Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Ásgeir Erlendsson skrifar 24. janúar 2017 21:30 Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. Þetta segir framkvæmdastjóri útflutningsfyrirtækis sem segir jafnframt að áform um sölu íslensks fisks í rúmlega þrjú þúsund verslunum Walmart í Bandaríkjunum séu í uppnámi. Tæpar sex vikur eru síðan verkfall sjómanna hófst en viðræður deiluaðila runnu út í sandinn í gær. Jón Georg Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Ice-co sem flytur út ferskan fisk segir þolinmæði erlendra stórfyrirtækja á þrotum. Í síðustu viku tilkynnti stærsta verslunarkeðja Sviss, fyrirtæki Jóns, að verkfallið sé farið að ógna rekstri hennar, traust á íslenskum sjávarútvegi sé verulega laskað og keðjan sé því tilneydd að breyta innkaupum sínum og leita til Noregs. „Ég held að það sé alveg ljóst að við erum nú þegar búin að tapa markaði og þeir hafa hingað til alltaf tekið allan þann fisk sem þeir hafa getað frá Íslandi. Það mun breytast héðan í frá,“ segir Jón Georg. Hann segir jafnframt að undanfarin tvö ár hafi fyrirtæki hans unnið að því að koma sér inn á Bandaríkjamarkað. Nýlega hafi íslenskur þorskur verið seldur í rúmlega þrjú þúsund og fimm hundruð verslunum Walmart í Bandaríkjunum og til standi að bæta 2000 verslunum við á næstu vikum og mánuðum. „Eins og staðan er núna eru þessi áform öll í uppnámi,“ segir Jón Georg. Svo stórir markaðir séu gulls ígildi enda stuðli þeir að hærra verði fyrir íslenskar sjávarafurðir. „Þetta eru stórir markaðir sem geta tekið mikið magn af fiski. Það sem gerist með þessu verkfalli er að kakan minnkar fyrir alla,“ segir Jón Georg. Hann biðlar til sjómanna og útgerðarinnar að leysa deiluna, of mikið sé í húfi fyrir landið allt. „Að menn komi nú saman, brjóti odd af oflæti sínu og nái saman sem fyrst, þetta getur ekki gengið svona.“ Kjaramál Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samtök fyrirtækja í sjóvarútvegi segja ógerlegt að ganga að öllum kröfum sjómanna. 23. janúar 2017 15:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. Þetta segir framkvæmdastjóri útflutningsfyrirtækis sem segir jafnframt að áform um sölu íslensks fisks í rúmlega þrjú þúsund verslunum Walmart í Bandaríkjunum séu í uppnámi. Tæpar sex vikur eru síðan verkfall sjómanna hófst en viðræður deiluaðila runnu út í sandinn í gær. Jón Georg Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Ice-co sem flytur út ferskan fisk segir þolinmæði erlendra stórfyrirtækja á þrotum. Í síðustu viku tilkynnti stærsta verslunarkeðja Sviss, fyrirtæki Jóns, að verkfallið sé farið að ógna rekstri hennar, traust á íslenskum sjávarútvegi sé verulega laskað og keðjan sé því tilneydd að breyta innkaupum sínum og leita til Noregs. „Ég held að það sé alveg ljóst að við erum nú þegar búin að tapa markaði og þeir hafa hingað til alltaf tekið allan þann fisk sem þeir hafa getað frá Íslandi. Það mun breytast héðan í frá,“ segir Jón Georg. Hann segir jafnframt að undanfarin tvö ár hafi fyrirtæki hans unnið að því að koma sér inn á Bandaríkjamarkað. Nýlega hafi íslenskur þorskur verið seldur í rúmlega þrjú þúsund og fimm hundruð verslunum Walmart í Bandaríkjunum og til standi að bæta 2000 verslunum við á næstu vikum og mánuðum. „Eins og staðan er núna eru þessi áform öll í uppnámi,“ segir Jón Georg. Svo stórir markaðir séu gulls ígildi enda stuðli þeir að hærra verði fyrir íslenskar sjávarafurðir. „Þetta eru stórir markaðir sem geta tekið mikið magn af fiski. Það sem gerist með þessu verkfalli er að kakan minnkar fyrir alla,“ segir Jón Georg. Hann biðlar til sjómanna og útgerðarinnar að leysa deiluna, of mikið sé í húfi fyrir landið allt. „Að menn komi nú saman, brjóti odd af oflæti sínu og nái saman sem fyrst, þetta getur ekki gengið svona.“
Kjaramál Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samtök fyrirtækja í sjóvarútvegi segja ógerlegt að ganga að öllum kröfum sjómanna. 23. janúar 2017 15:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samtök fyrirtækja í sjóvarútvegi segja ógerlegt að ganga að öllum kröfum sjómanna. 23. janúar 2017 15:44