Loðnuleit lokið en engin ástæða er til bjartsýni Svavar Hávarðsson skrifar 25. janúar 2017 07:00 Skip Hafrannsóknastofnunar nutu ekki aðstoðar íslenskra sjómanna við loðnurannsóknir vegna verkfalls. vísir/pjetur Loðnuleit Hafrannsóknastofnunar lauk í síðustu viku og unnið er úr gögnum. Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. Leiðangurinn stóð frá 11. til 19. janúar. Bæði skip stofnunarinnar, rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, tóku þátt auk grænlenska skipsins Polar Amaroq. Til stóð að tvö uppsjávarskip úr íslenska flotanum tækju þátt í leitinni en ekkert varð úr því vegna sjómannaverkfallsins. Hafrannsóknastofnun sótti um undanþágu vegna leitarinnar, en henni var hafnað af Sjómannasambandi Íslands á fyrstu dögum ársins. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, vill ekkert gefa upp um útlitið – það sé einfaldlega of snemmt. Ef litið er til mælinga á stærð loðnustofnsins í september og október í fyrra er útlitið svart. Þá ráðlagði Hafrannsóknastofnun að engar loðnuveiðar yrðu stundaðar á vertíðinni 2016/2017. Í ljósi mælinganna á dögunum mun stofnunin endurskoða ráðgjöfina. Hins vegar kom fram í fyrra að allt bendi til þess að veiðistofninn sé mjög lítill, og niðurstaðan í fyrra var sú að ekki hefði um árabil sést eins lítið í rannsóknum Hafrannsóknastofnunar. Niðurstaðan var afdráttarlaus í haust. Ungloðna, sem myndar hrygningar- og veiðistofninn á vertíðinni 2017/2018, var vestast og sunnan til á svæðinu. Magn ungloðnu var víðast hvar mjög lítið og ekkert fannst úti fyrir Norðurlandi. Einungis mældust rúmlega níu milljarðar fiska eða 88 þúsund tonn. Samkvæmt aflareglu þarf fjöldinn að vera yfir 50 milljörðum til að hægt sé að mæla með upphafsaflamarki fyrir vertíðina 2017/2018. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Vonast eftir loðnuvertíð í vor Útflutningsverðmæti loðnu hleypur á tugum milljarða hvert ár. Aldrei hafa mælst jafn fáar ungloðnur. Verði farið eftir tillögum Hafró um loðnuveiðibann mun það koma verst við uppsjávarútgerðir. 13. október 2016 07:00 Óhefðbundin loðnuvertíð skilar um nítján milljörðum króna Reiknað er með að nýafstaðin loðnuvertíð geti skilað um nítján milljörðum í útflutningsverðmætum sem er mun minna en vertíðin á undan skilaði. Íslensk skip veiddu aðeins um 100 þúsund tonn en erlend skip 73 þúsund tonn. 26. apríl 2016 05:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Loðnuleit Hafrannsóknastofnunar lauk í síðustu viku og unnið er úr gögnum. Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. Leiðangurinn stóð frá 11. til 19. janúar. Bæði skip stofnunarinnar, rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, tóku þátt auk grænlenska skipsins Polar Amaroq. Til stóð að tvö uppsjávarskip úr íslenska flotanum tækju þátt í leitinni en ekkert varð úr því vegna sjómannaverkfallsins. Hafrannsóknastofnun sótti um undanþágu vegna leitarinnar, en henni var hafnað af Sjómannasambandi Íslands á fyrstu dögum ársins. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, vill ekkert gefa upp um útlitið – það sé einfaldlega of snemmt. Ef litið er til mælinga á stærð loðnustofnsins í september og október í fyrra er útlitið svart. Þá ráðlagði Hafrannsóknastofnun að engar loðnuveiðar yrðu stundaðar á vertíðinni 2016/2017. Í ljósi mælinganna á dögunum mun stofnunin endurskoða ráðgjöfina. Hins vegar kom fram í fyrra að allt bendi til þess að veiðistofninn sé mjög lítill, og niðurstaðan í fyrra var sú að ekki hefði um árabil sést eins lítið í rannsóknum Hafrannsóknastofnunar. Niðurstaðan var afdráttarlaus í haust. Ungloðna, sem myndar hrygningar- og veiðistofninn á vertíðinni 2017/2018, var vestast og sunnan til á svæðinu. Magn ungloðnu var víðast hvar mjög lítið og ekkert fannst úti fyrir Norðurlandi. Einungis mældust rúmlega níu milljarðar fiska eða 88 þúsund tonn. Samkvæmt aflareglu þarf fjöldinn að vera yfir 50 milljörðum til að hægt sé að mæla með upphafsaflamarki fyrir vertíðina 2017/2018. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Vonast eftir loðnuvertíð í vor Útflutningsverðmæti loðnu hleypur á tugum milljarða hvert ár. Aldrei hafa mælst jafn fáar ungloðnur. Verði farið eftir tillögum Hafró um loðnuveiðibann mun það koma verst við uppsjávarútgerðir. 13. október 2016 07:00 Óhefðbundin loðnuvertíð skilar um nítján milljörðum króna Reiknað er með að nýafstaðin loðnuvertíð geti skilað um nítján milljörðum í útflutningsverðmætum sem er mun minna en vertíðin á undan skilaði. Íslensk skip veiddu aðeins um 100 þúsund tonn en erlend skip 73 þúsund tonn. 26. apríl 2016 05:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Vonast eftir loðnuvertíð í vor Útflutningsverðmæti loðnu hleypur á tugum milljarða hvert ár. Aldrei hafa mælst jafn fáar ungloðnur. Verði farið eftir tillögum Hafró um loðnuveiðibann mun það koma verst við uppsjávarútgerðir. 13. október 2016 07:00
Óhefðbundin loðnuvertíð skilar um nítján milljörðum króna Reiknað er með að nýafstaðin loðnuvertíð geti skilað um nítján milljörðum í útflutningsverðmætum sem er mun minna en vertíðin á undan skilaði. Íslensk skip veiddu aðeins um 100 þúsund tonn en erlend skip 73 þúsund tonn. 26. apríl 2016 05:00