Litli Hjalli í loftinu á ný Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. janúar 2017 09:30 "Mér fannst ómögulegt að vera ekki í loftinu,” segir Jón í Litlu-Ávík sem hér sést sinna veðurathugun. Vísir/Stefán Ég ákvað að opna netmiðilinn aftur, það var meiri eftirspurn eftir honum en ég hafði áttað mig á. Mér fannst líka ómögulegt að vera ekki í loftinu,“ segir Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík í Árneshreppi á Ströndum um fréttaveituna Litla Hjalla. Hann segir marga vilja fylgjast með lífinu í Árneshreppi þó þar sé fámennt og ekki stórtíðinda að vænta á hverjum degi. „Það eru fjölmiðlar, brottfluttir, annað fólk á landsbyggðinni, bændasamtökin og stjórnmálamenn,“ nefnir hann sem dæmi. Jón hélt úti vefnum Litla Hjalla frá 2003 til ársloka 2015, fyrst sem bloggsíðu og síðar fréttasíðu Árneshrepps. „Þegar ég lagði niður Litla Hjalla fyrir ári var ég svo vitlaust að sleppa léninu litlihjalli.is lausu og þegar ég ætlaði að taka það upp aftur var eitthvert spilavíti í Englandi búið að hrifsa það til sín. Svo ég er núna með með litlihjalli.it.is. Þó fátt sé að frétta suma daga getur Jón alltaf upplýst fólk um veðrið enda veðurathugunarmaður. Hann er uppalinn í Litlu-Ávík en bjó árum saman í borginni og starfaði fyrir Veðurstofuna og Flugmálastjórn. Nú er hann fluttur norður aftur. Fyrir utan veðurathugun og fréttamennsku nær hann í póstinn út á flugvöll á Gjögri og dreifir honum innan sveitar auk þess að sinna eldamennsku fyrir sig og bróður sinn, Sigurbjörn Sveinbjörnsson. Jón kveðst fara út að lesa af mælum fimm sinnum á sólarhring, fyrst klukkan sex á morgnana. „Það þykir nauðsynlegt að senda veður snemma til að geta gefið upplýsingar um sjólagið,“ segir hann. Ekkert er róið frá Norðurfirði á þessum árstíma að sögn Jóns. „Það er ekki hægt að treysta á að koma fiski burtu,“ segir hann en bætir við að oftar hafi þó verið fært í sveitina landleiðina nú en flesta aðra vetur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. janúar 2017. Lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Ég ákvað að opna netmiðilinn aftur, það var meiri eftirspurn eftir honum en ég hafði áttað mig á. Mér fannst líka ómögulegt að vera ekki í loftinu,“ segir Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík í Árneshreppi á Ströndum um fréttaveituna Litla Hjalla. Hann segir marga vilja fylgjast með lífinu í Árneshreppi þó þar sé fámennt og ekki stórtíðinda að vænta á hverjum degi. „Það eru fjölmiðlar, brottfluttir, annað fólk á landsbyggðinni, bændasamtökin og stjórnmálamenn,“ nefnir hann sem dæmi. Jón hélt úti vefnum Litla Hjalla frá 2003 til ársloka 2015, fyrst sem bloggsíðu og síðar fréttasíðu Árneshrepps. „Þegar ég lagði niður Litla Hjalla fyrir ári var ég svo vitlaust að sleppa léninu litlihjalli.is lausu og þegar ég ætlaði að taka það upp aftur var eitthvert spilavíti í Englandi búið að hrifsa það til sín. Svo ég er núna með með litlihjalli.it.is. Þó fátt sé að frétta suma daga getur Jón alltaf upplýst fólk um veðrið enda veðurathugunarmaður. Hann er uppalinn í Litlu-Ávík en bjó árum saman í borginni og starfaði fyrir Veðurstofuna og Flugmálastjórn. Nú er hann fluttur norður aftur. Fyrir utan veðurathugun og fréttamennsku nær hann í póstinn út á flugvöll á Gjögri og dreifir honum innan sveitar auk þess að sinna eldamennsku fyrir sig og bróður sinn, Sigurbjörn Sveinbjörnsson. Jón kveðst fara út að lesa af mælum fimm sinnum á sólarhring, fyrst klukkan sex á morgnana. „Það þykir nauðsynlegt að senda veður snemma til að geta gefið upplýsingar um sjólagið,“ segir hann. Ekkert er róið frá Norðurfirði á þessum árstíma að sögn Jóns. „Það er ekki hægt að treysta á að koma fiski burtu,“ segir hann en bætir við að oftar hafi þó verið fært í sveitina landleiðina nú en flesta aðra vetur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. janúar 2017.
Lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira