Leiðsögumenn hlýddu ekki fyrirmælum lögreglu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. janúar 2017 20:00 Lögreglumanni hjá lögreglunni á Suðurlandi blöskraði hvernig ferðamenn og leiðsögumenn létu í Reynisfjöru eftir banaslys í gær. Farið var inn fyrir lögregluborða og fyrirmælum ekki fyglt. Þá þekkist það að leiðsögumenn biðji lögreglu um aðstoð því þeir ráði ekki við hópana sína. Ítrekað berast fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum. Í gær fórst þýsk kona þegar hún fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Björn Emil Jónsson, lögreglumaður á Suðurlandi, vann á slysstað í gær. Honum blöskraði hvernig fólk á svæðinu lét eftir slysið. „Það sást til leiðsögumanna, eða leiðsögumanns, allavega eins, jafnvel tveggja, fara yfir lokanir eftir að slysið hafði átt sér stað og við vorum búnir að loka með lögregluborða. Það eru einstaklingar að fara líka,“ segir Björn Emil og bætir við að það valdi mjög miklum vonbrigðum, sérstaklega þegar leiðsögumenn fari ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Það sé fleira sem leiðsögumenn þurfi að bæta þegar þeir fari með hóp í Reynisfjöru. „Satt best að segja þá höfum við fengið þó nokkrum sinnum tilkynningar frá leiðsögumönnum þar sem þeir óska eftir aðstoð frá okkur því þeir ráða ekki við hópana sína. Þeir eru með svo stóra hópa eða allavega sinna hóparnir ekki fyrirmælum og vaða niður í fjöruna þrátt fyrir að það sé búið að banna þeim það. Ég get bara ekki séð að þetta sé verkefni lögreglunnar. Þarna þurfa menn að taka sig á,“ segir Björn Emil. Snorri Ingason, varaformaður Félags leiðsögumanna, segist ekki kannast við það að leiðsögumenn séu með of stóra hópa á svæðinu. Stærstu hóparnir séu fjörutíu manns. Hins vegar óski leiðsögumenn eftir aðstoð til að koma í veg fyrir slys ef þeir sjá að ferðamenn á eigin vegum séu í hættu. „Fólk hefur ekki verið upplýst um hætturnar þarna og við erum oft mjög áhyggjufull um fólk í fjörunni. Maður er oft á nálum þegar maður er að keyra niður afleggjarann og maður lýsir því fyrir farþegunum hverjar hætturnar séu. Það er vinna okkar leiðsögumanna að upplýsa ferðamanninn um hætturnar. Það þarf landvörslu, það er alveg ljóst. Þegar slysið átti sér stað í fyrra þá var gæsla í fjörunni í tvær þrjár vikur eftir það og manni var bara soldið létt,“ segir Snorri. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Lögreglumanni hjá lögreglunni á Suðurlandi blöskraði hvernig ferðamenn og leiðsögumenn létu í Reynisfjöru eftir banaslys í gær. Farið var inn fyrir lögregluborða og fyrirmælum ekki fyglt. Þá þekkist það að leiðsögumenn biðji lögreglu um aðstoð því þeir ráði ekki við hópana sína. Ítrekað berast fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum. Í gær fórst þýsk kona þegar hún fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Björn Emil Jónsson, lögreglumaður á Suðurlandi, vann á slysstað í gær. Honum blöskraði hvernig fólk á svæðinu lét eftir slysið. „Það sást til leiðsögumanna, eða leiðsögumanns, allavega eins, jafnvel tveggja, fara yfir lokanir eftir að slysið hafði átt sér stað og við vorum búnir að loka með lögregluborða. Það eru einstaklingar að fara líka,“ segir Björn Emil og bætir við að það valdi mjög miklum vonbrigðum, sérstaklega þegar leiðsögumenn fari ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Það sé fleira sem leiðsögumenn þurfi að bæta þegar þeir fari með hóp í Reynisfjöru. „Satt best að segja þá höfum við fengið þó nokkrum sinnum tilkynningar frá leiðsögumönnum þar sem þeir óska eftir aðstoð frá okkur því þeir ráða ekki við hópana sína. Þeir eru með svo stóra hópa eða allavega sinna hóparnir ekki fyrirmælum og vaða niður í fjöruna þrátt fyrir að það sé búið að banna þeim það. Ég get bara ekki séð að þetta sé verkefni lögreglunnar. Þarna þurfa menn að taka sig á,“ segir Björn Emil. Snorri Ingason, varaformaður Félags leiðsögumanna, segist ekki kannast við það að leiðsögumenn séu með of stóra hópa á svæðinu. Stærstu hóparnir séu fjörutíu manns. Hins vegar óski leiðsögumenn eftir aðstoð til að koma í veg fyrir slys ef þeir sjá að ferðamenn á eigin vegum séu í hættu. „Fólk hefur ekki verið upplýst um hætturnar þarna og við erum oft mjög áhyggjufull um fólk í fjörunni. Maður er oft á nálum þegar maður er að keyra niður afleggjarann og maður lýsir því fyrir farþegunum hverjar hætturnar séu. Það er vinna okkar leiðsögumanna að upplýsa ferðamanninn um hætturnar. Það þarf landvörslu, það er alveg ljóst. Þegar slysið átti sér stað í fyrra þá var gæsla í fjörunni í tvær þrjár vikur eftir það og manni var bara soldið létt,“ segir Snorri.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira