.
Bílar video Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent