Skotsilfur Markaðarins: Afnema bónusa, en hækka launin Ritstjórn Markaðarins skrifar 27. janúar 2017 13:26 Mikið er um mannabreytingar á bankamarkaði um þessar mundir. Þremenningarnir Jón Gunnar Sæmundsen og Jónas Guðmundsson, fyrrverandi starfsmenn Íslandsbanka, og Sigurður Hreiðar Jónsson, sem var síðast verðbréfamiðlari hjá Kviku banka, sögðu þannig allir upp störfum undir lok síðasta árs. Þeir hafa í kjölfarið nýverið stofnað í sameiningu félagið Klettar Capital sem annast eignastýringu fyrir hönd viðskiptavina. Allir eiga þeir að baki áralanga reynslu sem verðbréfamiðlarar á fjármálamarkaði en Jón Gunnar er sonur Gríms Sæmundsens, forstjóra og eins stærsta hluthafa Bláa lónsins.Enn og aftur seinkun Forsvarsmenn Silicor Materials sömdu nýverið við Faxaflóahafnir um seinkun á gildistöku samninga um hafnaraðstöðu og lóð á Grundartanga til septembermánaðar. Samningarnir áttu að taka gildi í apríl í fyrra en fjármögnun verkefnisins hefur dregist. Fréttablaðið hafði áður greint frá því að nokkrir af þeim íslensku einkafjárfestum sem tóku þátt í hlutafjársöfnun sólarkísilversins séu ósáttir við tafirnar. Í næsta mánuði verða liðin þrjú ár síðan Davíð Stefánsson, stjórnarmaður og talsmaður Silicor Materials, greindi frá áformum fyrirtækisins og eitt og hálft ár síðan fjárfestarnir fóru inn í hluthafahópinn.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.Enginn bónus, en hærri laun Eftir að Íslandsbanki endaði í faðmi ríkisins var ákveðið af nýrri stjórn bankans að frá og með þessu ári yrðu ekki lengur greiddir bónusar til starfsmanna. Á árinu 2015 höfðu um hundrað starfsmenn bankans fengið bónus að fjárhæð samtals 736 milljónir. Ekki er hins vegar víst að sú ráðstöfun muni hjálpa Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, mikið við að halda aftur af auknum launakostnaði. Þannig eru dæmi þess að bankinn hafi þurft að bregðast við þessari nýju stöðu með því að hækka nokkuð laun sumra lykilstarfsmanna til að koma í veg fyrir að þeir færu yfir til helstu keppinauta bankans.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Mikið er um mannabreytingar á bankamarkaði um þessar mundir. Þremenningarnir Jón Gunnar Sæmundsen og Jónas Guðmundsson, fyrrverandi starfsmenn Íslandsbanka, og Sigurður Hreiðar Jónsson, sem var síðast verðbréfamiðlari hjá Kviku banka, sögðu þannig allir upp störfum undir lok síðasta árs. Þeir hafa í kjölfarið nýverið stofnað í sameiningu félagið Klettar Capital sem annast eignastýringu fyrir hönd viðskiptavina. Allir eiga þeir að baki áralanga reynslu sem verðbréfamiðlarar á fjármálamarkaði en Jón Gunnar er sonur Gríms Sæmundsens, forstjóra og eins stærsta hluthafa Bláa lónsins.Enn og aftur seinkun Forsvarsmenn Silicor Materials sömdu nýverið við Faxaflóahafnir um seinkun á gildistöku samninga um hafnaraðstöðu og lóð á Grundartanga til septembermánaðar. Samningarnir áttu að taka gildi í apríl í fyrra en fjármögnun verkefnisins hefur dregist. Fréttablaðið hafði áður greint frá því að nokkrir af þeim íslensku einkafjárfestum sem tóku þátt í hlutafjársöfnun sólarkísilversins séu ósáttir við tafirnar. Í næsta mánuði verða liðin þrjú ár síðan Davíð Stefánsson, stjórnarmaður og talsmaður Silicor Materials, greindi frá áformum fyrirtækisins og eitt og hálft ár síðan fjárfestarnir fóru inn í hluthafahópinn.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.Enginn bónus, en hærri laun Eftir að Íslandsbanki endaði í faðmi ríkisins var ákveðið af nýrri stjórn bankans að frá og með þessu ári yrðu ekki lengur greiddir bónusar til starfsmanna. Á árinu 2015 höfðu um hundrað starfsmenn bankans fengið bónus að fjárhæð samtals 736 milljónir. Ekki er hins vegar víst að sú ráðstöfun muni hjálpa Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, mikið við að halda aftur af auknum launakostnaði. Þannig eru dæmi þess að bankinn hafi þurft að bregðast við þessari nýju stöðu með því að hækka nokkuð laun sumra lykilstarfsmanna til að koma í veg fyrir að þeir færu yfir til helstu keppinauta bankans.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira