Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Torrey Pines Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. janúar 2017 11:30 Tiger lék á pari í gær en er dottinn úr leik. vísir/getty Endurkoma Tiger Woods á PGA-mótaröðina í golfi gekk ekki eins og vonast var eftir en Tiger mistókst að komast í gegn um niðurskurðinn og datt því úr leik eftir aðeins 36 holur í San Diego í gærkvöld. Tiger entist því stutt á Farmers Insurance-mótsinu en þetta var fyrsta mót hans á mótaröðinni í tæplega eitt og hálft ár. Sneri hann aftur á mótaröðina á vellinum þar sem hann vann Opna bandaríska meistaramótið árið 2008 og hefur alls unnið átta mót. Tiger byrjaði ágætlega í gær og fékk fugl á þriðju holu en skollar á 5. og 10. braut gerðu honum erfitt fyrir. Sjá einnig: Versta byrjun Tiger á ferlinum Tókst honum að krækja í annan fugl og klára daginn á pari en slakur hringur hans á föstudaginn kostaði hann á endanum. Endaði hann því á að komast ekki í gegn um niðurskurðinn en þekktir golfarar á borð við Dustin Johnson, Jason Day og Rickie Fowler, komust heldur ekki í gegn um niðurskurðinn. Breski kylfingurinn Justin Rose er með eins högga forskot eftir tvo hringi á átta höggum undir pari en Adam Hadwin og Brandt Snedeker eru ekki langt undan. Sýnt verður frá þriðja degi Farmers Insurance-mótsins á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 18:00. Golf Tengdar fréttir Versta byrjun Tiger á ferlinum Spilaði á fjórum höggum yfir pari á fyrsta degi fyrsta PGA-móts ársins. 27. janúar 2017 08:30 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Endurkoma Tiger Woods á PGA-mótaröðina í golfi gekk ekki eins og vonast var eftir en Tiger mistókst að komast í gegn um niðurskurðinn og datt því úr leik eftir aðeins 36 holur í San Diego í gærkvöld. Tiger entist því stutt á Farmers Insurance-mótsinu en þetta var fyrsta mót hans á mótaröðinni í tæplega eitt og hálft ár. Sneri hann aftur á mótaröðina á vellinum þar sem hann vann Opna bandaríska meistaramótið árið 2008 og hefur alls unnið átta mót. Tiger byrjaði ágætlega í gær og fékk fugl á þriðju holu en skollar á 5. og 10. braut gerðu honum erfitt fyrir. Sjá einnig: Versta byrjun Tiger á ferlinum Tókst honum að krækja í annan fugl og klára daginn á pari en slakur hringur hans á föstudaginn kostaði hann á endanum. Endaði hann því á að komast ekki í gegn um niðurskurðinn en þekktir golfarar á borð við Dustin Johnson, Jason Day og Rickie Fowler, komust heldur ekki í gegn um niðurskurðinn. Breski kylfingurinn Justin Rose er með eins högga forskot eftir tvo hringi á átta höggum undir pari en Adam Hadwin og Brandt Snedeker eru ekki langt undan. Sýnt verður frá þriðja degi Farmers Insurance-mótsins á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 18:00.
Golf Tengdar fréttir Versta byrjun Tiger á ferlinum Spilaði á fjórum höggum yfir pari á fyrsta degi fyrsta PGA-móts ársins. 27. janúar 2017 08:30 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Versta byrjun Tiger á ferlinum Spilaði á fjórum höggum yfir pari á fyrsta degi fyrsta PGA-móts ársins. 27. janúar 2017 08:30