Þessi bardagi var upphefð sem Olli sóttist aldrei eftir Magnús Guðmundsson skrifar 28. janúar 2017 11:00 Juho Kuosmanen segist sem kvikmyndaleikstjóri finna til ákveðinnar tengingar við boxara á borð við Olli Mäki. Visir/Anton Brink Ég er frá bænum Kokkala eins og Olli Mäki og það er ástæðan fyrir því að ég þekkti þessa sögu. Olli Mäki býr enn í Kokkala og núna eftir að myndin kom þá er gamli boxarinn aftur orðinn frægur um allt Finnland,“ segir leikstjórinn Juho Kuosmanen sem er staddur hér á landi um þessar mundir og var í gærkvöldi viðstaddur opnun myndar sinnar Besti dagur í lífi Olli Mäki í Bíó Paradís. Myndin vann Un Certain Regard flokkinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2016 og leikstjórinn hlaut verðlaunin Evrópska uppgvötun ársins á Evrópsku Kvikmyndaverðlaununum á síðasta ári. Besti dagur í lífi Olli Mäki er byggð á sögu um bardaga á milli finnska boxarans Olli Mäki og bandaríska meistarans Davey Moore sem háður var í Helsinki 1962. Myndin er fyrsta mynd Juho Kuosmanen í fullri lengd en þá þegar hafði hann átt velgegni að fagna fyrir stuttmynd á Cannes og hafði tryggt sína fyrstu mynd þangað inn áður en hún hafði verið frumsýnd en því fylgir óneitanlega mikil pressa. „En ástæðan fyrir því að ég ákvað að segja þessa sögu var að Olli Mäki var góður boxari en á sama tíma þá passaði hann ekki alveg inn í þá ímynd sem slíkum mönnum er ætluð. Hann varð fyrst frægur fyrir það að vilja ekki rota andstæðinginn. Hann hafði verið áhugamaður í mörg ár og þar snýst þetta meira um stigasöfnun og hann var alltaf sáttur við að vinna þannig og sá ekki tilgang með því að meiða andstæðinginn eins og er svo stór hluti af atvinnumennskunni.Finnski leikarinn Jarkko Lahti hefur fengið mikið lof fyrir túlkun sína á Olli Mäki.En svo fékk hann þetta tækifæri og þá bjuggust allir við meira af honum en hann sjálfur. Að fara í þennan bardaga var upphefð sem hann í rauninni sóttist ekki eftir. Þannig að með mína upphefð á leiðinni á Cannes þá tengdi ég við þessa sögu, fannst hún vera á einhvern óræðan hátt dáldið eins og mín eigin saga. Saga manns sem fær stóra tækifærið en veit ekki almennilega hvort það er það sem hann vill eða ekki.“ Juho segir að það sé margt sammerkt með kvikmyndagerðinni og hnefaleikunum enda kalli hvort tveggja á mikið fjármagn. „Stóra málið er að við fjármögnun þarftu að leggja fram einhvers konar loforð um að allt fari vel og að allt verði alveg frábært. Láttu okkur bara hafa fullt af peningum og við sláum í gegn. En það fer ekki endilega þannig, því bæði hnefaleikakappar og kvikmyndagerðarmenn eru stundum hreinlega slegnir í rot í fyrstu lotu og það er lítill hetjuljómi yfir slíku.“ Þegar Olli Mäki var að undirbúa bardagann mikla árið 1962 varð hann ástfangin af ungri konu og Juho segir að þessi hluti sögunnar sé sannur. „Já, þetta var auðvitað ekki það sem hann þurfti á að halda þegar hann átti að vera að undirbúa sig fyrir þetta stóra tækifæri. En það var þarna sem hann fann ástina í lífi sínu og hann gat engu breytt um það. Þau fundu hvort annað mitt í þessum látum öllum og eru hjón enn þann dag í dag.“Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan.Juho leggur áherslu á að stærsta áskorunin við gerð myndarinnar hafi verið tímabilið og að fanga það andrúmsloft sem ríkti í Finnlandi á þessum tíma. „Við komumst að því að þó svo við værum með arkitektúr, búninga og annað sem gekk fullkomlega upp fyrir tímabilið þá fannst okkur að við þyrftum að fara þessa leið til þess að ná andrúmsloftinu. Við erum vön því að sjá efni frá þessum árum í heimildar- og fréttamyndum og slíku og þetta hjálpaði okkur að ná þessum rétta anda. Við vildum líka geta einbeitt okkur að leikurunum við tökurnar og þetta var ákveðin leið til þess.“ Juho segir að Olli Mäki og Raija eiginkona hans hafi verið afar hjálpleg við gerð myndarinnar og hitt bæði hann og leikarana alloft í ferlinu. „Olli er illa farinn af Alzheimer en þrátt fyrir það man hann margt frá þessum tíma og getur rætt um það. Hann á hins vegar mun erfiðara með samtímann. En þegar þau hjónin voru búin að sjá myndina sagði Raija að tilfinningin væri eins og að endurlifa þessa daga og það er hól sem mér þykir afar vænt um. Það er alltaf dáldið ógnvænlegt að gera mynd um fólk sem er enn á lífi vegna þess að þetta er líf þess en manns eigin nálgun, orð og myndir og þess vegna gladdi það mig mikið að hún var svona sátt. Núna eru Raija og Olli búin að sjá myndina sjö sinnum og eru alltaf jafn ánægð. Í lokin sést skot með eldri hjónum og það eru þau Olli og Raija, enn ástfangin eftir öll þessi ár.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. janúar. Menning Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Ég er frá bænum Kokkala eins og Olli Mäki og það er ástæðan fyrir því að ég þekkti þessa sögu. Olli Mäki býr enn í Kokkala og núna eftir að myndin kom þá er gamli boxarinn aftur orðinn frægur um allt Finnland,“ segir leikstjórinn Juho Kuosmanen sem er staddur hér á landi um þessar mundir og var í gærkvöldi viðstaddur opnun myndar sinnar Besti dagur í lífi Olli Mäki í Bíó Paradís. Myndin vann Un Certain Regard flokkinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2016 og leikstjórinn hlaut verðlaunin Evrópska uppgvötun ársins á Evrópsku Kvikmyndaverðlaununum á síðasta ári. Besti dagur í lífi Olli Mäki er byggð á sögu um bardaga á milli finnska boxarans Olli Mäki og bandaríska meistarans Davey Moore sem háður var í Helsinki 1962. Myndin er fyrsta mynd Juho Kuosmanen í fullri lengd en þá þegar hafði hann átt velgegni að fagna fyrir stuttmynd á Cannes og hafði tryggt sína fyrstu mynd þangað inn áður en hún hafði verið frumsýnd en því fylgir óneitanlega mikil pressa. „En ástæðan fyrir því að ég ákvað að segja þessa sögu var að Olli Mäki var góður boxari en á sama tíma þá passaði hann ekki alveg inn í þá ímynd sem slíkum mönnum er ætluð. Hann varð fyrst frægur fyrir það að vilja ekki rota andstæðinginn. Hann hafði verið áhugamaður í mörg ár og þar snýst þetta meira um stigasöfnun og hann var alltaf sáttur við að vinna þannig og sá ekki tilgang með því að meiða andstæðinginn eins og er svo stór hluti af atvinnumennskunni.Finnski leikarinn Jarkko Lahti hefur fengið mikið lof fyrir túlkun sína á Olli Mäki.En svo fékk hann þetta tækifæri og þá bjuggust allir við meira af honum en hann sjálfur. Að fara í þennan bardaga var upphefð sem hann í rauninni sóttist ekki eftir. Þannig að með mína upphefð á leiðinni á Cannes þá tengdi ég við þessa sögu, fannst hún vera á einhvern óræðan hátt dáldið eins og mín eigin saga. Saga manns sem fær stóra tækifærið en veit ekki almennilega hvort það er það sem hann vill eða ekki.“ Juho segir að það sé margt sammerkt með kvikmyndagerðinni og hnefaleikunum enda kalli hvort tveggja á mikið fjármagn. „Stóra málið er að við fjármögnun þarftu að leggja fram einhvers konar loforð um að allt fari vel og að allt verði alveg frábært. Láttu okkur bara hafa fullt af peningum og við sláum í gegn. En það fer ekki endilega þannig, því bæði hnefaleikakappar og kvikmyndagerðarmenn eru stundum hreinlega slegnir í rot í fyrstu lotu og það er lítill hetjuljómi yfir slíku.“ Þegar Olli Mäki var að undirbúa bardagann mikla árið 1962 varð hann ástfangin af ungri konu og Juho segir að þessi hluti sögunnar sé sannur. „Já, þetta var auðvitað ekki það sem hann þurfti á að halda þegar hann átti að vera að undirbúa sig fyrir þetta stóra tækifæri. En það var þarna sem hann fann ástina í lífi sínu og hann gat engu breytt um það. Þau fundu hvort annað mitt í þessum látum öllum og eru hjón enn þann dag í dag.“Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan.Juho leggur áherslu á að stærsta áskorunin við gerð myndarinnar hafi verið tímabilið og að fanga það andrúmsloft sem ríkti í Finnlandi á þessum tíma. „Við komumst að því að þó svo við værum með arkitektúr, búninga og annað sem gekk fullkomlega upp fyrir tímabilið þá fannst okkur að við þyrftum að fara þessa leið til þess að ná andrúmsloftinu. Við erum vön því að sjá efni frá þessum árum í heimildar- og fréttamyndum og slíku og þetta hjálpaði okkur að ná þessum rétta anda. Við vildum líka geta einbeitt okkur að leikurunum við tökurnar og þetta var ákveðin leið til þess.“ Juho segir að Olli Mäki og Raija eiginkona hans hafi verið afar hjálpleg við gerð myndarinnar og hitt bæði hann og leikarana alloft í ferlinu. „Olli er illa farinn af Alzheimer en þrátt fyrir það man hann margt frá þessum tíma og getur rætt um það. Hann á hins vegar mun erfiðara með samtímann. En þegar þau hjónin voru búin að sjá myndina sagði Raija að tilfinningin væri eins og að endurlifa þessa daga og það er hól sem mér þykir afar vænt um. Það er alltaf dáldið ógnvænlegt að gera mynd um fólk sem er enn á lífi vegna þess að þetta er líf þess en manns eigin nálgun, orð og myndir og þess vegna gladdi það mig mikið að hún var svona sátt. Núna eru Raija og Olli búin að sjá myndina sjö sinnum og eru alltaf jafn ánægð. Í lokin sést skot með eldri hjónum og það eru þau Olli og Raija, enn ástfangin eftir öll þessi ár.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. janúar.
Menning Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira